Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Qupperneq 28

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Qupperneq 28
Sem fyrr styður Landlæknisembættið fræðsluverkefni Alnæmissamtakanna en auk þess hefur fyrirtækið GlaxoSmithKline stutt verkefnið með mjög myndarlegum hætti. Fleiri aðilar hafa stutt við bakið á Alnæmissamtökunum í þessu starfi, svo sem snyrtivörufyrirtækið M.A.C, og Reykjavíkurborg, þannig að einhverjir séu nefndir. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir. I tímans rás hefur verkefnið þróast og þroskast. Fræðslu- fulltrúar okkar hafa í auknum mæli lagt áherslu á siðferðislega hlið málsins. Nauðsyn þess að hver og einn, unglingur sem aðrir, sýni sjálfum sér og þar með öðrum virðingu í öllum samskiptum. Erfitt getur verið að meta gildi fræðslu- og forvarnarstarfs, en við getum verið viss um að takist okkur að koma í veg fyrir eitt nýsmit er betur af stað farið en heima setið. Tölur um greiningu á klamydíu benda til þess að fræðsla Alnæmissamtakanna skipti máli. Þess vegna munum við ótrauð halda áfram! Birna Þórðardóttir Fnœðslu- og PorvannanvenkePni Alncemissamtakanna Hven og einn skiptin máli Síðastliðinn vetur lögðu Alnæmissamtökin af stað með fræðslu- og forvarnarverkefni fyrir nemendur í níundu og tíundu bekkjum grunnskóla landsins. Verkefnið stendur reyndar enn yfir þar sem ekki tókst að ljúka því fyrir lok skólaárs síðstliðið vor. Þar komu til ófyrirsjáanleg veikindi og fleira sem lagði stein í götu okkar. En við látum ekki deigan síga og er nú verið að skipuleggja síðasta áfanga verkefnisins. Þetta er í þriðja skiptið sem Alnæmissamtökin standa að þessu umfangsmikla verkefni. Við skipulagningu er gengið út frá því að hver og einn einstaklingur sé jafn mikilvægur og eigi rétt á þeirri fræðslu sem boðið er upp á. Stærð skóla skiptir þar ekki máli, unglingur í Hrísey á sama rétt til fræðslunnar og unglingur í Hagaskóla, þótt lengri tíma taki okkur að komast útí Hrísey en í Vesturbæinn!

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.