Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 2

Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 2
2 VÍÐFÖRLI 26. ÁRG. 1. TBL. r Islandsdeild Anglican Lutheran Society stefna verður haldin í Dyflinni á írlandi 7 til 11 september 2007 og er efni hennar Sættir. Verndararfélagsinseru þeirRowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg og Mark S Hansson, forsætisbiskup Myndatexti: Frá fundinum í Grafarvogskirkju Félagið Anglican Lutheran Society hefur verið starfrækt frá árinu 1984. í nóvember var þetta félag kynnt á fundi í Grafarvogskirkju. Gestur fundarins, sr. Dick Lewis, sókn- arprestur við Christ Church & St. Mark’s í Watford, tók sér- staklega fram að þetta félag væri fyrir hinn almenna kirkju- meðlim, vígðan eða óvígðan. Algengast er að einstaklingar sæki um aðild og er það algengast, en einnig er möguleiki fyrir söfnuði í heild að gerast aðili. Markmið félagsins er meðal ann- ars að skapa meiri áhuga og þekk- ingu á sjónarmiðum anglikana og lútherana, skapa möguleika á sam- eiginlegu helgihaldi, námskeiðum og vináttu. Þrisvar á ári er gefið út frétta- bréfið Glugginn og árlega haldnar vandaðar ráðstefnur. Næsta ráð- evangelísku lúthersku kirkjunnar í Bandaríkunum og forseti Lúterska heimssambandsins. Nánari upplýsingar um samtökin má fá á heimsíðu þeirra www.anglican-lutheran-society.org og ef áhugasöm vilja gerast meðlimir þá er skal hafa samband við Mrs. Helen Harding en netpóstur hennar er helen@ccwatford.u-net.com Mörg hundruð messur Þjóðkirkjan starfar um allt land og má áætla að messur og helgistundir yfir jól og áramót hafi verið milli sex og sjö hundruð talsins ef miðað er við dagana 24. - 26. des- ember og áramótin. Þá eru ótaldar messur á aðventu og aðventukvöld sem haldin voru víða. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík og Kópavogi voru Börn úr Melaskóla fiytja helgileik í Neskirkju. (Mynd: SÁÞ) um 160 messur og helgistundir þessa daga, bæði í kirkjum og á sjúkrahúsum, dvalarheimilum og víðar. Upplýsingar frá prófastsdæmum víða um land sýna að víða var messað í öllum sóknarkirkjum prestakalla og helgihaldið skipar jafnmikinn sess þó að söfnuðir séu mannfærri en á þéttbýlustu svæðum. í Þingeyjarprófastsdæmi fengust þær upplýsingar að þar hafi verið 33 almennar guðs- þjónustur þessa daga, í Vestfjarðaprófastsdæmi 40, í Húnavatnsprófastsdæmi 26 og Árnesprófastsdæmi 45. í Múlaprófastdæmi voru 25 messur og helgistund- ir þessa daga sem og í Rangárvallaprófastsdæmi. í Skaftafellsprófastsdæmi voru 18 guðsþjónustur og helgistundir. Það reynist mörgum börnum erfitt að þreyja aðfanga- daginn og því var víða samverustund í kirkjum um eftirmiðdaginn fyrir börnin. Þetta átti við um margar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu en einnig meðal annars á Skagaströnd og í Landkirkju í Vestmannaeyjum. Um allt land er líka messað fyrir fólk sem ekki getur sótt kirkjur af ýmsum ástæðum. Þannig er helgihald um jól á sjúkrahúsum og heilsugæslustofnum, sem og í fangelsum.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (15.01.2007)
https://timarit.is/issue/412909

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (15.01.2007)

Aðgerðir: