Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Qupperneq 3
Formannsspjall
Ingi Rafn Hauksson
formaður Ælnæmissamtakann
Nú er svo komið að ótti okkar um
smitfaraldur meðal sprautufíkla hefur orðið
að veruleika. I ljósi þess hefur verið rætt um
hvort dreifing nýrra sprautunála ril fíkla, sé
siðferðislega rétt eða ekki. Þeirri spurningu
verður ekki auðsvarað, en jafn augljóst að
við verðum að gera það, hvernig svo sem
framkvæmdinni verður háttað.
Á sama tíma berast okkur fregnir af
auknum fjölda nýgreininga hjá ungum,
samkynhneigðumkarlmönnum.Þarverðum
við að grípa inn í og hjálpa Samtökunum
'78, við annars ágæta fræðslu þeirra hingað
til.
Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn til
Alnæmissamtakanna, Einar Þór Jónsson, og
kemur hann í stað Birnu Þórðardóttur sem
gegnt hefur því starfi undanfarin ár. Um leið
og ég býð Einar Þór velkominn til starfa,
langar mig að nota tækifærið og þakka Birnu
fyrir gott og óeigingjarnt starf.
Á næsta ári (2008) verða Alnæmissamtökin
20 ára og er þegar hafin hugmyndavinna vegna
þeirra tímamóta. Ég kalla eftir hugmyndum
frá þér, lesandi góður, um hvernig væri best að
fagna þessum tímamótum.
Ég óska okkur öllum til hamingju með
daginn og fyrst og fremst til hamingju með
samstöðuna!
Alþjóðlegi alnœmisdagurinn 1. desember
Alþjóðlegur alnæmisdagur Sameinuðu þjóðanna er
1. desember. I ár ber hann upp á laugardag.
Yfirskrift alnæmisdagsins í ár er Stöðvum alnæmi -
efnum loforðin: tökum forystu í eigin hendur!
Að vanda verður opið hús hjá Alnæmissamtökunum.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti milli kl. 15.00 og
18.00 í félagsmiðstöð samtakanna að Hverfisgötu 69 og
eru allir velkomnir.
Búast má við ýmsum óvæntum uppákomum í
félagsmiðstöðinni.
Kl. 18.30 verður svo safnast saman við Laugaveg 3 (í portinu við Samtökin 78) og
gengin blysför að Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem kerti verða tendruð til minningar um
þá sem látist hafa. Eftir kertalýsinguna verður stutt dagskrá í kirkjunni þar sem prestur
Fríkirkjunnar og formaður Alnæmissamtakanna munu segja nokkur orð auk þess sem
tónlistarmenn munu gleðja gesti.
Allir hiv-jákvæðir, vinir og velunnarar eru hjartanlega velkomnir!
Að bera Rauða bOPÓann er ætlað að sýna samúð og stuðning við fólk sem er smitað eða
sjúkt af alnæmi.
Rauöi borðinn er yfirlýsing um stuðning, krafa um umræðu, ósk um framfarir í rannsóknum
og von um að lækning finnist við alnæmi.
Rauði borðinn er leið til að gera alnæmi sýnilegt í þjóðfélaginu.
UpphafRauða borðans má rekja til listmannahópsins Visual Aids í Bandaríkjunum.
Þerta eru samtök myndlistarmanna, listfræðinga og forstöðumenn listasafna. Þau vilja vekja
arhygli á því að alnæmi kemur okkur öllum við.
uði borðinn
Alnœmissamtökin
á ísiandi
Sambök áhugaPólks um
alnœmisvandann
HvenPisgöbu 69
101 Reykjavík
Alnæmissamtökin reka upplýsinga-
miðstöð fyrir almenning og bjóða
fram fræðslu til skóla, félaga,
fyrirtækja og annarra. Þau reka
félagsheimili fyrir smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Algjör
trúnaður og nafnleynd ríkja.
Skrifstofan Hverfisgötu 69 er opin
mánudaga til miðvikudaga frá kl.
12 til 16 og fimmtudaga kl. 20-23.
Sími: 552 8586
Netfang: aids@aids.is
Veffang: www.aids.is
Kennitala: 541288-1129
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Birna
Þórðardóttir
Ritnefnd: Birna Markúsdóttir,
Einar Þór Jónsson, Guðni
Baldursson, Gunnlaugur I.
Grétarsson
Umbrot: Steinþór Rafn
Matthíasson
Forsíða: Gunnlaugur I. Grétarsson
og Þórdís Claessen
Ljósmyndir: Birna Þórðardóttir,
Þórdís Claessen og Steinþór Rafn
Matthíasson
Prentun: Prentsmiðjan Gutenberg
ehf,
Dreifing: íslandspóstur
Upplag: 6.000 eintök
Utgáfudagur: 1. desember 2007
ISSN 1670-2751