Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Side 20

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Side 20
ímynduð skömm og feluleikur □□□ ©Cfep® (MP WStHPO ©Dí □□□ SogH Sumir vilja meina að ástæður fordómanna megi meðal annars rekja til þess að fyrstu einstaklingarnir sem greindust hér voru flestir hommar, nokkuð einsleitur hópur. En slíkt er engin afsökun fyrir fordómunum. Það var fljótlega morgunljóst hverjar smitleiðir voru og hreint út sagt er ekki hægt að vera með fullri meðvitund og ganga með einhverjar grillur um mögulegar og ómögulegar smitleiðir. H Við höfum rætt okkar á milli að kannski höfum við ómeðvitað átt þátt í fordómunum. S Mín afstaða til viðvarandi fordóma í samfélaginu er mjög afgerandi. Eg tel að nafnleyndin og leyndin yfir sjúkdómnum viðhaldi fordómum. Ef litið væri á hiv sem hvern annan sjúkdóm, krabbamein eða hvað annað sem enginn er með fordóma gegn í sjálfu sér, hiv væri bara sem aðrir sjúkdómar er menn tala um þá og þegar ástæða er til þess að tala um sjúkdóma, þá væri ástandið annað og betra. Eg segi öllum mínum sjúklingum að enginn hafi tilkynningaskyldu um það að ganga með þessa sýkingu, en það á heldur ekki að vera í einhverjum endalausum feluleik, fyrir nú utan hvað það er erfitt. Fólk er oft í verulegum, persónulegum og félagslegum erfiðleikum við að reyna að viðhalda einhverri leynd sem á að koma í veg fyrir ímyndaða skömm, eða ég veit ekki hvað menn eiga að óttast. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. B Sumir segja skömmina stafa af smitleiðunum, annars vegar kynlífi sem ekki má tala um og hins vegar sprautum sem náttúrlega eru líka tabú. SogH Er það svo! Maður les nú eiginlega ekki neitt í blöðunum nema um kynlíf og fíkniefnaneyslu, um fátt er fjallað meir! En grínlaust þá er auðvitað rétt að hér áður og fyrr var erfitt að tala jafnvel um smokkinn, en sá ís var brotinn með eftirminnilegum hætti og kynlíf er rætt mjög opið þannig að þetta ætti varla að vera ástæðan. Aðkoma ónæmisfræðinga skipti máli Svo undarlegt sem það kann að hljóma, þá var sjúkdómurinn spennandi að vissu marki, um leið og hann var afar ógnvekjandi. Innan ýmissa sérgreina læknisfræðinnar kom fram ákveðinn áhugi og löngun til að tengjast umönnun þessara sjúklinga. Þeir sem fyrstir sýndu sjúkdómnum áhuga, fyrir utan okkur smitsjúkdómalækna, voru ónæmisfræðingar og tóku þeir málið að nokkru leyti í sínar hendur í upphafi. Þeir voru með ráðgjöf og tóku að sér að svara í upplýsingasíma. Ennfremur beittu þeir sér fyrir því að mótefnapróf voru tekin upp.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.