Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Page 14
*
Hólmfríður Gunnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins:
Andlegur stuðningur
við hiv-smitaða
einstaklinga
Hvaða
Eins og mörgum lesendum
blaðsins mun vera kunnugt
kom Lars-Olof Juhlin prestur
og þerapisti í Svíþjóð á
námsstefnuna „Alnæmi og
andlegur stuðningur: Hvert á á leita?“
sem haldin var 17. nóvember síðast-
liðinn. Alnæmissamtökin, Rauði kross
Islands og Fræðslu og þjónustudeild
þjóðkirkjunnar stóðu að námsstefnunni
og buðu Lars-Olof til landsins til þess að
hafa framsögu á námsstefnunni og ræða
við þjóna kirkjunnar og fleiri um það
hvemig unnt væri að styðja við bakið á
hiv-smituðum einstaklingum, alnæmis-
sjúkum og aðstandendum þeirra.
Ég var beðin að vera túlkur hans á
námsstefnunni og var mér það ljúft. Mér
finnst málefnið brýnt og taldi að Vinnu-
eftirlit ríkisins ætti einnig að leggja hér
hönd á plóg með einhverjum hætti. Það
sem hér fer á eftir eru nokkrir punktar úr
ræðum Lars-Olofs en engan veginn tæm-
andi úttekt né þýðing. Ég reyni fremur að
draga saman það sem mér finnst muni
kasta nokkru ljósi á málflutning hans, en
hann talaði við námsstefnugesti í hartnær
þrjár klukkustundir.
Lars-Olof sagðist hafa prófað á sjálf-
um sér hvemig hann mundi bregðast við
ef hann reyndist smitaður. Hann sagðist
hafa spurt sig ýmissa spuminga, svo sem
hvað mundi ég segja öðmm og hverju
mundi ég þegja yfir.
Hann sagði frá kynnum sínum af
alnæmissjúklingum sem hann hafði
kynnst í upphafi starfsins, ótta sínum og
vandanum sem fælist í því að annars
vegar væri hann þerapisti hins vegar
yrðu skjólstæðingarnir vinir hans og
oðskap flutti Lars-Olof
ýmis vandkvæði kæmu upp, þegar vin-
átta blandaðist starfi.
Málflutningur Lars-Olofs var mjög svo
litaður af kristnum viðhorfum enda er
hann prestur. Hann vitnaði oft í biblíuna
og orð Krists sem hefði hafnað þeim
viðhorfum sem uppi hefðu verið meðal
samtímamanna hans að sjúkdómar væra
merki um lélegt siðferði, eins konar
hefnd Guðs fyrir rangt líferni.
Lars-Olof lagði áherslu á að sam-
kvæmt kristinni lífssýn væri manneskjan
dularfullt fyrirbrigði og hvaðan hún
kemur og hvert hún stefnir sé utan henn-
ar sjálfrar. Þess vegna geti maðurinn
aldrei skilgreint sjálfan sig til fullnustu
eða skýrt alla hluti. Hver og einn hafi
gildi í sjálfum sér og hvað sem hendir
missi hann aldrei sérstætt manngildi sitt.
Hann talaði um kærleika Guðs til allra
manna og að kirkjan ætti að opna faðm
sinn móti þeim sem um sárt eiga að
binda. Hún hefði sofið lengi en virtist
vera að vakna.
Hann sagði að það ætti ekki að setja
sjúkdóma í rósrauðan bjarma. Sjúk-
dómur væri ytri hömlun, líkamleg tak-
mörkun, innri þjáning og orsök sorgar og
kvíða. Þótt þjáningin sé mikilvægur
lærdómur í lífinu, ætti þjáningin það ekki
skilið að vera upphafin og væri ekki
endilega til þess fallin að göfga neinn. En
þegar þjáningin hremmdi manninn væri
mikils um vert að hann gæti vænst fulls
stuðnings og virðingar umhverfisins,
þegar hann reyndi með mismunandi
hætti að komast í gegnum það sem á
hann væri lagt.
Ekkert einfalt svar væri við því
hvernig ætti að bregðast við þjáningunni.
En mönnum bæri að taka þátt í þjáningu
Juhlin?
náungans - að því rnarki sem það er
hægt.
Lars-Olof sagði að hlutverk þeirra sem
stæðu við hlið þeirra sem sjúkir eru og
sorgmæddir væri að glæða von. Ekki að
glæða óraunverulegar vonir um að
veraleikinn breytist, ef honum verður
ekki breytt, heldur að glæða von um að
unnt sé að lifa því lífi sem er - á viðun-
andi hátt. Til þess að vonin verði raun-
veraleg verður að vera hægt að taka á
henni og finna fyrir henni. Hún má ekki
felast í einhverju hinum megin heldur
miklu frekar einhverju sem núna blasir
við. Vonina verður að glæða með nær-
veru, snertingu og hlutdeild í lífinu.
Það þarf stað þar sem fólk getur komið
til að tala saman og til að afla sér
þekkingar og fá hjálp með það sem
viðkemur hversdeginum? LFmhverfi þar
sem hægt er að vera maður sjálfur.
Manneskja sem á sína sögu er ekki bara
hiv-jákvæður einstaklingur. Slíkir merki-
miðar hafa í för með sér að fólki finnst
það vera utan við hópinn og útilokað.
Við viljum öll vera með í hópnum -
hvort sem við eram hiv-smituð eða ekki.
í sálgæslunni er kærleikurinn miðaður
við þarfir þess sem er hjálpar þurfi. Við
skulum alltaf miða við það að koma til
manneskjunnar þar sem hún eða hann er
- ekki þar sem við vildum að hún eða
hann væri. Við skulum spyrja eins og
Jesú spurði: „Hvað viltu að ég geri fyrir
þig?“ Það nægir ekki að gefa eitthvað í
samræmi við kunnáttu og þekkingu -
hversu mikilvægt sem það kann að vera.
Maður verður um leið að gefa eitthvað af
sjálfum sér og af þeirri gjöf lífsins og
trúarinnar sem maður hefur sjálfur þegið
af Guði.
14