Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Qupperneq 23
Hvað
Alnæmi er lokastig veirusýkingar af
völdum veiru sem nefnd er HIV (Human
Immunodeficiency Virus) sem eyðilegg-
ur ónæmiskerfi líkamans. Ónýtt ónæm-
iskerfi leiðir til þess að sjúklingurinn
verður berskjaldaður fyrir sýkingum og
ýmsum illkynja sjúkdómum (alnæmur).
Eftir að smit á sér stað líða í flestum
tilvikum nokkrar vikur eða mánuðir þar
til líkaminn myndar mótefni gegn
veirunni. Þetta mótefni er hægt að mæla
í blóðinu.
Rannsóknir benda til þess að 8 til 10
árum eftir smit séu um helmingur smit-
aðra kominn með lokastig alnæmis og að
flestir sem smitast veikist.
Smitleidir.
HIV er yfirleitt ekki bráðsmitandi en
smit getur átt sér stað á þessa vegu:
• Við samfarir, en þar er smokka-
notkun eina þekkta vörnin.
• Við blóðgjöf, sem á ekki að geta
gerst á íslandi vegna skimunar á
gjafablóði.
• Með blóðblöndun, t.d. með meng-
uðum sprautum og nálum, eða ef
sýkt blóð kemst í opin sár.
• Þá getur veiran einnig borist frá
móður til fósturs.
Algen'gast er að HIV smitist við sam-
farir, annað hvort milli karls og konu eða
milli karla. Fínkniefnaneytendur eru í
mikilli smithættu ef sama sprautunálin er
notuð af fleiri en einum.
Engin smithætta er í daglegum sam-
skiptum. Hættulaust er að heilsa smituð-
um með handabandi eða að faðmast.
Hósti og hnerri veldur ekki smiti. HIV
smitast hvorki með mat eða drykk og
ekki heldur með matarílátum eða í sund-
laugum.
Einkcnni.
Margir þeirra sem smitast eru einken-
nalausir mánuðum og árum saman. I
nokkrum tilvikum geta þeir sem smitast
er alnæmi?
fengið bráð tímabundin einkenni
nokkrum vikum eftir smit, til dæmis
eitlastækkanir, hita, hálsbólgu og stund-
um húðútbrot. Veiran getur valdið bráðri
tímabundinni heilahimnubólgu og eru þá
einkennin höfuðverkur, hiti, Ijósfælni og
hnakkastífni.
A síðari stigum sjúkdómsins sem oft
verður fyrst vart mörgum árum eftir smit,
gætir ýmissa einkenna, svo sem við-
varandi eitlastækkana, m.a. undir hönd-
um og á hálsi, nætursvita, langdregins
hita, kvíða og þunglyndis, konur geta
fengið þrálátar sveppasýkingar í leg-
göng, svo nokkuð sé nefnt.
Lokastig sjúkdómsins hefur verið
nefnt alnæmi (AIDS). Það einkennist
yfirleitt af óvenjulegu sýkingum sem
sjást yfirleitt ekki nema hjá einstakl-
ingum með verulega skert ónæmiskerfi.
Þegar svo er komið sögu geta sjúklingar
fengið svæsnar lungnabólgur, sýkingar í
miðtaugakerfi, langdreginn niðurgang,
lystarleysi og megrast verulega. Sjúkl-
ingar með alnæmi geta einnig fengið
sjaldgæfar tegundir af krabbameinum.
Grcíning.
HIV- smit er yfirleitt greint með
mælingu mótefnis í blóðprufu. Niður-
stöður slíks prófs fást eftir nokkra daga.
Lækning.
Engin raunveruleg lækning er til við
alnæmi enn sem komið er. A hinn
bóginn hafa komið fram lyf sem geta
dregið úr útbreiðslu veirunnar í líkam-
anum og þar með bætt líðan og lengt líf
HlV-smitaðra.
Alnæmí á Islandi.
Fyrsti íslenski sjúklingurinn með al-
næmi greindist árið 1985. I ársbyrjun
1992 höfðu 69 einstaklingar greinst HIV-
smitaðir þar af 22 greinst með alnæmi og
11 þeirra voru látnir. í ársbyrjun 1995
hafði alls greinst 91 einstaklingur HIV-
smitaður á Islandi frá upphafi og af þeim
voru 25 látnir. Langflestir höfðu smitast
við kynmök. Sennilegt er talið að tala
smitaðra sé helmingi hærri.
I fyrstu bar nær eingöngu á smiti
meðal homma, en smituðum einstakl-
ingum í hópi gagnkynhneigðra hefur
fjölgað undanfarið. Tíðni meðal kvenna
fer vaxandi.
Mótcfnamæling.
Á höfuðborgarsvæðinu:
Göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Þverholti 18, kl. 9-11:30 (ekki þarf að
panta tíma) sími 560-2320.
Hægt er að biðja um kynsjúkdómapróf
og er þá HlV-mótefnamæling einnig
boðin.
Göngudeildir Landsspítalans og
Borgarspítalans.
Heilsugæslustöðvar.
Heimilislæknar.
Á landsbyggðinni:
Heilsugæslustöðvar.
Shrífstefan
Skrifstofa og upplýsingasími
Alnæmissamtakanna á íslandi er
opin alla virka daga frá kl. 12-17 að
Hverfisgötu 69, Reykjavík. Pósthólf
5238, 125 Reykjavík.
Upplýsingar eru fyrir HlV-smitaða,
aðstandendur og almenning, algjör
trúnaður og nafnleynd.
Netfang Aids@Centrum.is
Rauðí borðínn
Á skrifstofunni eru einnig til sölu
málmbarmmerki, Rauði borðinn, til
styrktar félagsstarfsseminni, verð er
300 kr.
Að bera Rauða borðann er ætlað að
sýna samúð og stuðning við fólk sem
er smitað eða sjúkt af alnæmi og að-
standendur þeirra.
Merkin fást einnig í verslunum The
Body shop.