Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Qupperneq 24

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Qupperneq 24
H Árið 1998 hætti ég að vinna sem læknir inni á spítala, er ég fór í þetta starf sem ég er í núna, sem sóttvarnalæknir, en ég er þó enn með hiv-jákvæðan einstakling sem ég sinni og það er erfitt að hætta þessu. Allt þar til fyrir tveimur árum var ég með alla mína gömlu sjúklinga. Þeir komu til mín og ég fór upp á spítala og sinnti þeim þar. Þetta er alveg gagnkvæmt samband. Maður var búinn að vera með sömu einstaklingunum kannski á annan áratug og það er mjög erfitt að hætta slíku. Til þess að geta verið góður læknir þarf maður að gefa sig að því og fylgjast með því sem er að gerast, til dæmis hvað varðar þróun lyfja. Á seinni árum hefur starf mitt embættislæknir dregið úr möguleikum þess að sækja ráðstefnur innan sérgreinarinnar og fylgjast með því sem efst er á baugi og framþróun til dæmis hvað lyfjaþróun varðar. Maður verður að gá að sér og þekkja mörkin, þekkja sinn vitjunartíma. Sameiginlegir sigrar og sorgir S Tíminn sem leið þangað til við höfðum eitthvað í höndunum var ótrúlega langur og reyndist enn lengri í huganum, síðan fengum við eitt lyf, AZT, sem kom að mestu í veg fyrir þessa hræðilegu sjúkdóma þar sem kom fram heilabólga og heilaskemmdir og sjúklingar voru ekki lengur þeir sjálfir heldur urðu gjörsamlega út úr heiminum. AZT kom að mestu í veg fyrir þetta. H Sigrar og sorgir voru hluti af lífi okkar eins og sjúklinganna. Þegar nýju og mikilvirku lyfin komu 1996, þá var ég að missa einn sjúkling, það var svo augljóst, hann var nánast orðinn blindur, gat ekki hreyft sig. Síðan komu lyfin og á tíu dögum þá reis hann upp, það var ótrúlegt, - hann reis upp frá dauðum. Eftir það efaðist ég ekki um gagnsemi þessara ly§a. Þetta er trúlega svipuð tilfinning og menn fundu fyrir þegar penicillínið kom fram á sjónarsviðið og berklameðferðin. Það er reyndar merkilegt hve berklameðferðin minnir að mörgu leyti á meðferðina við hiv. Berklameðferðin byrjaði á einu lyfi sem dugði ekki og það var ekki fyrr en tókst að gefa fleiri lyf gegn berklum sem tókst að sigrast á þeim. S Það er gaman - en þó kannski ekki gaman - að minnast þess að George Orwell, sá mikli sagnameistari, hann var berklaveikur og var einn af fyrstu sjúklingum sem fékk streptómýcín við berklum og frá því að liggja við dauðans dyr, reis hann upp og skrifaði meira að segja bókina 1984 eftir þetta. Það þurfti upprisu til að skrifa þá bók! Berklarnir tóku sig hins vegar upp aftur hjá Orwell, bakterían var orðin ónæm og ekki var fleiri lyfjategundum til að dreifa. Hann dó því úr lyfjaleysi. Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að gefa fleiri en eitt lyf. Sog H Sannleikurinn er sá að það er að koma töluvert af nýjum lyfjum, með nýjan verkunarmáta, reyndar ekkert sem bendir til að unnt verði að sigrast á veirunni en lyfin virðast hafa minni aukaverkanir. Stóru lyfjafyrirtækin eru að standa sig mun betur í því að þróa fram nýja lyfjaflokka í baráttu við hiv-veiruna heldur en varðandi ýmsar aðrar sýkingar. Að sjálfsögðu hefur ágóðavonin sitt að segja. Ef einhver sýkist af hiv þýðir það í dag lyfjatöku allt lífið, þar sem lyf er unnt að fá. Malaría á hinn bóginn, getur gengið yfir á skömmum tíma, fáist lyfi að auki er hún landlæg þar sem félagslegt kerfi er veikt og því lítil ágóðavon í alla staði. Það getur verið erfftt að sætta sig við ósigra S Vissulega hefur maður upplifað einstök dæmi, afskaplega sorgleg, á þessum tíma og sem var erfitt að sætta sig við og hafa tekið á, en eins og í öllum störfum, telji maður sig gera allt sem hægt er, og ekki klúðra málum þá er það hluti af því að vera læknir að sætta sig við að maður er ekki fullkominn.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.