Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Page 5

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Page 5
Einar Þón Jónsson Pnamkvœmdastjóni AlnœmissamCakanna Hvað eru lífsgæði? Að vera (being) - líkami, sál og andi, heilsa, færni, sjálfstæði, sjálfsmynd, gildi, trú Að tilheyra (belonging) - sjálf, vinátta, samfélag. aðstæður, tengsl, félagsleg úrræði, þjónusta Að verða (becoming) - afkoma, afþreying, árangur, fjölskylda, skóli, vinna, áhugamál, lærdómur, hæfni Skert lífsgæði Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað? (Jóhann Jónsson) Niðurstöður kannana sem gerðar hafa verið á högum hiv- jákvæðra að undanförnu og skýrt er frá hér í blaðinu, gefa vísbendingar um að hiv-jákvæðir búi við lakari lífsskilyrði á ýmsum sviðum en gengur og gerist og þá sérstaklega þau félagslegu. Sjálfsfordæming Kannað hefur verið hvaða merkingu fólk leggur í hiv og alnæmi. Hér verða taldar upp nokkrar þeirra: Dauði, kynlíf, kynsjúkdómar, smit, smitberar, eiturlyfjaneysla, hommar, ólifnaður, vændi og syndsamlegt líferni. Eftir þessa upptalningu er erfitt að gera sér í hugarlund að hiv-jákvæðir eigi sér uppreisnarvon við þessar aðstæður og það er skiljanlegt að flestir þeirra kjósi að lifa í þögn með sitt hiv. En hverjir fordæma hverja? Það getur verið samfélagið í heild, vinnustaður, fjölskylda og vinir sem fordæma. Þeir sem eru fordæmdir geta líka fordæmt aðra. Þeir sem eru fordæmdir geta líka fordæmt sjálfan sig. Það að fordæma sjálfan sig er hættulegast og er vel þekkt sjálfseyðingarafl meðal jaðarhópa. Einstaklingar sem finnst þeir ekki eiga neitt gott eða betra skilið, til dæmis félagslega, eru ekki með góða sjálfsmynd. Breybbur opnunarbími Á Styrking sjálfsmyndar Góð sjálfsmynd er grunnurinn að velfarnaði og lífsgleði. Styrking sjálfsmyndar felur í sérþekkingarleit. Einstaklingar með góða sjálfsmynd vilja ekki sitja á varamannabekk, þeir eru gerendur ekki bara þiggjendur. Gott ráð við styrkingu sjálfsmyndar er að taka sjálfan sig ekki of alvarlega en hafa jafnframt trú á sjálfum sér, vera maður sjálfur og ekki hafa of miklar áhyggjur af því hvað öðrum finnst um mann. Sókrates hinn gríski átti það einnig til að undirstrika fánýti þess að eltast við skoðanir annarra á því hvað er gott og hvað ekki. Hann lagði áherslu á að vitneskjan um það sem gott er verði að koma frá manni sjálfum. Hún verður að vera einlæg til að vera sönn. Sjálfsmyndin felur ekki aðeins í sérþað sem einstaklingurinn er núna heldur hvernig hann sér sjálfan sig í framtíðinni. Heimspekingurinn Jean-Paul Satre orðaði það svo að hann ætti stefnumót við sjálfan sig í framtíðinni. Stefnumótið við sjálfan sig getur verið svo kvíðvænlegt að viðkomandi vill helst ekki hugsa um það. Alnæmissamtökin hafa gengið í gegnum tímana tvenna og þrenna undanfarna tvo áratugi: Dauðadóminn ... afléttingu dauðadómsins ... og árin þar á eftir. Megintilgangur félagsins frá upphafi, var og er, að styðja við hiv-jákvæða og aðstandendur þeirra, I öðru lagi að sinna Stjórn Alnæmissamtakanna hefur ákveðið að hafa opið á fimmtudagskvöldum næstu vikur til reynslu. Opnunartíminn á Hverfisgötunni er því sem hér segir: Mánudagar kl. 12.00'16.00 Þriðjudagar kl. 12.00'16.00 Miðvikudagar kl. 12.00-16.00 Fimmtudagar kl. 20.00-23.00 fræðslu og ráðgjöf hvað varðar hiv og alnæmi. Fræðslu- og forvarnarverkefni Alnæmissamtakanna undir forystu Birnu Þórðardóttur fráfarandi framkvæmdastjóra hefur vakið eftirtekt, jafnt hér heima sem og í nágrannalöndunum, en þar þykir það einstakt að geta náð til allra unglinga þessa lands a þann hátt sem gert hefur verið hér. Brýn þörf er á frekari ráðgjöf og tilboðum fyrir hiv- jákvæða sem styrkir heilbrigt líferni og sjálfsvitund þeirra. Kannanir benda til að hiv-jákvætt fólk eigi félagslega erfitt í sínum aðstæðum. Uggvænleg fjölgun hiv-tilfella á öllum Norðurlöndunum kalia á aðgerðir sem fela í að styrkja þarf ábyrgðakennd ungs fólks í kynlífi. Verkefnin eru næg! 5

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.