Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 10

Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 10
VÍÐFÖRLI 10 26. ÁRG. 1. TBL. Metþáttaka á Landsmóti Æskulýðsfélaga Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar - ÆSKÞ - gerði samning við fræðslusvið Biskupsstofu um að taka að sér alla umsjón og rekstur Landsmóta næstu árin. Þetta var stórt skref fyrir nýstofnað samband en um leið mikilvægt til framtíðar litið. Margir lögðu hönd á plóginn til þess að mótið yrði sem best úr garði gert. Má með sanni segja að vel hafi tekist til í alla staði og greitt hafi verið úr þeim hnökrum sem upp komu fljótt og örugglega. Mótstjórar voru Sr. Hildur Eir Bolladóttir og Magnea Sverrisdóttir djákni ásamt undirritaðri. Metþátttaka var á Landsmóti æskulýðsfélaga en 339 unglingar og leiðtogar lögðu leið sína í Vatnaskóg til kær- leiksríkrar samveru helgina 20.-22. október s.l. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup var heiðursgestur mótsins en hann ávarpaði landsmótsgesti á kvöldvöku á laugardagskvöldinu við mikinn fögnuð allra viðstadda. Yfirskrift mótsins var "Kjóstu kærleikann" XK og var í fyrsta skipti samið sérstakt landsmótslag sem ber sama heiti og yfir- skrift mótsins. Þeirri nýbreytni var komið á að prestar sinntu sálgæsluvakt á mótinu. Er þetta fyrirkomulag í mótun, en nú var sá háttur hafður á að leiðtogunum var sagt frá sálgæslu- vaktinni og að unglingarnir hefðu aðgang að sálgæsluvið- tölum alla helgina, var þetta nýtt að nokkru leiti. Góður hópur presta var á mótinu og voru þeir virkjaðir í þetta ásamt fleiru. Að kynnast ólíkum aðstæðum Fræðsla mótsins miðaði að því að krakkarnir kynntust ólíkum aðstæðum fólks og náðu þannig að skynja að kær- leikurinn kristallast í því að setja sig í spor annarra, að elska fjölbreytileikann og láta aðstæður náungans sig ætíð varða. Markmiðið var skýrt: Að unglingarnir geri sér grein fyrir því að með að kjósa kærleikann eru þau að kjósa Krist - X-K. Þess vegna var kallað til fólk úr ýmsum áttum til að tala um ólíka lífsreynslu sína. Unglingarnir völdu sér síðan lífs- reynsluhópa. Fjallað var um það að vera fatlaður og full- frískur, um fíkn og frelsi, stríð og frið, samkynhneigð og gagnkynhneigð, íslendinga og útlendinga, stráka og stelpur og að gefa og þiggja hjálp. Gestir mótsins voru: Freyja Haraldsdóttir, Vilhjálmur Svan Jóhannsson, Þórir Guðmundsson, Grétar Einarsson, Akeem, Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir og Ármann H. Gunnarsson. Verkstæði, smiðjur og Hjálparstarfssjopppa Eins og fyrri ár voru dagskrártilboð í boði leiðtoganna sjálfra. Úr þeirra smiðju kom m.a trúðasmiðja, brúðugerð, vinabandagerð, söngsmiðja, hljómsveitarsmiðja, táknmáls- smiðja, snyrtismiðja o.fl. Sjoppa var rekin á staðnum eins og áður en ágóðinn rann í fyrsta skipti til Hjálparstarfs kirkj- unnar. Það var æskulýðsfélag Seltjarnarneskirkju sem sá um að reka sjoppuna. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem komu að lands- mótinu á einn eða annan hátt. Þakka leiðtogunum fyrir frábæra frammistöðu og elju alla þessa helgi. Mótstórunum Sr. Hildi Eir og Magneu þakka ég kærlega fyrir samstarfið og styrka stjórn á mótinu. Síðast en ekki síst bið ég góðan Guð að vaka yfir þeim fjölda ungmenna sem sóttu þetta mót og munu sækja mótið á nýju ári. Megi landsmót fram- tíðarinnar efla trú og breytni meðal æsku landsins. Arna Grétarsdóttir, formaður ÆSKÞ

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.