Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.2000, Page 20

Bæjarins besta - 21.12.2000, Page 20
bækur * Eg stjórna ekki leilbmm Iðunn hefur sent frá sér bókina Ég stjórna ekki leiknum eftir Jón Hjart- arson. í kynningu for- lagsins segir: „Tölvuleik- ir og stelpur er það sem Geira er efst í huga þótt samræmdu prófin nálgist óðum - en á árshátíðinni gerist atburður sem um- byltir öllu lífi hans. Skap- ið hleypur eitt andartak með hann í gönur og hann hefði aldrei getað órað fyrir afleiðingunum. Áður en hann veit af er hann á leiðinni út á land, í ókunnugt umhverfi, til ættingja sem reynast búa yfir leyndarmálum sem enginn vill draga fram í dagsljósið. Til að fá svör við spurningum sínum þarf Geiri að leysa af hendi einstæða þrekraun.“ Einar Bene- diktsson III Iðunn hefur gefið út bók- ina Einar Benedikts- son - Ævisaga III eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing. Þetta er þriðja og síðasta bindi þessa mikla verks. í kynningu frá forlaginu segir: „Enginn íslenskur athafnamaður átti sér stærri drauma í upphafi aldar en Einar Bene- diktsson, ekkert skáld hugsaði hærra, enginn persónuleiki var stór- brotnari og margslungn- ari. Slíkir menn hverfa ekki þegjandi og hljóða- laust af sjónarsviðinu og kannski var Einar aldrei stærri í sniðum en eftir að halla tók undan fæti í lífi hans - skuldum vaf- inn heimsborgari sem lauk að lokum ævinni á afskekktum sveitabæ." Úr sól og eldi Iðunn hefur gefið út bókina Úr sól og eldi sem er saga Rögnu Bachmann sem víða hefur komið við á lífs- leiðinni, eftir Oddnýju Sen. í kynningu forlags- ins segir: ,,Úr sól og eldi er í senn saga heims- konu og hvunndags- hetju. Ung kvaddi Ragna æskuslóðir sínar í Vesturbænum með erfiða reynslu að baki og hélt út í heim. í Svasí- landi og á Sri Lanka, á Jótlandi og í Jóhann- esarborg, í Belgíu og Botsvana, í Reykjavík og víðar hefur hún kynnst spennu hins Ijúfa lífs, ratað í ótrúlegar raunir en jafnframt fundið dýpstu gleði.“ Öldin fimmtánda Iðunn hefur gefið út bókina Öldin fimmtánda en það er sautjánda bind- ið í hinni vinsælu ritröð Aldirnar sem hóf göngu sína fyrir hálfri öld. Óskar Guðmundsson er höf- undur bókarinnar. í kynn- ingu forlagsins segir: „Fimmtánda öldin hefur stundum verið kölluð hin myrka öld Islandssögunn- ar, öld sem fáir vita mikið um og hefur verið sveipuð dulúð og leynd í hugum margra. En öldin var ekki atburðasnauð, öðru nær. Höfðingjar riðu um héruð með yfirgangi og tókust ár, sægreifar söfnuðu auði og kvenskörungar eins og Ólöf ríka voru áberandi í íslensku þjóðlífi." Hættuleg kona Iðunn hefur sent frá sér bókina Hættuleg kona sem fjallar um lífshlaup listakonunnar Kjuregej Alexöndru Argunovu. Sú- sanna Svavarsdóttir ef höfundur bókarinnar. í kynningu forlagsins segir: „Kjuregej Alexandra segir hér frá óvejulegu lífs- hlaupi sínu, frá örlaga- þrungnum uppvexti sínum í Jakútíu, einu fjarlægasta landi gömlu Sovétríkj- anna, þar sem líf á sam- yrkjubúum, oft við óblíðar aðstæður, og skólaganga fjarri heimahögum var hlutskipti hennar hennar. Eftir það þá leiðin í Leik- listarháskóla í Moskvu, þar sem ástin greip í taumana og leiddi hana alla leið til íslands þar sem ævintýri og átök biðu hennar.“ Stúlkan sem elskaði Tom Iðunn hefur gefið út skáld- söguna Stúlkan sem elskaði Tom Gordon eftir hinn sívinsæla sþennu- sagnahöfund Stephen King. í kynningu forlags- ins segir: „Hin níu ára gamla Trissa er á stuttri gönguferð með fjölskyldu sinni þegar hún gerir ör- lagarík mistök sem leiða hana inn í skelfingarver- öld eyðiskógarins. Alein þarf hún að takast á við óvægin náttúruöfl, hel- svart myrkrið og eigin vonleysi og ótta - og í skóginum er eitthvað íhugnanlegt á sveimi, eitthvað sem skilur eftir sig eyðileggingu og dauða - og það kemur nær og nær og dregur hring um hana. Eina haldreipi hennar erTom Gordon, sem er þó órafjarri ungu telpunni sem berst fyrir lífi sínu.“ Láttu ekki smámálin ergja þig Forlagið hefur sent frá sér bókina Láttu ekki smámálin ergja þig eftir Richard Carlson. í kynningu útgáfunnar segir: „Þetta er vinsæl- asta bók síðari ára, met- sölubók um víða veröld. Hinn kunni bandaríski sálfræðingur sýnir hér hvernig greiða má á ein- faldan og auðveldan hátt úr streituflækjunni sem alltof mörg okkar hafa komið sér í. í hundrað stuttum, bein- skeyttum og greinargóð- um köflum skýrir hann út nauðaeinfaldar að- ferðir við að vinna bug á aðstæðum sem valda streitu og temja sér yfirvegun og rósemi.