Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Page 14
Jenna Bush með bók um hiv
Breytingin á Jennu Bush, dóttur Bandaríkjaforseta, er
eftirtektarverð, úr óstýrilátum unglingi frá Texas í það
berjast á ritvellinum fyrir kúgaðar konur í heiminum. Fyrir
hálfu öðru ári var hún þekktust fyrir það að reka tunguna
framan í fréttamenn og að hafa verið kærð fyrir að eiga
áfengi undir lögaldri.
Nú blasir allt önnur Jenna Bush við. Hún ferðaðist til Suður-
Ameríku á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og
nú gefur hún úr bók, Saga Onnu, vonarferð (Ana’s Story,
a Journey of Hope). Þar segir hún frá ævi suður-amerísks
unglings sem er smitaður af hiv-veirunni. I bókinni er
102 örstuttir kaflar þar sem sagt er frá ungri stúlku sem
þriggja ára missti móðir sína úr alnæmi. Hún hlaut illan
aðbúnað hjá fósturforeldrum sínum og varð barnshafandi
16 ára. Jenna Bush segir að sagan sé byggð á Önnu sem er
til í raunveruleikanum en hún er líka samofin af mörgum
frásögnum annarra.
Búast má við að bókinni verði vel fagnað af þeim sem vilja
efla smokkanotkun gegn hiv-smiti. Hún minnist á það að
stunda ekki kynlíf utan hjónabands - það er umdeild stefna
föður hennar í alnæmismálum - en hún segir:„Besta leiðin
til að verjast hiv-smiti er að vera trúr félaga sínum og nota
smokk."
„Jólaplattinn í ár ‘
er frá Jómfrúnni
Platti rneá
^ úrvals
jólaréttum
Þú liring'ir
- vió senduin
!J ] J J í
VHITING AÞJÓNl! STA
PÖNTI iNARSÍMI 55 10 100