Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Page 8

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Page 8
Sigurlaug Hauksdótfcir félagsráðgjafi á Landspítalanum og á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins LÍP hiv-jákvœðna í 10 án séð með glenaugum PélagsnáðgjaPans... í tilefni tíu ára starfsafmælis míns í sumar læt ég hugann reika um kynni mín af hiv-jákvæðu og alnæmissjúku fólki, frá því ég hóf störf á Landspítalanum sem félagsráðgjafi fyrir þennan hóp í ágúst 1997 og fram til dagsins í dag. Af mörgu er að taka, ég mun því einungis stikla á stóru. Segja má að um tvo hópa sé að ræða, þá sem greindust með sjúkdóminn áður en nýju lyfin gegn hiv komu á markaðinn árið 1996 og þá sem greindust eftir þann tíma. Þessi lyf voru í raun byltingarkennd breyting á aðstæðum hiv-jákvæðra, alnæmissjúkra og aðstandenda þeirra. Hópurinn sem smifcaðisfc aP hiv Pyrir árið 1996 Þegar ég hóf störf 1997 voru nýju hiv-lyfin nýkomin til sögunnar og fólki hafði verið sagt að nú gæti það skipulagt framtíð í stað þess að þurfa að lifa frá degi til dags eins og það hafði gert. Viðbrögð fólks við þessum skilaboðum voru margvísleg. Margir efuðust um að þetta gæti verið rétt, fólk þurfti að minnsta kosti tíma til þess að læra að treysta lyfjunum. I byrjun var inntaka þeirra erfið, töflurnar stórar og fjöldi þeirra mikill. Oft kveið fólk fyrir að taka þau inn. Traustið til lyfjanna kom síðan smám saman og fólk fór að huga að því hvað það vildi fá út úr lífinu. Þótt hér hafi verið um tiltölulega ungt fólk að ræða, oft milli þrítugs og fertugs, höfðu margir upplifað óvenjumörg áföll á lífsleiðinni. Einhver höfðu horft á eftir vinum sínum deyja úr alnæmi og jafnvel maka. Þau kviðu eigin dauðdaga og þá sérstaklega hvernig hann bæri að. Þau höfðu kynnst þvi að dauðastríðið gat verið ólíkt hjá hverjum og einum og kviðu því að verða kannski ósjálfbjarga á sjúkrahúsi, líta út eins og beinagrind, lömuð, blind, með krabbamein, lungnabólgu og berkla og jafnvel misst vitið færi veiran upp í heilann. Ottinn við dauðann var ekki það eina sem fólk lifði við, heldur hafði greiningin hiv gert þau að öryrkjum. Mörg þeirra höfðu því horft á eftir menntun, fjárhagslegri velferð og tækifærum í hinum veraldlega heimi. I þeim var innibyrgð sorg yfir því lífi sem þau höfðu ætluð að lifa en hafði verið tekið frá þeim. UppsaPnaóun vandi Mikil orka hafði farið í það að reyna að sættast við það að lífið væri í raun bið eftir dauðanum sem bæri að innan skamms, í mesta lagi innan nokkurra ára. Þessar aðstæður voru mikil áskorun fyrir tiltölulega ungt fólk að þurfa að horfast í augu við og takast á við. I raun er hægt að líkja þessum aðstæðum við það að vera í útrýmingarbúðum, þar sem alltaf einhverjir nálægir eru að deyja og fólk óttast sömu örlög innan skamms. Hiv-jákvæðir sem fyrir árið 1996 voru stöðugt að kveðja nána vini og jafvel maka, einnig draumana um menntun og fjárhagslega velferð, höfðu jafnframt horft á gömlu skólafélagana og vinina láta sína drauma rætast. Þegar nýju lyfin komu á markaðinn 1996 var því skiljanlegt að hiv'jákvæðir fögnuðu ekki strax. Þeir þurftu ekki bara tíma til að átta sig á gagnsemi nýju lyfjanna, þeir þurftu líka að fá að vinna úr öllum fyrri áföllum, óttanum sem bjó í þeim og brostnum draumum. Margir áttu í uppsöfnuðum vanda sem krafðist mikillar eigin vinnu áður en hægt væri að njóta hins nýja lífs. Sem betur fer fékk ég stundum að taka þátt í slíkri vegferð en hún var afskaplega gefandi og lærdómsrík. Enginn brást eins við, því öll erum við ólík og gerum hlutina á okkar sérstæða hátt. En til þess að halda áfram, þurfti að sinna hinni andlegu velferð.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.