“ Háskaflug Hörpuútgáfan hefur sent frá sér nýja bók eftir metsöluhöfundinn Jack Higgins sem ber heitið Háskaflug. í kynningu útgáfunnar segir: „Háskaflug er sann- kölluð flughetju-saga með öllum þeim ógnum og skelfingar-augna- blikum, sem her- flugmenn einir upplifa. Sagan segir frá banda- rísku tvíburabræðrun- um, Harry og Max kelso sem voru aðskildir í æsku. Þeir voru um tví- tugsaldur í byrjun síð- ustu heimsstyrjaldar og báðir flugmenn, Max í flugher Þjóðverja og Harry í flugher Breta. Þar lenda þeir bræður í flugorrustum í nágvígi. Annar fær það verkefni að myrða Eisenhower, hinn að drepa Hitler. Hvorugur gat séð fyrir þær djöfullegu aðstæð- ur sem biðu þeirra um það bil sem innrás herja bandamanna í Norm- andí vofði yfir.“ Máttur bænarinnar Hörpuútgáfan hefur endurútgefið bókina Máttur bænarinnar eftir hinn þekkta kennimann Norman Vincent Peale. í kynningu útgáfunnar segir: „Norman varð fyrst kunnur hér á landi þegar bók hans „Vörð- uð leið til lífshamingju" kom út árið 1965. Bæn- irnar í bókinni gáfu Peale kjark og kraft til að takast á við lífið. Sömu reynslu hafa hinir fjölmörgu lesendur hans upplifað.Þessi ágæta bók hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið og er því nú endurútgefin." Lionsmenn að störfum við skötuna. Lionsklúbbur fsafjarðar safnar fé til líknarmála Skötusalan góð tekjulind - skatan fær meðmæli reyndra manna og annarra Félagar í Lionsklúbbi ísa- fjarðar hafa að undanförnu verið duglegir við að veiða, verka og selja skötu. Að sögn S veins Guðbjartssonar hjá Li- onsklúbbnum er skatan verk- uð af kunnáttumönnum og hefur hún fengið góðar við- tökur reyndra manna. „Bæði hafa vel fullorðnir menn og þeir sem yngri eru rnælt með skötunni", segir Sveinn. Salan hefur gengið vonum framar. „Við pökkum sköt- unni og sendum hvert á land sem er. Töluvert magn hefur verið sent á Norðurland og hafa viðtökur verið frábærar". segir Sveinn Guðbjartsson. Þeim sem vilja kaupa skötu af Lionsmönnum er bent á að hafa samband við Svein í síma 863-3872. Lionsklúbbur Isafjarðar gefur reglulega fé til líknar- mála. „Við höfum gefið til Bræðratungu, Fjórðungs- sjúkrahússins, dvalarheimilis eldri borgara á ísafirði og fleiri slíkra stofnana. Skötusalan verður okkar aðaltekjulind í ár en ekki er búið að ákveða hvert peningarnir fara að þessu sinni. Við ætlum fyrst að sjá hversu mikið safnasf‘, segir Sveinn. r r Uthlutun úr Menningarsjóði Landsbanka Islands hf. Tveir hæstn styrk- imir til Vestfjarrtii Fyrir skömmu var úthlutað átta styrkjum úr Menningar- sjóði Landsbanka Islands hf. til ýmissa verkefna og komu tveir þeir hæstu til Vestfjarða. Gamla Apótekið á ísafirði fékk 350.000 króna styrk til reksturs menningarhúss og Lionsdeild Reykhólahrepps fékk 270.000 króna styrk til kaupa á tækjum fyrir vist- heimilið Barmahlíð á Reyk- hólum. Heimilið gerir öldr- uðum heimamönnum fært að dveljast í heimabyggð. Aðrir sem hlutu styrk: Coll- egium Musicum fékk 250.000 kr. til að rannsaka kveðskap, nótur og lagboða sem t'mnast í handritasöfnum Jóns Sig- urðssonar forseta. Kammer- sveit Reykjavíkur fékk kr. 200.000 til að gefa út á geisla- diskurn Brandenborgarkon- serta Bachs. Papeyjarferðir fengu 200.000 kr. til viðhalds á Papeyjarkirkju. Skáksam- band íslands fékk 200.000 kr. vegna Landsmótsins í skóla- skák sem haldið verður í maí. Héraðsskjalasafn Austfirð- inga fékk 150.000 til að gefa út Sókna- og sýslulýsingar. Ný bók eftir Guimlaug Ingimarsson á ísafirði Litlar sögur af góðu fólki Gunnlaugur Ingimarsson á ísafirði (Gulli sendill) hefur gefið út bók fyrir jólin líkt og fleiri. Þar segir hann litlar sögur af ýmsu fólki sem hann þekkir. Þar á meðal er gamansaga um Gísla Hjartarson, kunningja hans, sem einmitt gaf líka út bók með gamansögum fyrir jólin. Þegar Gísli frétti af bókinni hans Gulla sagði hann: Nú er ég í vondum málum. Nú er ég heldur betur búinn að fá sam- keppni! I samtali við Bæjarins besta kvaðst Gunnlaugur áður hafa gefið út sex bækur. Kannski má líka búast við svolítilli bók fyrir næstu jól. Stafsetningin í bókinni er mjög persónu- leg og nokkuð torráðin á stundum. Farið er frjálslega með opinberar reglur þar að lútandi líkt og sést hefur hjá frægari rithöfunum. í bók- inni eru líka kaflar urn mál- efni fatlaðra og um fræðslu fyrir þroskahefta. Bókin hans Gulla er 16 síður og fæst bæði í Bókhlöðunni og í Hamraborg á Isafirði og kostar 500 krónur. Giinnlaugur Ingimarsson með nýju bókina. 20 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.