Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 4

Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 4
VÍÐFÖRLI 4 26. ÁRG. 1. TBL. r Islenska ríkið og Þjóðkirkjan semja um prestssetur Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Karl Sigurbjörnsson blskup og Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra. (Mynd: ÁSD) í október 2006 undirrituðu biskup íslands Karl Sigurbjörnsson, dóms- og kirkjumálaráðherra Björn Bjarnason og fjármálaráðherraÁrni M. Mathiesen samkomulag milli íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar um prestssetur. Viðræður aðila um þetta mál hafa staðið með hléum undanfarin ár. Samkomulagið verður viðauki við samkomulag sömu aðila frá 10. janú- ar 1997 um afhendingu kirkjujarða til ríkisins og endurgjald ríkisins til Þjóðkirkjunnar vegna þeirra. Þá voru prestssetrin undanskilin og kveðið á um, að síðar yrði tekin afstaða til þeirra. Hefur það nú verið gert. í samkomulaginu eru prestssetur á for- ræði Þjóðkirkjunnar ákveðin og hver þeirra eru ríkiseign. Staðfest er að þær eignir sem Prestssetrasjóður f.h. Þjóðkirkjunnar tók við frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1994 verði þinglýstar eignir Þjóðkirkjunnar. Endurgjald ríkisins vegna samkomulagsins felst í því að árlegt framlag ríkissjóðs í Kirkjumálasjóð er hækkað um 3%. Samhliða þessu falla brott ýmsir liðir á fjárlögum þar sem veitt hefur verið fé til nokkurra verkefna Þjóðkirkjunnar, þannig að heildargreiðslur úr ríkissjóði aukast um 35 milljón krónur á ári. Aðilar að samkomulaginu lýsa yfir því í lok þess „að sú eignaafhending og árleg greiðsla sem á sér stað með sam- komulagi þessu sé fullnaðaruppgjör milli íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar vegna allra prestssetra og hvorugur aðili eigi kröfu á hendur hinum vegna þeirra.“ Kirkjuþing samþykkir stóraukna áherslu á þjónustu og hjálparstarf Stefnumótun á sviði kærleiksþjónustu og hjálparstarfs var samþykkt á Kirkjuþingi 2006. Með henni eru sóknir hvattar til að huga sérstaklega að þeim þætti í þjónustu kirkjunnar er lítur að stuðningi við fólk í erfiðum aðstæðum, og leggja sérstaka áherslu á vinaheimsóknir til þeirra sem eru einangraðir. Hvatt er til samstarfs á þessu sviði milli safnaða og við stofananir og félagasamtök og minnt á nauðsyn þess að sóknirnar leggi fé í þetta starf. Stefnumótun á sviði Kærleiksþjónstu er liður í að framfylgja Stefnu- og starfsáherslum Þjóðkirkjunnar sem samþykkt voru á kirkjuþingi 2003. Samkvæmt henni verður sérstaklega vakin athygli á kærleiks- þjónstu kirkjunnar starfsárið 2006 - 2007 og hvatt til verkefna á því sviði. Steinunn A. Björnsdóttir Kirkjuþing samþykkir fjölskyldustefnu kirkjunnar Á Kirkjuþingi 2005 var lögð fram ályktun um Fjölskyldustefnu kirkjunnarsem starfshópurávegum biskups íslands hafði unnið, byggt á fjölskyldustefnu kirkjunnar frá 1994. Á þinginu 2005 var samþykkt meginstefna skjalsins ásamt með nokkurm ábend- ingum um orðalag og áherslur. Lagt var til að starfshópurinn útfærði þessa stefnu til vors 2006 og leitaði hugmynda hjá sem flestum þátttakendum í starfi kirkjunnar um leiðir og aðferðir til að þessi markmið næðust. Stefnan hefur verið kynnt á fundum víðs vegar um land, héraðsfundum, leikmannastefnu, prófasta- fundi, og á námskeiðum á vegum biskupsstofu. Lokatillaga var lögð fyrir Kirkjuþing 2006. í markmiðum stefnunnar segir: Þjóðkirkjan vill: a) Vera bandamaður fjölskyldunnar, ekki síst barna og þeirra sem minna mega sín. b) Efla kærleika, réttlæti, tryggð, gagnkvæma virðingu og traust innan fjölskyldunnar. c) Styðja trúarlíf innan fjölskyldunnar. d) Stuðla að því að sérhver einstaklingur og fjölskylda finni til ábyrgðar á lífi annarra og samfélaginu öllu. Steinunn A. Björnsdóttir

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (15.01.2007)
https://timarit.is/issue/412909

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (15.01.2007)

Aðgerðir: