Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Side 8
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Islandi
í tilefni merkra tímamóta hjá
Alnæmissamtökunum, sem eru eitt af
aðildarfélögum Öryrkjabandalags
íslands, þá langar mig að festa fá-
einar línur á blað, línur sem að miklu
leyti verða persónulegar hugleiðing-
ar. Um leið fór ég að hugsa um það
hversu mörgum félögum ég hefði
komið nálægt um dagana, m.a. að
stofnun þeirra eða fyrstu skrefum, og
þori varla að festa á blað fjölda þeirra
en þau munu nokkuð á annan tuginn
- alla vega.
Þegar Alnæmissamtökin voru stofn-
uð þá var Arnþór Helgason formaður
Öryrkjabandalagsins. Hann kom að
máli við mig og fór að tala um þessi
nýju samtök sem stofna skyldi og
kvað þau löngu tímabær. Við rædd-
um eðlilega um það hversu Öryrkja-
bandalagið gæti komið hér að til ein-
hverrar styrktar og niðurstaða okkar
samtals varð sú að við Arnþór ákváð-
um að mæta á fund hjá samtökunum
og um leið skyldum við skrá okkur í
þau sem félagar. Þetta gekk eftir, við
mættum, Arnþór hét stuðningi banda-
lagsins við hin nýju samtök, báðir
gerðumst við félagar og við fundum
báðir að fólki þótti liðsemd okkar
ekki lakari.
Framhald þessa varð svo það að
Arnþór mætti á aðalfund samtakanna,
þar sem ég var löglega forfallaður, og
ekki nóg með það, fyrir trúlega hans
tilverknað og máske annarra einnig
var ég dubbaður upp í að verða vara-
formaður Alnæmissamtakanna. Mér
brá eilítið við þessa upphefð, hafði
raunar nóg á minni félagskönnu, en
eftir á séð þykir mér aðeins vænt um
að þetta varð svo.
Ég þurfti ekki mikið á mig að leggja,
því þau Auður Matthíasdóttir for-
maður, Hólmfríður Gísladóttir ritari
og Guðni Baldursson gjaldkeri sáu
Helgi Seljan, framkvæmdastjóri ÖBÍ
um það sem gjöra þurfti, ásamt þá
öðrum, og það með mikilli prýði eins
og þeirra var von og vísa. Sannleik-
urinn enda sá að býsna gaman var að
vinna að þessum málum, mega leggja
þeim lið af veikum mætti, kynnast
miklu afbragðsfólki, finna til með
fólki mikilla og um leið dapurlegra
örlaga. Fátt hefur snortið mínar sam-
kenndartaugar meir en hin hetjulega
barátta þeirra, sem að lokum lutu í
lægra haldi fyrir ofureflinu.
Ég vakti snemma máls á því sem
Arnþór Helgason hafði raunar gjört
þegar í upphafi að samtökin ætlu að
sækja um aðild að Öryrkjabandalagi
íslands, en um slíkt voru fyrst skiptar
skoðanir meðal fólks. Það varð þó úr
að einróma var samþykkt að sækja
um aðild og á aðalfundi Öryrkjabanda-
lagsins haustið 1993 urðu Alnæmis-
samtökin aðilar að bandalaginu. Von
okkar er sú að það hafi til góðs orðið
fyrir Alnæmissamtökin og m.a. hafa
þau fengið nokkurn fjárhagslegan
stuðning allt frá inngöngu félagsins.
Sá stuðningur veit ég hefur mikilvæg-
ur verið og okkur lijá Öryrkjabanda-
laginu gott gleðiefni að geta veitt
hann. Nú svo hefur félagið allt frá
inngöngu átt fulltrúa í stjóm Öryrkja-
bandalagsins - aðalstjórn þess skv.
þeirri ágætu reglu að öll aðildarfélög
bandalagsins eigi þar sinn fulltrúa.
Þannig koma fulltrúar allra aðildar-
félaga að allri meiri háttar ákvarðana-
töku hjá bandalaginu svo sem best og
heppilegast er.
En aftur að persónulega þættinum
sem óneitanlega blandast inn í þessar
hugleiðingar. Félagsaðildinni að
Alnæmissamtökunum hefur alla jafna
fylgt sú ljúfa skylda að stýra aðalfund-
um þess. Þar hafa hin ýmsu mál verið
reifuð og rædd og þó er mér minnis-
stæðastur sá aðalfundur sem fjallaði
að mestu um nýtt lyf og vonirnar því
bundnar. Það var hreinlega eins og
annað fólk væri til fundar komið, þar
sem vongleðin hafði völdin tekið.
Öryrkjabandalag Islands sendir aðild-
arfélagi sínu bestu óskir og kveðjur
með einlægri von um velfamað
félags sem félagsmanna. Sjálfur færi
ég félagi mínu innilegar óskir um
árangur sem allra bestan með þökk
fyrir kær kynni af svo ótalmörgum
ágætum félögum.
Kallið
Ég var að vona
að þú dveldir
lengur hjá mér
Ég bar bekkinn
að vesturveggnum
svo við gætum setið þar
í kvöldsólinni
En þá kom kallið
og þú varðst að fara
Nú sit ég á bekknum
og strýk í huganum
yfír höfuð þitt.
Sigrún Ásta Haraldsdóttir