Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.2000, Page 14

Bæjarins besta - 21.12.2000, Page 14
Hér er skúta Ashkenazys á siglingu undir íslenskum fána. Það er reyndar ekki alveg kórrétt að vera með íslenska fánann uppi, vegna þess að ennþá hefur hún ekki fengist skráð á ís- landi, þrátt fyrir baráttu við kerfið á annað ár. Þórunn Jóhannsdóttir teiknaði merkið á seglinu. I Tyrklandi á síðasta hausti. Hér eru Ashkenazy-hjónin við skútuna ásamtjáhöfninni. Hér er skútan með breskan siglingafána. Skipstjórinn er frá Suður-Afríku en kokkurinn er að sjálfsögðu franskur. Ashkenazy-hjónin ásamt Magnúsi Alfreðssyni, eiginmanni Aslaugar, í Holtsfjöru sumarið 1995. orðin einkabílstjóri á flottum bflum. Þetta var skemmtilega fjölbreytt að vera barnapía og ráðskona hjá Ashkenazy-fjöl- skyldunni“, segir hún. Tengsl viö Rússland á ný Eiginkona Dimitris Þórs er svissnesk og þau tala ævin- lega frönsku saman. Annars er hann vel mæltur á fimm tungumál - auk frönskunnar talar hann þýsku, ítölsku, ensku og íslensku, en sagðist ekki vera mjög sleipur í rúss- nesku, tungumáli feðra hans. A æskuheimili hans var töluð enska en íslenskar bamfóstrur töluðu íslensku við börnin. Foreldrar hans hafa líka verið búsettir í Sviss í meira en tuttugu ár. Dimitri hefur ekki mikil tengsl við Rússland en hefur komið þangað nokkr- um sinnum á seinni árum. Hann kom þangað í fyrsta sinn til ættmenna sinna árið 1989 eftir fall kommúnismans. Vladimir eldri hafði þá ekki komið þangað í 26 ár en grunnt var á því góða milli hans og stjórnvalda í Sovét- ríkjunum sálugu. Með íslenskt vegabréf Dimitri Þór telur sig einna helst Svisslending en hann er þó með íslenskt vegabréf, rétt eins og foreldrarnir og öll syst- kinin. Hann má þó ef til vill fyrst og fremst kallast heims- borgari líkt og fjölskyldan öll. Segja má að Dimitri sé alinn upp á ferðalögum um heiminn mörg fyrstu ár ævinnar. For- eldrarnir voru stöðugt á ferð og flugi og reyndu að hafa börnin sem mest með sér á meðan þau voru ekki enn komin á skólaaldur og höfðu því barnfóstrur með. Hins vegar var jafnan reynt að sam- eina fjölskylduna um það leyti sem þrjú af börnunum áttu afmæli, en það var áttunda, tíunda og ellefta október. Þau Þórunn og Vladimir Ashkenazy voru með aðal- bækistöðina í Reykjavík á þeim árum þegar Áslaug var barnfóstra og einkabílstjóri hjá þeim og þar voru eldri krakkarnir í skóla. Á þeim tíma var ráðskona hjá þeim Margrét heitin móðir Ás- björns apótekara hér á Isafirði. Hún annaðist eldri börnin og sá til þess að þau fengju eitt- hvað hollt og gott að borða, rétt eins og Áslaug nokkru síðar. Segja má að Margrét hafi verið eins konar amma á heimilinu og ekki síst var mjög kært á milli hennar og Dimitris. Reyndar notaði Dimiiri tækifærið um daginn að heilsa upp á Ásbjörn apótekara. Dimitri sagði að Ásbjörn væri alveg eins og mamma hans og Ásbjörn sagði að Dimitri væri alveg eins og pabbi hans. Það má til sanns vegar færa, því að ungi maðurinn minnir afar mikið á pabbann í útliti. Gagnkvæmar heimsóknir Mikið samband hefur verið milli Áslaugarog Ashkenazy- fólksins eftir