Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Qupperneq 20

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Qupperneq 20
Alþjjóðaheílbrígðismálastofnunín: Níu spurningar og svör á Alnæmísdeginum 1995 1. Hvað er HIV og alnæmi? Alnæmi (AIDS) er lokastig sýkingar af HlV-veirunni sem skaðar ónæmiskerfi mannsins. Meira en áratugur getur liðið frá sýkingu uns sjúkdómurinn kemst á lokastig og fólk með HlV-sýkingu getur lifað einkennalaust árum saman. Eftir að lokastiginu er náð deyja þó flestir innan þriggja ára. 2. Hvernig sýkjast menn af HIV- veirunni? HlV-veiran berst aðallega milli fólks í sæði og öðrum líkamsvökvum við kyn- mök án smokks. A hnettinum í heild smitast flestir við kynmök karls og konu en í sumum þróuðum löndum eru kyn- mök samkynhneigðra karla enn sem fyrr helsta smitleiðin. HlV-veiran getur einn- ig borist milli fólks sem deilir sprautunálum menguðum sýktu blóði við (eitur)lyfjatöku; við blóðgjöf með sýktu blóði eða blóðafurðum; og frá sýktri konu til barns - á meðgöngutíma, við fæðingu eða með brjóstamjólk. HIV- veiran berst ekki milli fólks við venju- lega félagslega umgengni. 3. Hve margt fólk hefur orðið fyrir barðinu á alnæmi? Rúmlega 20 milljónir manna - þar af meira en 1,5 milljónir bama - hafa sýkst af HlV-veirunni síðan faraldurinn hófst, samkvæmt mati Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) um mitt ár 1995. A hverjum degi sýkjast rúmlega 6000 fullorðnir og 500 kornabörn. Meira en 4,5 milljónir manna hafa fengið al- næmi á lokastigi. Milljónir manna til viðbótar eiga um sárt að binda vegna alnæmistengdra veikinda og dauðsfalla meðal ættingja og vina. 4. Hefur alnæmi áhrif í mínum heimshluta? Af þeim 18,5 milljónum fullorðinna sem talið er að smitast hafi af HIV- veirunni um mitt ár 1995 bjuggu meira en 11 milljónir í Afríku sunnan Sahara. Nú smitast æ fleiri í Suður- og Suðaustur-Asíu þar sem helmingur mannkyns býr. Sjúkdómurinn kemur verst niður á þróunarlöndunum en HIV og alnæmi hafa náð að breiðast út í öllum heimsálfum og hverju einasta landi í heiminum. 5. Hvernig get ég forðast smit við kynmök? Þú getur forðast að smitast af HIV- veirunni við kynmök með því að hafa aldrei kynmök; með því að hafa aðeins kynmök við einn ósýktan maka, sem hefur enga aðra bólfélaga, eða með því að stunda öruggt kynlíf. Til öruggs kyn- lífs telst kynlíf án samfara og samfarir með smokk. 6. Hver ber ábyrgð á því að forðast HlV-smit? Karlar og konur bera sameiginlega ábyrgð á að forðast hegðun sem leitt gæti til HlV-smits - hjá sér eða öðrum. Allir eiga sameiginlegan rétt til að neita kyn- mökum og bera ábyrgð á að öryggi í kyn- lífi sé tryggt. f mörgum samfélögum ráða karlar þó mun meira um það en konur við hvern þeir hafa kynmök, hvenær og hvernig. í slíkum tilfellum bera karlar meiri ábyrgð. 7. Hvernig er hægt að vernda börn fyrir HlV-sýkingu? Börn og unglingar eiga rétt á að fá að vita hvernig forðast á HlV-sýkingu áður en þau fara að lifa kynlífi. Sumir ungl- ingar byrja snemma að sofa hjá og því þarf að vera tryggt að þeir eigi auðvelt með að ná sér í smokka. Foreldrar og skólar bera sameiginlega ábyrgð á að tryggja að börn skilji hvernig forðast á HlV-sýkingu og að kenna þeim hve mikilvægt það er að sýna HlV-smituðum og alnæmissjúklingum umburðarlyndi, samúð og réttsýni. 8. Hver er ábyrgð stjórnvalda? Stjórnvöld bera ábyrgð á að nægum fjármunum sé varið til verkefna á sviði alnæmismála, að allir einstaklingar og hópar í samfélaginu hafi aðgang að þeim og að lög, vinnureglur og starfshættir mismuni ekki fólki með HlV-sýkingu og alnæmi. Stjórnvöldum í þróuðum lönd- um er siðferðilega skylt að deila alnæm- isbyrðinni með þróunarlöndunum. 9. Hefur fólk með HlV-sýkingu og alnæmi sérstök réttindi eða ábyrgð? Allir eiga rétt á að njóta allra mannrétt- inda án mismununar vegna greindrar eða meintrar HlV-sýkingar. Því hefur fólk með HlV-sýkingu og alnæmi sama rétt og ósmitað fólk til menntunar, atvinnu, heilsugæslu, ferðalaga, frelsis, hjóna- bands, barneigna, einkalífs, félagslegs öryggis, hagsbóta vísindanna, hælis og skjóls... Ósmitað og smitað fólk ber sameiginlega ábyrgð á að HlV-smit breiðist ekki út. Margt fólk, þar á meðal konur, börn og unglingar, geta ekki samið um öruggt kynlíf vegna bágrar samfélagsstöðu eða kúgunar. Þá bera karlar, hvort sem þeir vita að þeir eru smitaðir eða ekki, sérstaka ábyrgð á að forðast allt sem stofnað gæti öðrum í hættu. The World AIDS Day Newsletter of the World Health Organization, Global Program on AIDS nr. 2 1995. 20

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.