Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Side 23

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Side 23
HogS Þá voru gerð mjög mörg próf og á örskömmum tíma greindust um þrjátíu hiv-smit þarna. Þetta var fólk sem hafði grunsemdir um mögulega sýkingu en beið í raun eftir að fá staðfestingu. Við sjáum svona toppa þegar ný próf koma. Miðað við reynslu annarra landa af leit sem þessari, var talið að við næðum til um 10% af þeim sem væru raunverulega sýktir„þarna úti" og samkvæmt þeirri formúlu þá áttu að vera 300 manns sýktir hér á Islandi á þessum tíma. Sem er miklu meira en raun bar vitni. Að öllum líkindum höfum þarna náð til um 90% allra hiv-jákvæðra á þessum tíma! Sem er í raun alveg með ólíkindum miðað við það sem annars staðar hefur gerst. En upprunalega talan, það er að segja að reikna með að við næðum einungis til 10% af heildarfjölda hiv-smitaðra, hefur orðið til þess að þessi tala hefur verið í gögnum Alþjóðheilbrigðisstofnunarinnar nánast allar götur frá þessum tíma. Menn skiluðu sér í mótefnaprófin Menn þekktu nokkuð vel líkurnar á því að geta verið smitaðir, þeir komu strax og þetta varð ljóst, fyrsti sjúklingur greindist með einkenni 1982, það voru eitlastækkanir og fieira í þeim dúr. Þá var rætt um að meðalmeðgöngutími sjúkdómsins væri 10 ár, frá því að hiv smitast og þar til alnæmi greinist. Þá gat maður reiknað sig til baka og sá að faraldurinn byrjaði hér upp úr 1980 og náði trúlega hámarki í kringum 1982 og 1983 og við sjáum því toppinn þegar við byrjum að mæla 1985/1986. Þetta var í tiltölulega þröngum hópi. Frá þeim tíma hefur þetta verið landlægur sjúkdómur hér á landi, en hefur alls ekki orðið farsótt. Þetta er staðbundinn sjúkdómur og lítil breyting frá ári til árs. Dómsdagstilfinning Þegar greindust um 30 manns á örskömmum tíma héldum við að dómsdagur væri í nánd, þetta var allavega ekki gott. Við höfðum til viðmiðunar þessar hrikalegu tölur frá Bandaríkjunum þar sem allar tölur tvöfölduðust, fyrst á sex mánaða fresti og svo á tólf mánaða fresti. Það virtist alveg endalaust. En nú hefur orðið meira jafnvægi. Mest aukning á hiv-smiti nú er í Austur-Evrópu og Asíu, jafnvel í Afríku hefur ástandið náð nokkru jafnvægi og sem betur fer virðist nýsmiti þar fækka víða. Smit meðal sprautufíkla veldur áhyggjum H Nú nýverið hafa þó nokkrir sprautufíklar greinst með hiv og veldur það miklum áhyggjum. Við vitum ekki hve hópurinn er stór, einnig er erfitt að sýna fram á tengslin og finna þau. Kannski er þetta bara smábóla sem ekki verður stærri, kannski er þetta umfangsmeira. En þó held ég að sjálf umræðan um að þetta sé komið inn í hópinn hafi áhrif. Ef til vill velta einhverjir fyrir sér hvort óhætt sé að skiptast á sprautum eða ekki og þannig gætu áhrifin orðið óbein. S Einhverjar rannsóknir hafa sýnt fram á að hjá fólki í mikilli, stöðugri neyslu skiptir hiv engu máli til eða frá, áhyggjuefnið er næsta fix. En þetta gildir hins vegar ekki fyrir stærstan hóp þeirra sem sprauta sig af og til hér á landi. Við höfum dálítið brenglaða mynd af eiturlyfjaneytenda. Við höldum að hann sé endalaust að sprauta sig, meðvitundarlaus inni á almennissalerni, en veruleikinn er ekki þannig. Trúnaðarsamband sjúklings og læknis HogS Frá upphaíi mynduðust náin trúnaðartengsl á milli hiv-sjúklings og læknis. Það er náttúrlega óhugsandi í stóru landi þar sem eru stórar sjúkrastofnanir að taka á móti tugum sjúklinga á hverjum degi, það gengur einfaldlega ekki þar að hver og einn sjúklingur komi til sama læknis, og það ár eftir ár. Þar verður samband læknis og sjúklings algjörlega ópersónulegt. í upphaíi var slíkt leyndarmál, væri einhver hiv-jákvæður, að sjúklingurinn var tekinn inn á skrifstofu og þar var blóðið tekið, en þetta varð til þess að við höfum haldið þessum sið. Þetta er mjög sérkennilegt í raun og veru. Á hinn bóginn þá kemst maður í mjög gott persónulegt samband við sjúkling þegar verið er að taka blóð úr honum, varla er hægt að vera í nánara sambandi en sjúga blóð úr fólki! 23

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.