Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 3
VÍÐFÖRLI
JANÚAR 2007
3
Vatnið breytir öllu
Vissir þú að 1.1 milljarðar manna í heiminum skortir aðgang
af hreinu vatni? Um 6 milljónir þeirra búa í Malaví, því að 47%
af þeim 13 milljónum manna sem búa í Malaví hafa ekki
aðgang af hreinu vatni. Þetta eru svo háar tölur að það er erf-
itt að ímynda sér hvað býr þeim að baki. Sex milljónir manna
haf ekki hreint vatn að drekka, hafa ekki vatn til að halda uppi
hreinlæti og hafa ekki vatn til að nota í ræktun eða búskap.
Án vatns er ekkert líf
Að ekki hafa aðgang af hreinu vatni þýðir meðal annars að erfitt
er að ala upp börn. Endurtekinn niðurgangur á unga aldri veldur
vítamín- og næringarskorti. Heftur líkamsvöxtur helst í hendur
við minni andlega getu. Börn eiga verr með að læra og fullorðnir
að vinna fyrir sér. Nær eitt af hverjum fimm börnum sem fæðist í
Malaví deyr fyrir 5 ára aldur. í heiminum öllum deyja fimm sinn-
um fleiri börn af niðurgangi vegna óhreins vatns en úr alnæmi.
Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar höfum við haldið því fram að vatnið
breyti öllu, því fátt er eins dýrmætt og nauðsynlegt eins og vatn,
án því geta hvorki menn né plöntur lifað.
Hvað dropin gerir í Malaví
Við hófum störf í Malaví fyrir 4 árum síðan og við ætlum að
starfa þar áfram. Hingað til hefur verið unnið með um 600
fjölskyldum við að afla vatns til drykkjar, matargerðar og
þvotta. Það er gríðarleg breyting frá því að vera algerlega
háður stopulli rigningu um fæðu og framfæri. Við höfum séð
fiskiræktartjarnirnar, geitahúsin og svínastíurnar, muninn á
uppskerunni þar sem taðið úr skepnunum er borið á. Þetta
er hægt af því fólkið hefur vatn. Verkefnið er frá upphafi
unnið með og af fólkinu sem þar býr. Það leggur fram alla
vinnu enda er það stolt af breytingunum sem hafa átt sér
stað. Fólkið hefur sýnt okkur brunnana, fótstignar pumpur
sem það pumpar vatni út á akrana, vel gerða kamra og
listlega gerða vaska með sápu og þurrkum.
Á næsta ári fer á stað nýtt verkefni í Malaví, þar ætlar
Hjálparstarf kirkjunnar meðal annars að grafa 11 brunna,
byggja 800 kamra, planta 1,8 milljón trjám til að safna
grunnvatni og gefa vatnsbólum skjól, aðstoða yfir 200
fjölskyldum með áveitur og dreifa eins mörgum geitum
og hænum og safnast fyrir. Þetta og margt annað verður
okkar markmið í Malaví á næstu árum og það bíða margar
fjölskyldur spenntar eftir að verkefnið fari af stað.
Margt smátt...
Hjálparstarf kirkjunnar er lítil stofnun sem getur ekki á
skömmum tíma ráðið við vatnsskort 1.1 milljarðs manna.
En með stuðningi þínum, með því að við íslendingar látum
okkur mál annarra varða, þá er hægt að hjálpa mörgum.
Við vonum að þú styðjir jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar,
sem heldur áfram nú í janúar. Hugsaðu um það þegar þú
ferð í bað, vaskar upp eftir matinn og hellir upp á kaffið
hvaða forréttindi það eru að búa á landi sem ekki þekkir
vatnsskort. Vatnið breytir öllu og saman getum við gefið
öðrum möguleika á að kynnast því.
Kveðja frá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Frétt af Skagafjordur.com í desember
Fjölsótt aðventukvöld í
Sauðárkrókskirkju
Það var sannarlega margt um manninn - eða vel á þriðja
hundraðið - á árlegu aðventukvöldi í Sauðárkrókskirkju
síðastliðinn sunnudag enda fastur liður í jólaundirbúningi
margra að sækja kirkju á aðventunni.
Ræðumaður kvöldins var Ólafur Atli Sindrason
kennari við Árskóla. Barnakór kirkjunnar flutti helgileik
en íris Baldvinsdóttir og Rögnvaldur Valbergsson æfa
barnakórinn. Stubbarnir, 10-12 ára krakkar í kirkju-
starfinu, sungu nokkur sígild jólalög með leikrænu
ívafi. Síðast en ekki síst flutti kirkjukórinn aðventu- og
jólasöngva undir stjórn Rögnvaldar organista.
Að dagskránni tæmdri þáðu kirkjugestir piparkökur
og súkkulað í safnaðarheimlinu.
Frétt af BB.is á ísafirði í desember
Húsfyllir á aðventukvöldi
Mikið var um dýrðir að aðventukvöldi í ísafjarðarkirkju í gær,
fyrsta degi aðventu. Margir hafa komið sér upp þeirri hefð að
fara á aðventukvöld við upphaf jólaföstu til að setja sig í hátíð-
arskap fyrir þá tíð sem að höndum fer. Mjög vel var mætt á
gærkvöldi sem endranær og nánast fullt út úr dyrum. Ekki voru
atriðin sem boðið var upp á af verri endanum, Sunnukórinn
og kór ísafjarðarkirkju fluttu aðventu- og jólalög við undirleik
strengjasveitar Tónlistarskóla ísafjarðar. Stjórnendur voru þau
Ingunn Ósk Sturludóttir og Janusz Frach. Karlakórinn Ernir
söng ásamt drengjakór undir stjórn Beötu Joó við undirleik
Huldu Bragadóttur. Harmonikkufélag Vestfjarða og Tríó Villa
Valla tóku nokkur vel valin lög. Bræðradæturnar Hildur María
Halldórsdóttir og Agnes Ósk Marselíusdóttir léku á þverflaut-
ur við eitt lag hjá Karlakórnum við undirleik systradætranna
Margrétar Gunnarsdóttur á píanó og Huldu Bragadóttur á
orgel. Séra Magnús Erlingsson og fermingarbörn lásu upp
fyrir gesti og í lokin sameinuðust kórarnir og tónlistarfólkið
saman í söng við ákafan fögnuð viðstaddra.