Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Page 16

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Page 16
h Fyrsta ráðstefna HlV-jákvæðra kvenna á Horðurlöndum Um síðastliðna hvítasunnu, dagana 3.-5. júní, efndu HIV- jákvæðar konur í Noregi til ráðstefnu um stöðu sína og málefni. Ráðstefnan, sem haldin var í Hadeland, skammt fyrir utan Osló, markaði tímamót í sögu HIV- jákvæðra á Norðurlöndum því að þetta var í fyrsta skipti sem konur í þessari stöðu fylkja liði og efna til sjálfstæðs fundar um sín mál. Þarna voru saman komnar 35 konur frá Noregi, Svíþjóð og Islandi, en tvær íslenskar konur sóttu ráðstefnuna í Hadeland. Önnur þeirra segir hér frá því helsta sem gerðist en óskar eftir að koma ekki fram undir nafni. Að brjjóta ísrinn „Þó að ráðstefnan stæði aðeins í tvo daga hafði hún ótrúleg áhrif á okkur allar. Fæstar okkar höfðu haft tækifæri fyrr en þarna til þess að hitta aðrar konur í hóp sem standa í sömu stöðu og glíma við sömu vandamál og spurningar. Við fengum til okkar fimm mjög góða fyrir- lesara sem töluðu um konur og HIV frá ýmsum sjónarhóli. Fyrri daginn var temaefnið „Mæður og börn“ og þar talaði fyrst Vigdis Rabben sem að vísu er ekki HlV-jákvæð en hefur alið tjögur böm, þar af þrjá syni sem allir reyndust blæðarar. Einn þeirra, Odd Káre, fékk HlV-veimna við blóðgjöf og lést úr alnæmi. Vigdis vissi um áhættuna sem fylgdi þungun og lýsti því vel hvernig allir reyndu að þvinga hana til að gangast undir fóstureyðingar á sínum tíma. Sjálf tók hún mjög meðvitaða ákvörðun um að ala sín börn og þakkar fyrir það í dag. Hennar niðurstaða er skýr og einföld: Móðirin sjálf verður alltaf að eiga frjálst val um það hvort hún elur börn í þennan heim.“ - Og spumingin um þetta val hlýtur auðvitað að brenna heitt á ykkur, HIV- jákvæðu konunum. „Já, óneitanlega, þó að við stöndum ekki beinlínis í sömu sporum og Vigdis Rabben. Um fátt er nefnilega meira rætt meðal okkar en réttinn til bameigna og hvaða líkur séu á því að við fæðum börn sem líka em HlV-jákvæð. Um þetta mál flutti norski læknirinn Bárd Rpsok fróðlegt erindi þar sem ýmsar nýjar upplýsingar komu á óvart. Hann vitnaði meðal annars í vandaða bandaríska rannsókn sem kynnt var á síðasta ári. Niðurstöður hennar sýndu að ef þung- aðar konur fá lyfið AZT meðan á meðgöngu stendur, þá fæða þær aðeins í 8% tilvika barn sem líka ber veiruna í blóði sínu. Áhættan er vissulega fyrir hendi, en hún er bersýnilega langtum minni en hingað til hefur verið talið. Þá er það ekki síður merkilegt að T-frumum þessara kvenna tjölgaði mikið á með- göngutíma, en T-frumurnar bera uppi ónæmiskerfið og em mikilvægur mæli- kvarði á mótstöðuafl HlV-jákvæðra gegn sjúkdómum." Vrið vritum svo mriklu merira núna - Hver er þín persónulega afstaða til bameigna HlV-jákvæðra kvenna? „Sjálf eignaðist ég barn áður en ég smitaðist af HlV-veirunni. Ég er þakklát fyrir mitt bam, það er stórkostlegt að vera móðir, en í dag get ekki hugsað mér að verða ófrísk. Ég finn bara ekki hvöt hjá mér til þess að taka minnstu áhættu. Hins vegar myndi ég aldrei hvetja HIV- jákvæðar vinkonur mínar sem eiga von á sér til að gangast undir fóstureyðingu. í umræðum sem fylgdu á eftir erindunum á ráðstefnunni heyrði ég til stúlku sem var neydd í fóstureyðingu fyrir þremur árum vegna þess að hún er með HIV- veiruna í blóðinu. Hún var reið og sár og ætli það sé ekki þannig um flestar konur sem hafa verið neyddar til að afsala sér réttinum til barneigna vegna þess að þær eru HlV-jákvæðar. Enda er ég sannfærð um að þetta gæti ekki gerst í dag. Við vitum svo miklu meira núna um sam- hengið milli HIV og þungunar en fyrir þremur árum.“ Trúnaðarkvenlæknar eru lífsnauðsyn - En þið þurfið að takast á við fleiri vandamál og spurningar en þær sem lúta að bameignum. „Jú, meðal annars þurfum við að takast á við kvensjúkdóma og þjónustu kven- lækna. Okkur HlV-jákvæðum konum er svo langtum hættara við ýmsum kven- sjúkdómum en öðrum konum og við verðum nauðsynlega að gangast undir reglubundna skoðun hjá kvenlæknum til þess að tryggja heilsuna. Á þessu er samt mikill misbrestur eins og danski læknirinn Else Smidt benti á í mjög góðu erindi. Þetta mun núna vera gert í Svíþjóð og unnið er að því í Noregi, en engin reglubundin þjónusta sérstaks trúnaðarkvenlæknis stendur til boða hér á íslandi ennþá. Helsti áhættuþátturinn í þessu sambandi er krabbamein í leghálsi og auk þess erum við langtum varnar- lausari gagnvart sveppasýkingum en aðrar konur. Annað fannst mér fróðlegt við mál- flutning Else Smidt og norski vísinda- maðurinn Berit Hansen kom líka að því sama. Nýjustu rannsóknir sýna að HIV- smitaðar konur hafa haft langtum færri rekkjunauta en aðrar konur. Ein slík rannsókn, sem 305 konur tóku þátt í,

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.