Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Síða 10

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Síða 10
ÁPöll og einangrun Fólk heldur samt áfram að upplifa áföll við hiv-greininguna. Það óttast ennþá dauðann og viðbrögð umhverfisins. Viðhorf þeirra til greiningarinnar endurspeglar oft þá fordóma sem ríkja í samfélaginu til sjúkdómsins. Þótt fólk reyni að vinna bug á eigin fordómum óttast það gjarnan áfram fordóma annarra. Það veldur þeim líka miklu hugarangri að hafa ef til vill óafvitandi smitað aðra. Þeir nýgreindu eru því gjarnan óttaslegnir, kvíðafullir og fullir af sektarkennd og reiði gagnvart sjálfum sér. Þeim finnst að þeir hefðu átt að vita betur og vera varkárari í sínu kynlífi. Þeir kjósa því stundum að bíða með að segja sínum nánustu frá greiningunni. Þeir segja að þeim finnist það óþarfa álag á þá á meðan þeir séu svona frískir. Sumir bíða í mörg ár, segjast ætla að gera það þegar þeir veikjast. Eg legg ríka áherslu á það að þeir segi sínum nánustu eða fólki sem þau treysta vel frá sjúkdómnum, því mín upplifun er sú að einangrist þau um of með sjúkdóminn, þá gangi öll aðlögun miklu hægar. Langflestir segja sem betur fer fljótlega frá honum með jákvæðum árangri. Ekki ósjaldan vilja þau samt fyrst vera farin að þekkja sjúkdóminn vel áður en þau segja öðrum frá honum til þess að vera betur í stakk búin að geta útskýrt stöðu mála og styðja við sína nánustu þegar þau færa þeim fréttirnar. Vanalega er bara allra nánustu íjölskyldumeðlimunum og stundum einstaka vinum treyst fyrir greiningunni. KynlíPið Oft finnst þeim sem greinast með hiv sem kynlífið sé langerfiðasti hluti aðlögunarinnar. Hér gildir einu hvort um gagn- eða samkynhneigða einstaklinga er að ræða. Tilhugsunin ein að geta smitað aðra manneskju eða upplifa höfnun vegna smitsins getur verið næg til að draga algjörlega úr kjarki þeirra til þess að stunda kynlíf. Þau smituðust gjarnan sjálf í kynlífi og vilja því fyrir engan mun hafa það á samviskunni að smita aðra manneskju. Þetta getur orðið til þess að fólk efast um að geta nokkurn tímann átt eðlilegt líf þar sem þau geta eignast náinn vin eða vinkonu og lifað venjulegu fjölskyldulífi. Mörg hver upplifa síðan hafnanir á „kynlífsmarkaðnum” þegar þau loksins treysta sér þangað því oft bíða þau lengi með að taka slíkt skref. Greinist fólk í hjónaböndum getur það leitt til skilnaðar. Kynlíf getur því oft á tíðum orðið erfitt og flókið. Hætta er á því að hinn hiv-jákvæði einstaklingur líti á sig sem óhreina, annars flokks veru og langi til að gefast upp. Hér er því stuðningur og ráðgjöf mjög mikilvægur eins og svo oft áður í því aðlögunarferli sem hiv-jákvæð ganga gjarnan í gegnum eftir að þau greinast. Fámennið og börnin Það sem gerir hiv-greiningu á Islandi erfiðari en ella er að úrval smitaðra einstaklinga á kynlífsmarkaðnum er ekki mikið hér á landi og það sama gildir um sam- eða gagnkynhneigða einstaklinga. Þetta á sérstaklega við um þá sem finna út að þeir vilja einungis stofna til náinna kynna við aðra hiv-jákvæða einstaklinga. Þeir hafa komist að því að þeim finnist kynlíf með ósmituðum einstaklingum vera of áhættusamt og stressandi. Allflestir sem ég þekki til búa samt núna með ósmituðum einstaklingum og vegnar vel. Verður hver og einn að gera upp við sig hvers konar samlífs hann eða hún vill stofna til eftir hiv'greiningu og getur það tekið sinn tíma og einnig toll að finna út úr því. Ég er stolt af því að tvö pör hafa fundið hvort annað í hópavinnunni sem ég hef leitt fyrir gagnkynhneigða hiv-jákvæða frá árinu 1999 til dagsins í dag, Hefur annað þeirra fjölgað mannkyninu með litlum sólargeisla sem lýsir upp heimilið. Á undanförnum árum hafa fæðst um 15 börn sem ég þekki til, öll heilbrigð og njóta þau yfirleitt ríkulegrar umhyggju foreldra sinna. Þegar gefin eru fyrirheit um langt líf er eðlilegt að fólki langi til þess að eignast börn. Hiv-lyþagjöf í meðgöngu og handa barninu í stuttan tíma eftir fæðingu verður þess valdandi að líkurnar á því að barnið fæðist smitast eða smitist í fæðingu er undir 1% í stað þess að vera um 30% hefðu engin lyf verið gefin. Síðast þegar ég kynnti mér þessi mál, hafði ekkert barn, sem fæðst hefur á Norðurlöndunum á undanförnum árum, greinst smitað. Aðstoð Sú aðstoð sem ég veiti þessum hópi sem hefur greinst eftir 1996 er í upphafi áfalla- og kreppuvinna vegna hiv'greiningarinnar, sem oftast vekur mikinn ugg. Ég hvet þau gjarnan til þess að segja einhverjum sem þau treysta vel frá sjúkdómnum þar sem þau eru oft mjög ein við að takast á við hann. Ég býðst einnig til að aðstoða við samtöl og hitta fólkið eftir á til þess að fræða það og styðja, sé þess óskað. Jafnframt upplýsi ég smitaða um hinar ýmsu hliðar sjúkdómsins og þá möguleika sem eru í boði í dag. Ég hvet þau síðan eftir ákveðinn tíma að hitta mig í viðtölum hjá Alnæmissamtökunum þar sem ég er einu sinni í viku og/eða koma í hópavinnuna sem stendur til boða eitt

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.