Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Blaðsíða 20
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Islandi
Mynd 1. Fjöldi HIV smitaðra á íslandi sem greinst hafa
frá upphafi til 31. október 1998
• ^ 2 I4U 120
o '+H5 ÍUU
u *o ÖU
bS) ov
ci s 4U
C3 2U
00
H Med alnæmi □ Án alnaemis
-/
f.v.v.v r —! T“—r r “1 !
í árslok 1997 taldi Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin að yfir 30 millj.
manna væru smitaðir af völdum HIV
og að um 16 þús. einstaklingar smit-
uðust á degi hverjum. Talið er að 2,3
millj. manna hafi látist af völdum
alnæmis á síðasta ári. Þar af létust
800 þús. konur og 460 þús. böm
innan 15 ára aldurs. Frá því að
alnæmisfaraldurinn hófst er talið að
nálægt 12 millj. manns hafi látist af
völdum alnæmis, þar af 4 millj.
konur og 2,7 millj. barna undir 15 ára
aldri. Heildarfjöldi munaðarlausra
barna er talinn vera 8,2 millj. frá því
að alnæmisfaraldurinn hófst.
Fjöldi HIV smitaðra einstaklinga
sem greinst hefur á Islandi frá
upphafi til 31. október 1998 er 120
manns (mynd 1). Heldur hefur dregið
úr nýgengi alnæmis á Islandi á
undanförnum árum en hins vegar
hefur nýgengi á HIV smiti haldist
óbreytt síðasta áratuginn (mynd 2).
Þá hefur ekki orðið nein umtalsverð
aukning á fjölda látinna síðustu árin
(mynd 3).
Ekki er nokkur vafi á að ástæðan
fyrir því að dregið hefur úr fjölda
alnæmissjúklinga og dauða af völd-
um alnæmis, er öflugri lyfjameðferð
gegn HIV, sem hófst hér snemma árs
1996. Ef sjúklingar þola lyfjameðferð-
ina og hún er tekin samviskusamlega
er hún afar hjálpleg og hefur hingað
til staðist þær væntingar sem gerðar
voru til hennar í meginatriðum.
Helsta áhyggjuefnið er að veiran
myndi smám saman ónæmi gegn
lyfjunum en á móti kemur að sífellt
er verið að þróa ný og fjölbreyttari
lyf gegn veirunni enda hefur þekking
á eðli hennar tekið stórstígum fram-
förum. Hafa verður þá í huga að lyfja-
meðferðin er í sjálfu sér íþyngjandi
fyrir hina smituðu. Sjúklingar þurfa
að taka mikið af töflum og fylgja
meðferðinni vel eftir. Þá hafa flest
lyfin í för með sér nokkrar auka-
verkanir en sem betur fer þola flestir
sjúklinganna aukaverkanirnar, enda
þótt þær dragi nokkuð úr gæðum lífs
hjá mörgum þeirra sem þurfa að vera
í meðferð.
cð
'3
a
o
o
o
o
o
2
o
ÍST
lynd 2. Nýgengi HIV smits og alnæmis á íslandi
-O- HIV
Alnæini