Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 13

Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 13
VÍÐFÖRLI JANÚAR 2007 13 „Frankl sat á unga aldri árum saman í fangabúðum nas- ista og notar reynslu sína þaðan sem undirstöðu kenninga sinna. Frásögnin úr fangabúðunum hefur fyrst og fremst þann tilgang að færa sönnur á kenningarnar en ekki að rekja hörmungar fangabúðarlífsins. Páll Skúlason prófessor í heimspeki skrifar formála að íslensku útgáfunni og segir þar m.a.: „Að axla ábyrgð sína á hinu hverfula augnabliki lífsins og finna hvað gefur því gildi. Það er að þeim tilgangi lífsins sem við skulum leita.“ Hólmfríður K. Gunnarsdóttir íslenskaði. Byltingarkonan sem ekkert aumt mátti sjá JPV útgáfa hefur gefið út bók um Ólafíu Jóhannsdóttur eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. í kynning segir meðal annars: „Ólafía Jóhannsdóttir fæddist árið 1863 á Mosfelli í Mosfellssveit. Henni var ungri komið í fóstur í Viðey og síðar til móðursystur sinnar, Þorbjargar Sveinsdóttur Ijósmóður í Reykjavík. Hjá þeirri óvenjulegu konu óx hún úr grasi. Saga Ólafíu er samofin sögu íslenskra kvenna á ofanverðri nítjándu öld og fram fyir aldamótin 1900. Hún er jafnframt saga skapríkrar konu sem fór ævinlega sína leið og þegar öll sund virtust lokuð fann hún frelsi sitt og lífsbjörg í trú á kærleiksríkan Guð. í krafti þess gerði hún sér heimili meðal vændiskvenna, fátæklinga og drykkjumanna í Ósló.“ Guð er sá, sem talar skáldsins raust „Guð er sá, sem talar skáldsins raust“ eftir Torfa K. Stefánsson Hjaltalín kom út hjá Flateyjarútgáfunni árið 2006. Undirtitillinn er: Trú og hugmyndafræði frá píetisma til rómantíkur. í þessari bók er fjallað um íslenskan trúararf eftir siðbót, einkum á tímabilinu 1700 - 1850. Stærstur hluti bókarinnar fjallar um upplýsingastefnuna. Meðal annars er rakin ádeila upplýsingar á gamlan trúararf og greint frá átökum vegna tilrauna hinnar nýju stefnu til að endurnýja trú landsmanna. Að lokum er fjallað um sigur hinnar þjóðernissinnuðu og Ijóðrænu rómantísku stefnu yfir alþjóða- og nytjahyggju upplýsignastefnunnar. Meginniðurstöður eru þær að upp- lýsingastefnan hafi haft tiltölulega lítil áhrif á trúarlíf lands- manna. Ástæður þess hafi annars vegar verði sterk staða eldri trúararfs og hins vegar andóf þeirra sem aðhylltust rómantísku stefnuna. Bænabókin Bænir á kosningadag, bænir fyrir stjórnmálum og fjölmiðl- um er að finna Bænabókinni, leiðsögn á vegi trúarlífsins, eftir Karl Sigurbjörnsson biskup íslands, sem er nýkomin út. Bókin veitir leiðsögn þeim sem vilja fræðast um bæn og þroska trúarlíf sitt. Hún hefur að geyma fjölda bæna, gam- alla og nýrra. Þar er ofið saman fortíð og nútíð, reynsluheimi kynslóðanna og veruleika nútímafólks. Þarna er að finna þekktar kvöldbænir, morgunbænir og borðbænir en einnig bænir í sérstökum aðstæðum, bæði gleði og sorg og amstri daglegs lífs. Bænabókin inniheldur einnig skriftarspegil, bæn til íhugunar og sjálfsskoðunar, fyrirbænir sem og leiðbeiningar við helgistundir við ýmsar aðstæður. Skálholtsútgáfan gefur Bænabókina út. Mikið er lagt í útlit og umbrot bókarinnar, sem er hönnuð af mynd- listarkonunum Björgu Vilhjálmsdóttur og Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Óhætt er að fullyrða að þetta sé stærsta og viðamesta bænabók sem komið hefur út hér á landi. Hvernig verður karlmennska til? Höfundurinn, dr. Kjartan Jónsson prestur, leitast við að svara þessari spurningu í doktorsritgerð sinni sem hann varði við félagsvísindadeild Háskóla ísland. Bókin „Pokot Masculinity, the Role of Rituals in Forming Men“ fjallar um það hvernig karlmennska og gildismat karl- manna mótast og flyst frá einni kynslóð til annarrar á meðal Pókot-manna í Kenýu og hvaða gildi eru mik- ilvægast í lífi þeirra. Höfundur bjó og starfaði á meðal Pókot-manna í rúm ellefu ár sem prestur og rannsakaði líf þeirra og trúarbrögð, sérstaklega þau ritúöl sem þeir ganga í gegnum frá vöggu til grafar en þau móta pilta og karlmenn meira en nokkuð annað. Innvígsluritúöl eru mikilvægust, sérstaklega umskurn, því að þá dvelja ungir menn í sérstökum búðum utan við líf samfélagsins í allt að þrjá og hálfan mánuð þar sem þeir dvelja eingöngu með fullorðnum karlmönnum sem innprenta þeim gild- ismat og lífshætti karlmanna. Öll umfjöllun um Pókotmenn er sett í samhengi við afrísk trúarbrögð og kenningar mannfræðinga og trúar- bragðafræðinga um ritúöl. Ritgerðin er framlag til karl- mennskurannsókna en gerð er grein fyrir stöðu þeirra bæði á Vesturlöndum og í Afríku. Ritgerðin er á ensku og fæst í Bóksölu stúdenta. Saga biskupsstólanna í íslensku samfélagi Viðfangsefnið er dramatísk saga kirkjunnar. Staldrað verður við áfanga í þróunarsögu kirkjunnar á fyrri helmingi námskeiðsins; hvernig kirkjuvald þróast ann- ars vegar á Hólum og hins vegar í Skálholti. Gerð verð- ur grein fyrir skólum og prestum, klaustrum og kirkjum, efnahagslegri undirstöðu og fjölþættri starfsemi á sviði mennta og menningar. Á seinni hluta námskeiðsins verður fjallað sérstaklega um siðbótahreyfinguna á 16 öld og þróun kirkjunnar í lútherskri tíð á næstu öldum. Sagt verður frá breyttri stöðu kirkjunnar í íslensku samfélagi, frá skólahaldi og bókaútgáfu, samskiptum við Danaveldi, menntum og menningu.. Til grundvallar er bókin Saga biskupstól- anna sem nýlega er komin út. Kennarar:Gunnar Kristjánsson,prófasturáReynivöllum í Kjós og Óskar Guðmundsson, rithöfundur. Upplýsingar veittar hjá EHÍ, www.endurmenntun.is

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.