Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Síða 26

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Síða 26
' * a Niðunsböðun líPsgœðakönnunan meðal hiv-jökvœðna ó Nonðunlöndum Menntun, atvinna og Pjárhagsstaða Helmingur þátttakenda telur þárhagsstöðu sína góða, karlar eru þar í meirihluta. Ríflega helmingur svarenda er í fastri vinnu, hluta- eða fullu starfi, 40% vinna fullan vinnudag. Aðrir eru í námi, endurhæfingu, eftirlaunum, atvinnulausir eða öryrkjar. Framhalds- eða háskólamenntun er algengari meðal þeirra sem stunda fulla vinnu. Af þeim sem eru án atvinnu sögðust 21% vissulega vera tilbúnir að fara á vinnumarkaðinn ef þeir fengju sérstakan stuðning til þess, en 54% voru kannski tilbúnir að hefja atvinnu að nýju með stuðningi. NordPol, samstarfsvettvangur norrænu alnæmissamtakanna, stóð fyrir könnun meðal hiv-jákvæðra á Norðurlöndunum um lífsskilyrði þeirra. Markmiðið var að fá heildstæða mynd af því hvernig hiv-jákvæðir á Norðurlöndum upplifðu líf sitt og aðstæður. Könnunin náði til hiv-jákvæðra í Svíþjóð, Finnlandi og á Islandi. Þátttakendur voru 823 af þeim 5.000 hiv-jákvæðum sem lifandi eru í þessum þrem löndum, þar af 24 frá íslandi. Sexhundruð fjörutíu og sex aðspurðra eru karlar og konur eru 172 talsins. Hommar og tvíkynhneigðir eru 512 en gagnkynhneigðir 216. Könnunin er sú fyrsta sinnar tegundar og er ekki vísindalega viðurkennd. Það voru 49 spurningar lagðar fyrir þátttakendur. Niðurstöður eru ekki endanlegar, eftir er að vinna frekar úr þeim. Þær verða síðan bornar saman við niðurstöðum úr fyrri könnunum sem gerðar hafa verið í Danmörku og Noregi. Hér verður því stuttlega sagt frá nokkrum þáttum úrvinnslunar sem okkur hafa verið sendar frá Svíþjóð. Félagslegar aðsfcœdur Meirihluti þátttakenda eru barnlausir, nema á íslandi en 54% svarenda þaðan eiga börn. Félagsleg einangrun er vandamál meðal þátttakenda á öllum aldri og af báðum kynjum. 59% svarenda sögðust finna oft eða stundum til einsemdar, þrátt fyrir að þeir gætu hugsað sér félagsskap annarra. Þátttakendurvoruspurðirumhelstuafleiðingarþess að greinast hiv-jákvæður og svöruðu eftirfarandi; ♦ Félagsleg einangrun - einsemd 57% + Aukið samband við fjölskyldu og vini 53% ♦ Upplifa sig sýkt/smitandi og halda líkamlegri fjarlægð frá öðrum 43% ♦ Aukin samkennd og athygli frá öðrum 40% ♦ Upplifa annað fólk hrætt við sig og halda fjarlægð 31%

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.