Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 6

Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 6
VÍÐFÖRLI 6 26. ÁRG. 1. TBL. Vinaleiðin og þarfir barna Vinaleiðin, sálgæsluþjónusta Þjóðkirkjunnar í nokkrum grunnskólum landsins hefur vakið athygli, réttara sagt gagnrýni um að verið sé að stunda trúboð í skólum. Fræðslusvið Biskupsstofu hefur í samvinnu við Þórdísi Ásgeirsdóttur unnið að kynningu Vinaleiðarinnar. Þar hefur verið lögð ríkuleg áhersla á að um stuðning og sálgæslu er að ræða en ekki trúarlega boðun. Samhengi Vinaleiðarinnar Því til stuðnings er rétt að benda á samhengið. Tvennt skiptir þar máli. Annars vegar eru ýmis teikn á lofti um að íslenskum grunnskólabörnum líði verr en áður. Sagt hefur verið frá auknum kvíða og þunglyndi meðal þeirra. Kennarar hafa áhyggjur af þessari þróun og fagna því þegar þeir fá stuðning við að hlúa að nemendunum. Þá hafa ýmsir, nú síðast forseti íslands lýst yfir áhyggjum af lakari aðhlynningu barna vegna tímaskorts foreldranna. Á s.l. ári stóð Þjóðkirkjan, ásamt forsætisráðuneytinu, Heimili og skóla, umboðsmanni barna og Velferðarsjóði barna að herferð undir heitinu “Verndum bernskuna”. Tilgangurinn var einmitt að styðja foreldra og uppalendur í uppeldishlut- verkinu og hamla gegn versnandi uppeldisskilyrði barna. Vinaleiðin er í raun framhald þeirrar vinnu, tilboð til skólans að sinna vaxandi þörf barna fyrir stuðning. Hitt atriðið varðandi samhengi Vinaleiðarinnar sem vert er að benda á er sú hreyfing sem hófst hér á landi fyrir 15-20 árum og snýr að úrvinnslu á sorg og áföllum. Frumkvöðlar að þeirri vinnu voru ekki síst sjúkrahúsprestar og samtökin Ný dögum. Þessi hreyfing hefur leitttil þess að nú orðið koma prestar og jafnvel annað starfsfólk kirkjunnar að áfallavinnu í flestum grunnskólum landsins. Vinaleiðin er rökrétt framhald þessarar hreyfingar sem hefur miðað að því frá öndverðu að létta byrðar þeirra sem eru að takast á við áföll og sorg. í þessu tilviki eru það börnin. í því sambandi má einnig benda á annað verkefni Þjóðkirkjunnar af svipuðum toga sem boðið er upp á í nánast öllum fram- haldsskólum landsins. Það er fræðsla um sorg og áföll inni í lífsleikni framhaldsskólanna. í raun má segja að gagnrýnendur beini spjótum sínum að þessu verkefni vegna þess að sumum þeim einstakling- um sem tilheyra öðrum trú- eða lífsskoðunarhópum finnst stundum að starfsfólk kirkjunnar sem sækir skólann heim að ýmsu tilefni, sé ekki nógu meðvitað um þau mörk sem ávallt hljóta að vera á þjónustu kirkjunnar við skólann. Það eru mörkin milli fræðslu og kærleiksþjónustu annars vegar og trúarlegrar boðunar hins vegar. Það er vert að hlusta á þá gagnrýni almennt þótt hæpið sé að hún eigi við Vinaleiðina sérstaklega. En hvað er Vinaleiðin? Vinaleiðin er verkefni sem var þróað í samvinnu kirkju og skóla í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum undir forystu Þórdísar Ásgeirsdóttur djákna og kennara. Vinaleiðin er framhald þess samstarfs þegar leitað er til kirkjunnar í tengslum við áföll og missi eins og áður er á minnst. Vinaleiðin er hluti af stoðkerfi þeirra skóla sem bjóða upp á hana. Til stoðkerfis heyra skólastjórn, námsráðgjöf, sál- fræðiþjónusta, skólahjúkrun og sérkennsla. í þjónustu Vinaleiðar felst að eiga samleið með barninu, hlusta, mæta því á sínum eigin forsendum og setja sig í spor þess. Þessi stuðningur er oft nefndur sálgæsla. Þar er reynt að hjálpa barninu til að finna sínar eigin leiðir. Ef um alvarlegan vanda er að ræða er haft samráð innan stoðkerfis skólans og við foreldra/forráðamenn um leiðir. Vinaleiðin er ávallt kynnt foreldrum og forráðamönnum barna og byggir á trúnaði. Þó getur upplýsingaskylda er hefur velferð barnsins að leiðarljósi stundum vegið þyngra en þagnarskyldan og er barninu gerð grein fyrir því. í sálgæslu Vinaleiðarinnar er lögð áhersla á að mæta barninu eins og það er og borin er full virðing fyrir lífsskoð- unum þess. Halldór Reynisson Siðareglur Vinaleiðarinnar • Ætíð skal stuðla að velferð barna og unglinga á þeirra eigin forsendum, svo og að virða þeirra mörk. • Ekki skal fara í manngreinarálit í samskiptum við börn og unglinga, svo sem vegna kynferðis, stöðu, skoðana eða trúar. • Ekki skal stofna til óviðeigandi sambands við börn eða unglinga. • Gæta skal trúnaðar og þagmælsku um hvað- eina sem starfsfólk verður áskynja í starfinu. Þagnarskylda á ekki við þegar mál koma upp er varða ákvæði um tilkynningarskyldu (sbr. IV. kafla Barnaverndarlaga, nr. 80/2002). • Starfsfólk skal ávallt vera upplýst um lög og reglur er gilda um skóla. • Ávallt skal kynna Vinaleiðina fyrir foreldrum/for- ráðamönnum barna. • Vinaleiðin er þjónusta af hálfu Þjóðkirkjunnar við skólabörn, en ávallt á forsendum skólans (sbr. http://kirkjan.is/biskupsstofa/7stefnumal/kirkja_ og_skoli ) og að höfðu samráði við foreldra/for- ráðamenn. • í sálgæsluviðtölum geta trúarleg efni sem hver önnur borið á góma. Slík umræða er þó ávallt að frumkvæði barns eða foreldris/forráðamanns og út frá eigin lífsviðhorfi þess. • Prestar og djáknar er starfa að Vinaleiðinni skulu sækja handleiðslu hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.