að hún hætti að vinna hjá þeim. Þar má nefna, að þau Þórunn og Vladimir komutil ísafjarðarbæði 1995 og 1999 og gistu hjá henni og fóru með Áslaugu og Magnúsi manni hennar í bfltúra hér um svæðið. Þau hafa líka boðið Áslaugu og Magnúsi til sín, þar sem þau hafa lifað í vel- Iystingum praktuglega. í fyrrahaust fóru þau til Frakk- lands og dvöldust í fornurn kastala semAshkenazy-fólkið á þar og nú í haust fóru þau til Tyrklands og fóru meðAshke- nazy-hjónunum áglæsisnekk- ju sem þau eiga í siglingu í vikutíma um innanvert Mið- jarðarhaf. Þó að Ashkenazy-hjónin séu með fasta búsetu í Sviss eru þau öðru hverju í kastalan- um í Frakklandi og stundunr í sumarhúsi í Finnlandi og víðar þar sem þau eiga sér afdrep eftir því sem henta þykir. T ón- leikahald og ferðalög Ashke- nazys krefjast mikillar skipu- lagningar, svo að líkast er því að reka fyrirtæki. Snekkjan góða Snekkja Ashkenazy-hjón- anna er hin glæsilegasta og vel búin og gengur fyrir segl- um eða dísilvél eftir atvikum. Þau leigja hana út hálft árið en að öðru leyti notar fjöl- skyldan skútuna eftir því sem tími leyfir. Skútan er mikið skip og því var vel rúmt þar um borð um tvenn hjón og fjögurra manna áhöfn. Þau Áslaug og Magnús fóru flug- leiðis til Istanbul með við- komu í London og þaðan áfram til strandar í Tyrklandi. Þennan vikutíma var mest verið á siglingu með ströndum en tvisvar komið í höfn. Ann- ars var mikið verið að synda í sjónum og gera hreint ekki neitt og hafa það gott. Merkið á stórseglinu á skút- unni og á bolunum sem áhöfn- in klæðist er samansett úr flygli og skútu og teiknað af Þórunni Jóhannsdóttur. Um borð í skútunni er að sjálf- sögðu flygill enda sleppir Ashkenazy því aldrei nokkurn einasta dag ársins að æfa sig. Skráningin á íslandi gengur illa Það er vilji þeirra hjóna að fá skútuna skráða á Islandi en það gengur ekki þrautalaust að koma því í gegn hjá Sigl- ingastofnun. Svo virðist að kerfið virki bæði seint og illa og segir Áslaug að búið sé að senda stofnuninni gögn íkíló- avís en ekkert gengur. Ashke- nzy vill endilega að skútan sé skráð í Reykjavík, heimaborg Þórunnar, og sigli undir ís- lenskum fána. Málið hefur farið manna á milli innan stofnunarinnar, segir Áslaug, en nú er sami maðurinn búinn að vera með málið í sínum höndum meira en hálft ár án þess að nokkuð gerist. Það er tæplega hægt að hæla þessari stofnun fyrir lipra þjónustu, segir Áslaug, sem hefur mest staðið í þessu máli fyrir Askhenazy. Þessi mynd tók Aslaug í Israel árið 1976 þegar lii'in var barnfóstra hjá Asklienazy-fjölskyldunni: Þórunn, Vladimir eldri, Dimitri, Nadia situr undir Soniu litlu, og Vladimir yngri. £mdim okkffli beÁtii óikvi im gfáilega jóA- oq uýámliMjuó' oq þöklam cuwó ím m aó' luóa. FRYSTIKERFI ehf V Suðurgötu 9 ísafirði Sparisjóður Önundarfjarðar Hafnarstrœti - Flateyri Fiskmarkaður Suðurnesja Sindragötu 11 - Isafirði Hafnarbúðin Olíufélag útvegsmanna hf. Hafnarhúsinu við Suðurgötu ísafirði - Sími 456 3245 Freyjugötu 1 - Suðureyri 'Téóteí jádffnbm f SdljUntoncfi — 'ládfúubi Sírni 456 4111 14 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.