Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 9

Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 9
JANÚAR 2007 VlÐFÖRLI 9 s r Hörður Askelsson fær Islensku bj artsýnis ver ðlaunin HörðurÁskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnarfékk íslensku Bjartsýnisverðlaunin 2006. í tilkynningu segir að Hörður hafi hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín, sem oftar en ekki hafi einkennst af bjartsýni og þori. Hann hafi verið atkvæðamikill við kynningu á íslenskri kirkjutónlist, frum- flutt fjölda verka og komið fram á tónlistarhátíðum heima og erlendis, bæði sem orgelleikari og kórstjóri. í þakk- arávarpi sínu minntist Hörður föður síns, Áskels Jónssonar organista og söngstjóra á Akureyri sem hann tileinkar verðlaunin og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju sungu lag Áskels, Betlehemsstjarnan og annað eftir verðlaunahaf- ann, Jólagjöfin. Frá 1982 hefur Hörður verið organisti Hallgrímskirkju í Reykjavík og forgöngumaður í uppbyggingu listalífs þar. Hann stofnaði Listvinafélag og Mótettukór Hallgrímskirkju árið 1982. Hörður er einnig stofnandi og stjórnandi Scola Cantorum. Með kórum sínum hefur Hörðurtekið þátt í mörg- um tónlistarhátíðum og unnið til verðlauna í alþjóðlegum samkeppnum. Hann hefur stjórnað flutningi margra óratóría, m.a. með Sinfóníuhljómsveit fslands. HörðurÁskelsson hefur kennt orgelleik og kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar og á árunum 1985-1995 var hann lektor í litúrgískum söngfræð- um við guðfræðideild Háskóla íslands. Hann tók við stöðu söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar haustið 2005. Alcan á íslandi er bakhjarl bjartsýnisverðlaunanna, sem áður voru kölluð Bjartsýnisverðlaun Bröstes. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands er verndari þeirra og afhenti hann Herði verðlaunin, verðlaunagrip úr íslensku áli og eina millj- ón króna í verðlaunafé. Steinunn A. Björnsdóttir Hörður Áskelsson stýrir söng í Hallgrímskirkju (ÁSD) Ungmenni fræðast um þrenninguna Helgina 6.-8. október 2006 stóðu Kristileg skólasamtök (KSS) fyrir skólamóti í Vatnaskógi fyrir ungmenni á aldrinum 15-20 ára. Alls tóku um 100 ungmenni þátt í mótinu sem þótti takast vel. Þema helgarinnar var Heilög þrenning og voru þrjú 30 mínútna erindi flutt um hvern hluta þrenningarinnar. Sr. Guðni Már Harðarson fjallaði um Guð - skaparann, Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir um Jesú - frelsarann og Salvar Geir Guðgeirsson guðfræðingur um Heilagan anda - huggarann. Sjö umræðuhópar fóru síðan fram á morgn- anna þar sem ungmenninn ræddu saman um þríeinan Guð. Stjórnendur umræðuhópanna voru: Björgvin Þórðarson framkvæmdastjóri Háteigskirkju, Helga Magnúsdóttir starfsmaður í sendiráði Bandaríkjanna, Guðni Már Harðarson skólaprestur, Salvar Geir Guðgeirsson guðfræðing- ur, Hermann Ragnarsson háskólanemi, Magnús Viðar Skúlason þjónustustjóri og Elín Njálsdóttir kennari Dagskráin var skipulögð af stjórn KSS en hana skipa fimm mennta- skólanemar: Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, Anna Lilja Einarsdóttir, Kristjana Kristinsdóttir, Hilmar Jónsson og Perla Magnúsdóttir í boði voru ýmis verkstæði, stuttmyndagerð, danshóp- ur, sönghópur, íþróttir og svo auðvitað mikill frjáls tími. Heimasíða Kristilegra skólasamtaka er www.kss.is Guðni Már Harðarson

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (15.01.2007)
https://timarit.is/issue/412909

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (15.01.2007)

Aðgerðir: