Víðförli - 01.12.2003, Page 9
DESEMBER 2003
V í Ð F Ö R LI
9
Frekar starf en
steinsteypu
Fjórir áheyrnarfulltrúar unga fólksins sátu Kirkjuþing í
október. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkir áheyrnarfulltrúar
sitja þingið. Áheyrnafulltrúarnir voru Jón Ómar Gunnars-
son frá Æskulýðssambandi kirkjunnar í Reykjavíkurpró-
fastsdæmum og Árni Þorlákur Guðnason frá Félagi guð-
fræðinema. Fulltrúar af landsbyggðinni voru Friðþjófur Þor-
steinsson frá ísafirði og Stefán Einar Stefánsson frá Borga-
nesi. Fimmti áheyrnarfulltrúinn, Ásdís Björnsdóttir frá
Æskulýðssambandi kirkjunnar, forfallaðist.
Við hittum Jón Ómar, Stefán og Friðþjóf í kaffihléi og
ræddum við þá um þingið. Enginn þeirra hafði áður komið
á kirkjuþing. Jón Ómar og Stefán eru í guðfræðideild. Frið-
þjófur er æskulýðsfulltrúi ísafjarðarkirkju og kom ásamt
Jóni Ómari beint af landsmóti æskulýðsfélaga á kirkjuþing-
ið.
„Þetta er mjög áhugavert og fræðandi," sagði Jón Ómar
og hinir tóku undir það.
„Þetta er óvæntur hasar,“ sagði Stefán, „menn takast
meira á um ýmis mál en ég átti von á.“
Friðþjófur tók undir það: „Þetta er skemmtilegra en ég
bjóst við. Við komum til með að skila greinargerð sem ég
vona að nýtist í umræðu ungs fólks um kirkjuleg málefni."
Stefán: „Séra Lára Oddsdóttir hefur lagt til að leitað
verði eftir styrk og hann notaður til að halda kirkjuþing
ungs fólk, svipað og var gert á kirkjudögum."
Finnst þeim ungt fóik afskipt í kirkjunni?
Stefán: „Ekki í æskulýðsstarfinu."
Friðþjófur: „En ekki þar með sagt að fólk sem er í æsku-
lýðsstarfi finni sér grundvöll alls staðar innan kirkjunnar."
Stefán: „Okkur er til dæmis ekki boðið að starfa að
sóknarnefndarmálum."
Jón Ómar: „Þó að við gætum það ef til vill ef við sækt-
umst eftir því. Það er ekki slegist um að vera í sóknar-
nefnd.“
Þeir hafa tekist aðeins á um kirkjustarfið. Jón Ómar og
Friðþjófur hafa ákveðnar skoðanir: „Ég vil frekar sjá pen-
inga í starfi en steypu. Ef hægt er að spara 10-15 milljón-
ir með því að kaupa notað orgel frekar en nýtt þá getur sú
fjárhæð nýst í æskulýðsstarfi í 15 ár.“
Adda Steina Björnsdóttir
Vel heppnuð
prédikunarráðstefna
Dagana 3.-4. nóvember var haldin ráðstefna um
predikunina í Skálholti á vegum Kjalarnessprófastsdæm-
is. Um 40 þátttakendur sóttu ráðstefnuna, og komu þeir
úr röðum presta, guðfræðinga og guðfræðinema. Flutt
voru vönduð erindi um predikunina frá ólíkum sjónarhorn-
um.
Pétur Pétursson sagði frá því hvernig predikunin kom út
í könnun sem hann og Björn Björnsson gerðu árið 1990.
Hann talaði einnig um að mikilvægt væri að tengja predik-
un, díakoníu og litúrgíu. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
fræddi okkur um það hvernig predikunin kom út í stefnu-
mótun Þjóðkirkjunnar en lítið virðist fara fyrir henni þar.
Gunnar Kristjánsson prófastur talaði um nýjar áherslur í
predikunarfræðum. Hann minnti á að texti, tákn og tjá-
skipti væru ein samofin heild. Hann benti einnig á að nýj-
ar kenningar í prédikunarfræðum ganga út frá því að per-
sónuleiki prédikarans setur óhjákvæmilega mark á prédik-
un hans, bæði efnisval, umfjöllun og flutning. Gunnar kom
einnig inn á táknfræði og lagði áherslu á að prédikunin sé
ævinlega tvíræð og kalli fram margvísleg viðbrögð áheyr-
enda.
Sr. Gunnar Björnsson prestur á Selfossi flutti ráðstefnu-
gestum hugleiðingu eftir tíðagjörð í Skálholtskirkju.
Hulda Guðmundsdóttir fulltrúi á Kirkjuþingi og Koibrún
Halldórsdóttir alþingismaður fluttu erindi um predikunina
út frá sjónarhorni áheyrandans. Þær komu inn á ýmsa
þætti predikunarinnar svo sem flutning og mál beggja
kynja.
Dagskrá þriðjudagsins hófst með tíðagjörð í Skálholts-
kirkju og hugleiðingu sem sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
flutti um predikun í sjávarplássi. Jóna sagði á lifandi og
skemmtilegan hátt frá starfi sínu sem prestur í sjávarplássi
og lýsti ýmsum áhugaverðum hliðum á samstarfi við
sóknarbörnin.
Sr. Svavar A. Jónsson flutti innlegg um predikun og
áheyrendur. Hann sagði meðal annars að það væri mikil-
vægt fyrir predikarann að gera sér grein fyrir því hvernig
áheyrandinn heyrir til þess að hægt sé að koma boð-
skapnum sem best til skila. Margt hefur áhrif á hvernig
áheyrandinn heyrir, þar á meðal fyrirframgefin sannfæring
áheyrandans, umhverfi og sú mynd sem áheyrandinn hef-
ur af predikaranum.
Þá flutti Gauti Kristmannsson aðjúnkt við Háskóla ís-
lands í þýðingarfræðum innlegg um predikunina sem bók-
menntir og myndmál í sálmaskáldskap.
Ráðstefnugestir tóku virkan þátt í ráðstefnunni og mikl-
ar og skemmtilegar umræður spunnust. Fólk var sammála
um að það væri þarft að færa áhersluna aftur að predik-
uninni og að hlúa þyrfti að þessum mikilvæga þætti í starfi
presta. Predikunarhópar presta eru þróun í rétta átt og
vísbending um að áhugi þeirra og metnaður er mikill þeg-
ar kemur að predikun.
Sjöfn Þór