Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Side 19

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Side 19
stungumeðferð, nuddi, vítamínum eða grasalyfjum svo eitthvað sé nefnt. Samt hefur ótrúlegur fjöldi fólks valið þessar leiðir. Þama töluðu tveir karlmenn sem höfðu reynt „altematívar“ leiðir og í rauninni tekist að styrkja ónæmiskerfið til mikilla muna. Nú liggja líka fyrir vitnisburðir fáeinna lækna um að annars konar lækningaleiðir en þær opinberu eigi fullan rétt á sér. Það hlýtur þess vegna að vera baráttumál okkar að njóta fjárstuðnings til að velja það sem við teljum að geri okkur gott í þessum efnum samhliða þeirri hjálp sem læknar og sjúkrastofnanir geta veitt.“ Þarfírnar eru ólíkar - Hvað með hlutskipti stunguefnaneyt- enda. Þeir virðast nú ansi oft vera feimnismál þegar HIV og alnæmi ber á góma meðal HlV-jákvæðra? „Ég held að þetta hafi breyst, ein- faldlega vegna þess að þeir em sjálfir farnir að mæta á fundi Nord-All og taka til máls um sína sérstöðu. Þeim mæta sérstök vandamál sem við vitum reyndar alltof lítið um en em jafn mikilvæg og annað sem á okkur mæðir. Þeirra vanda- mál á Norðurlöndum virðist meðal annars vera það að þeir fá ekki þá aðstoð sem þeir þurfa til þess að losna úr vítahringnum. Mér skilst að víða sé þeim ekki hleypt inn á sjúkradeildir sem stunda alnæmissjúklinga heldur settir á sérdeildir fyrir eiturlyfjasjúklinga. En HlV-jákvæðir stunguefnaneytendur verða að fá annars konar lyfjameðferð en aðrir sem hafa ánetjast heróíni eða álíka efnum.“ NordPol+ - Öll samvinnuverkefni milli landa eru dýí. Hvemig getur Nord-All unnið að gagni án verulegra fjárstyrkja? „Þetta hefur alltaf verið höfuðverkur samtakanna, en nú gerðust þau tíðindi að á ráðstefnuna mætti fulltrúi Evrópu- sambandsins sem vinnur að velferð HIV- jákvæðra innan aðildarlandanna. Hann kynnti starf sitt fyrir okkur og útskýrði hvaða möguleika Nord-All hefði til að njóta fjárstuðnings til starfsemi sinnar. Eitt leiddi af öðru og loks voru á ráð- stefnunni stofnuð eins konar dóttur- samtök Nord-All sem við gáfum nafnið NordPol+, en þeim er ætlað að vinna að því að leita fjárstuðnings og styðja við bakið á hinum fátækari samtökum HIV- jákvæðra á Norðurlöndum. Það er til dæmis erfitt fyrir Finna og íslendinga að taka þátt í starfseminni. NordPol+ mun aðstoða við að skipuleggja fundi okkar í framtíðinni og leiða ákveðin baráttumál sem og praktísk mál til lykta á milli þess sem við höldum okkar árlegu ráðstefnur. Með NordPol+ höfum við líkast til fengið það jarðsamband sem þurftum svo nauðsynlega á að halda. Það er ekki hægt að fylgja eftir samstarfi eins og þessu með sterkum vilja og á hugsjón- inni einni saman.“ Nord-AII á Islandí naesta ár - Svo að Islendingarnir eiga sér bak- hjarl í NordPol+ næsta ár. „Já, það kemur í hlut Jákvæða hópsins á Islandi að halda næstu ráðstefnu Nord- All hér á landi í september 1996. Við gerum ráð fyrir að 120 manns sæki fundinn sem verður haldinn á Kirkju- bæjarklaustri og það kostar mikla vinnu og talsvert fé að ná endum saman. Jákvæði hópurinn hér á landi stendur fyrir allri praktískri undirbúningsvinnu og við erum strax byrjuð að vinna. En Islendingarnir hafa reynslu af því að halda ráðstefnu því að Nord-All hefur einu sinni áður komið saman hér á landi, árið 1991.“ - Ætlið þið að fitja upp á einhverju nýju og fara aðrar leiðir? „Ég býst nú ekki við því. Samt langar okkur til að vanda okkur sérstaklega við undirbúninginn að starfi umræðuhóp- anna. Okkur sem höfum áður tekið þátt í starfi Nord-All, finnst sá þáttur ráð- stefnuhaldsins allt of keimlíkur frá ári til árs. Þar skortir talsvert á nýjar hug- myndir. Þeir sem koma í þennan vett- vang í fyrsta skipti hafa eflaust mikið að sækja í vinnu- og umræðuhópana, en hinum kemur fátt á óvart, því miður. Þessu langar okkur til að reyna að breyta. En Nord-All hefur mikið breyst með aukinni reynslu. Ráðstefnan er miklu betur skipulögð núna en fyrir fáeinum árum, málin eru rædd í víðara samhengi og Nord-All er afl sem hlustað er á. Svo er ráðstefnan langtum fjöl- mennari en áður og fólkið ólíkara. Fyrir fáeinum árum voru hommar þar í mikl- um meirihluta en núna fjölgar öðrum hópum með hverju ári. Fjöldinn allur af konum sækir núna fundi Nord-All og gagnkynhneigðir karlar eru famir að taka þátt í starfinu. Það gerði þennan fund í Noregi í sjálfu sér mjög minnisstæðan.“ - Nokkuð fleira sem gerði hann minn- isstæðan? „Ja, hvað á ég að segja? Ég get til dæmis nefnt besta og minnisstæðasta skemmtiatriðið eitt kvöldið. Ekki síst vegna þess að það kom frá íslandi. David úr okkar hópi dansaði dans sem hann kallar „Bréfið“. Dansinn snýst um tilfinningar þess sem fær tilkynningu um að hann sé HlV-jákvæður. Það var ótrú- lega vel gert.“ - Þ Alnæmrissamtökrin á fslandri Samtök áhugafólks um alnæmisvandann, stofnuð 5. des. 1988. kt. 541288-1129. Hverfisgötu 69, Reykjavík. Pósthólf 5238, 125 Reykjavík. Félagið hét upphaflega Samtök áhugafólks um alnæmisvandann en nafni félagsins var breytt á aðalfundi árið 1994 í Alnæmissamtökin á Islandi. Tilgangur félagsins er: Að auka þekkingu og skilning á alnæmi. Að styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Tilgangi sínum vill félagið ná með því að leita nýrra leiða til þess að uppfræða fólk um alnæmi. Með því að stofna umræðu-, fræðslu- og stuðnings- hópa og með fræðslugreinum í blöðum, tímaritum, fræðsluerindum og fræðslu- myndum. Einnig með því að efla sjóð félagsins m.a. með fjársöfnun, til þess að styðja smitaða og sjúka. Alnæmissamtökin hafa aðsetur í Reykjavík, en starfsvettvangur þess er landið allt. Félagar geta allir orðið sem hafa áhuga á málefnum þeim sem félagið lætur sig varða. Félagsmenn 1995 voru rúmlega 300, félagsgjald er 1500 kr. á ári. Alnæmissamtökin eru aðili að Öryrkjabandalagi Islands og eiga fulltrúa í stjórn þess. 19

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.