Víðförli - 01.12.2003, Qupperneq 12

Víðförli - 01.12.2003, Qupperneq 12
12 VÍÐFÖRLI 22. ÁRG. 4. TBL. Tvö áhugaverð guðfræðirit Sigurjón Árni Eyjólfsson, er héraðsprestur í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra. Hann kemur að tveimur guðfræðirit- um sem koma út nú fyrir jólin. Annars vegar er það sið- fræðibók sem yfirskriftina Kristin siöfræði í sögu og sam- tíö - Boðorðin tíu og evangelísk-lúthersk guðfræði og hins vegar rit Marteins Lúthers Um ánauð viljans. Við báð- um Sigurjón að segja okkur aðeins frá þessum ritum. í Kristinni siðfræði í sögu og samtíð leitast ég við að draga upp helstu útlínur kristinnar siðfræði og þeirrar heimsmyndar sem hún endurspeglar í gegnum tíðina og vill halda við og miðla á hverjum tíma. Til að ná þessu marki styðst ég við boðorðin tíu og túlkunarsögu þeirra, en útlegging á þeim einkennir siðfræði evangelísk-lúth- erskrar kirkju og hefur mótað siðfræði hennar og guð- fræði í nær 500 ár. Hvers vegna að gefa út kristna siðfræði ísamtímanum? Sú heimsmynd sem kristindómurinn stendur fyrir og þær siðferðilegu áherslur sem þar er að finna eru þess eðlis að það verður að túlka þær inn í hvern samtíma. í flókinni framsetningu á siðferðilegum vandamálum sam- tímans er nauðsynlegt að menn átti sig á hverjar eru megináherslur kristninnar og grundvöllur siðfræði hennar. Ég kaus að nálgast þetta út frá boðorðunum tíu af tvenn- um ástæðum: Annars vegar vegna þess að þau hafa almenna skírskotun og hins vegar vegna þess hversu auðvelt er að tengja ólíka umræðu við þau. Hverjum er ritið ætlað? Ritið er ætlað öllum sem eru áhugasamir um guðfræði- lega umræðu, guðfræðingum og prestum. Mikil vinna hefur verið lögð í að textinn sé aðgengilegur. Hvað getur þú sagt okkur um rit Lúthers Um ánauð vilj- ans? Ritið er eitt umdeildasta og jafnframt áhrifamesta rit guðfræðisögunnar. Það er hluti af ritdeilu milli Lúthers og Erasmusar frá Rotterdam. Sú deila varðaði grundvöll kristinnar kenningar. Ritið ber gott vitni um skarpa rit- skýringu Lúthers og hugmyndaheim 16. aldar. Auk þess er ritið skólabókardæmi um það hvernig mælskuhefð og mælskulist var notuð í framsetningu guðfræðilegra efna á miðöldum. Ritið er þýtt úr latínu af þeim Jóni Á. Jónssyni og Gott- skálki Þór Jenssyni og þeir unnu líka orðskýringar við rit- ið. Þá er tvöfaldur inngangur að ritinu. Annars vegar fjall- ar Gottskálk Þór Jensson um mælskulist og latínukunn- áttu Lúthers; hins vegar geri ég grein fyrir sögulegri tilurð ritsins og ræði eitt meginstefið í ritinu sem er frelsi mannsins. Hið íslenzka bókmenntafélag gefur bæði ritin út. Rit Lúthers kemur út í ritröðinni Lærdómsrit og er eitt af mörgum guðfræðiritum sem komið hafa út í þeirri ritröð síðustu árin. Ritin eru í prentun þegar þessi orð eru skrif- uð og munu koma út í byrjun desember. Þrettándaakademían Skálholti 2004 - Sköpun, list og tilbeiðsla Mánudaginn 5. janúar 18.00 Aftansöngur 19.00 Kvöldverður 20.00 „Helgihald hvíldardags og musteris i Ijósi sköpunarvitnisburða G.t.“ Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor 22.00 Kvöldsöngur Þriðjudagur 6. janúar 8.30 Morgunverður 9.00 Morgunsöngur 10.00 „Kristsgervingar og gervikristar í listum og helgisiðum" Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur 12.00 Hádegisverður 13.30 „Hin heilaga nærvera í íkonalistinni" Dr. Þétur Pétursson, prófessor 15.00 Kaffi 15.30 „List og tilbeiðsla - fyrir augliti hins heilaga" Sr. Anna S. Pálsdóttir og Sr. Kristján Valur Ingólfsson, lektor 18.00 Hátíðarmessa - sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup þjónar 19.00 Hátíðarkvöldverður 20.30 „Hin heilaga nærvera í kvikmyndum" Árni Svanur Daníelsson, vefstjóri 22.00 Náttsöngur Miðvikudagur 7. janúar 8.30 Morgunverður 9.00 Morgunsöngur 10.00 Samantekt og umræður 12.00 Hádegisverður Skráning er að venju á skrifstofu Skálholtsskóla netfang: skoli@skalholt.is eða í síma 486-8870. Allir sem reynt hafa, vita hversu mikil næring og uppbygging hefur verið að samverum akademíunnar. Við viljum hvetja alla sem tök hafa til þátttöku. Gunnlaugur Garðarson

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.