Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Síða 11

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Síða 11
• Allir menn eru skapaðir af Guði og Kristur býður okkur að elska náunga okkar. • Að það er staðreynd að margir þarfnast hjálpar vegna alnæmis. • Að allir kristnir menn skuli sýna þeim er líða vegna alnæmis sannan náungakærleika og samúð. Hvað gerðist svo í framhaldi af prestastefnusamþykktinni og hvatningu framkvæmdanefndar Alkirkjuráðs frá árinu 1986 um að auka sálgæsluþjónustu við einstaklinga er ættu erfitt vegna alnæmis? Eg veit ekki til að neitt afgerandi hafi gerst eða breyst. En er það þá ekki verð- ugt verkefni að fara að gera þessi orð að veruleika og framkvæma þá ætlun sem í þeim felst? Ymsir virðast álíta, að það sé ekki í verkahring kirkjunnar að skipta sér af málum sem flokkast fremur undir heil- brigðiskerfið eða hinn félagslega geira en andleg málefni. Kristin kirkja í vel- ferðarríki þurfi ekki að taka þátt í slíku veraldarvafstri. Þetta tel ég alrangan hugsunarhátt. Kirkjan á að vera mitt í lífinu, þar sem fólkið er. Fjöldskyldu- þjónusta kirkjunnar, sem hóf starfsemi sína fyrir nokkrum árum er gott dæmi um slíkt starf kirkjunnar úti í hinu daglega lífi. Hún hefur, svo ekki verður um villst, sannað þörfina fyrir slíka þjónustu, og að fólk þiggur hana þakklátum huga, því mjög margir leita til hennar. Fyrir tveimur árum spurði ég forstöðu- mann Fjölskylduþjónustu kirkjunnar hvort einhverjir hefðu leitað aðstoðar vegna alnæmisvanda í fjölskyldu sinni, en hann kvað nei við. Mér fannst það svar mjög sorglegt, því ég hef enga trú á því að þær fjölskyldur sem lifa í návígi við alnæmi, hafi eitthvað minni þörf fyrir þjónustu slíkrar stofnunar en aðrar fjöl- skyldur í vanda. Mig grunar að skýring- una sé að finna annars staðar. Hana sé að finna í þeim fordómum sem fólk óttast að mæta frá kirkjunni. Þá á ég við kirkjuna sem þá stofnun, sem birtist almenningi í formi hins hefðbundna helgihalds og ýmis konar starfi og stjórnsýslu. Þá kirkju sem við langflest tilheyrum og hefur í ríkari mæli en margur gerir sér grein fyrir, haft áhrif á íslenska menn- ingu og þjóðlíf. Hún á sæti í hugum fólks, meðvitað og ómeðvitað og skoðun hennar skiptir okkur máli, hvort sem við viljum viðurkenna það eða ekki. Þess vegna er þögn hennar um alnæmi og þær spurningar sem alnæmi vekur svo slæm. Þögn, sem ég tel að stafi af því að hún hefur enn ekki gert upp við sig ákveðna þætti er snerta samkynhneigð og þar með tengsl við alnæmi. Því þegir hún og þögn hennar er hávær. I þögninni felst ásökun, í þögninni felst höfnun, í þögninni felst falskur friður. Sjúkdómurinn alnæmi hefur verið gerður óhreinn með fordómum og fá- fræði og þessir fordómar byggja að miklu leyti á viðhorfum sem er haldið fram í nafni kristinnar trúar og þeirri vanþóknun sem kirkjan hefur sýnt samkynhneigð og þar með samkyn- hneigðum. Þess vegna er það aðeins á færi kirkjunnar að hreinsa sjúkdóminn alnæmi af fordómunum sem hann hefur mætt. Kirkjan þarf að ganga fram og létta þeirri byrði af fólki, sem felst í því að bera fordóma í ofanálag við sjúk- dóminn. Það þarf að heyra hana segja, líkt og Kristur sagði við hvern þann særðan og þreyttan mann er hann mætti á veginum: Þú ert velkomið til mín, barnið mitt. Hvað viltu að ég gerijyrir þig? Einu sinni heyrði ég góðan mann flytja prédikun. Hún var skorinorð og spurði áleitinna spurninga um afstöðu eða öllu heldur afstöðuleysi kirkjunnar og þögn gagnvart samkynhneigð. Hann spurði, hvort kirkjan gæti ekki rétt út hönd og mætt þeim fyrr, sem lifðu í skugga alnæmis. Hvort þeim ætti ekki að geta fundist þeir velkomnir áður en komið væri að því að jarðsyngja þá? Þarna er kvikan. Þeir sem lifa með hiv- jákvæðni og alnæmi eru stöðugt að upp- lifa missi í margvíslegri mynd. Sorg hleðst á óunna sorg og það hlýtur að liggja í augum uppi, að hjálp þurfi til að vinna úr henni, til að geta haldið áfram og verið þátttakandi í lífinu. Hlutverk kirkjunnar má ekki bara vera að kasta rekunum. Hlutverk hennar á ekki síður að vera samfylgdin við manninn í lífinu. Að veita þeim sem á þurfa að halda, sál- gæslu og andlegan stuðning og miðla þeirri von sem býr í kristinni trú. Von sem gefur hvatningu, styrk og tilgang. Það er hörmulegt og það er ekki í anda Krists, ef kirkjan ekki þekkir sinn vitj- unartíma og hikar við að ganga fram og tala upphátt um tilboð fagnaðarerindisins við þá, sem þurfa á huggun og stuðningi að halda við að byggja upp von og trú og betra líf. Ég vona innilega, að kirkjan okkar sé, með aðild sinni að þessari námsstefnu, að byrja að rjúfa sína eigin þögn. Að þetta sé bara byrjunin og áframhaldið verði svo sýnilegt innan skamms. Enginn maður er eyland. Við hér á Islandi getum ekki skotið okkur undan þeirri ábyrgð sem við sjáum kirkjur annarra þjóða axla, með því að tala um smæð okkar og hve fáir séu hiv-jákvæðir hér á landi. I kringum hvem einasta hiv-jákvæðan og alnæmissjúkan einstakling er hópur manna, fjölskylda, vinir félagar. Allt þetta fólk þarf á stuðningi og uppbygg- ingu að halda og að vita hvert það getur leitað eftir slíku. Það er mikið talað um áfallahjálp, hverjir þurfi hana, hverjir geti veitt hana, hvaða tilgangi hún þjóni. Þá em gjarnan nefndir til hjálpar, sálfræðingar, hjúkr- unarfræðingar og prestar. En hvar eru kirkjunnar þjónar í því öryggisneti sem ætti að opnast og grípa þann sem sem fær úrskurð um að vera hiv-jákvæður og finnur sig vanmáttugan og upplifir þörf fyrir andlegan styrk og leiðsögn? Það er áfall að fá slíkan úrskurð, þá vakna stórar spumingar sem einmitt kirkjan ætti að vera tilbúin að ræða. Það er áfall að vita nákominn ástvin í slíkum aðstæðum og ætti að geta verið einfalt að þiggja tilboð um sálgæslu. Ég veit vel, að sjúkrahúsprestar vinna frábært starf og eru þeim mikill stuðn- ingur sem hafa verið lagðir inn á sjúkra- hús. Fleiri prestar og aðrir þjónar kirkj- unnar hafa örugglega aðstoðað það fólk dyggilega, sem hefur leitað til þeirra vegna alnæmis, um þetta efast ég ekki. En það sem ég sakna og tel brýnt að verði, er að rödd kirkjunnar heyrist og frá henni komi skýr afstaða er taki á þeim fordómum sem hafa valdið slíkum sárs- auka. Það er ekki nóg að segja almennt við hóp sem hefur upplifað höfnun kirkj- unnar, að allir séu velkomnir. Þar þarf meira til. Það er á okkar ábyrgð, að þegar spurt er, hvert leita skuli eftir andlegum stuðningi, að þar sé kirkjan sýnilegur valkostur. Það er á okkar ábyrgð að láta í Ijós vilja til að svo verði. Minnumst þess að Krist var ekki bara að finna í helgidóminum og í samkunduhúsunum. Hann var að starfi mitt á meðal fólksins og spurði þá sem þörfnuðust hans: Hvað viltu að ég gerifyrir þig? Þannig starfar sú kirkja sem vill vera talin kristin. 'Ég er manneskja, ekki mein; BSc. ritgerð um upplifun aðstandenda alnæmissjúklinga á íslandi. Höf. Edda J. Baldursdóttir, Emilía B. Jónsdóttir, Emilía P. Jóhanns- dóttir, Hallveig Friðþjófsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir, Háskólinn á Akureyri 1993, bls. 82.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.