Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Síða 30

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Síða 30
Alþjóðlegi alnœmisdagupinn 1. desemben 2007 Sfcöðvum alnœmi - ePnum loPoröin: fcökum Porysfcu í eigin hendur Eftir upplýsingum frá Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna lifa nú 39,5 milljónir manna við hiv-smit, þar á meðal 2,3 milljónir barna. A árinu 2006 smituðust 4,3 milljónir af veirunni. Um helmingur þeirra sem smitast eru innan við 25 ára aldur og deyr áður en 35 ára aldri er náð. Um 95% þeirra sem búa við hiv-smit og alnæmi eiga heima í þróunarlöndum. En hiv-veiran ógnar körlum, konum og börnum í öllum heimsálfum, um allan heim. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn var fyrst haldinn 1. desember 1988. Hann var ekki ætlaður til þess fyrst og fremst að afla fjár, heldur að auka skilning á málefninu, berjast gegn fordómum og efla fræðslu. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er mikilvægur til þess að minna almenning á að hiv-hættan er ekki horfin og það eru mörg verk enn óunnin. MálePni alþjóðlega alnœmisdagsins 2007 Undanfarin tvö ár hafa einkunnarorð dagsins verið: Stöðvum alnœmi - efnum loforðin. Sömu einkunnarorð eru einnig í ár og verður svo fram til ársins 2010. Með þeim er höfðað til ríkisstjórna, stefnumótenda og heilbrigðisyfirvalda að þessir aðilar gæti þess að uppfylla þau margvíslegu markmið sem sett hafa verið í baráttunni gegn hiv-veirunni og alnæmi. Sérstaklega á þestta við um þau fyrirheit að allir geti notið meðferðar við hiv-veirunni, umönnunar, stuðnings og forvarna í síðasta lagi árið 2010. Sérstökum áherslum er bætt við á hverju ári og í ár er lögð áhersla á að við tökum forystuna í eigin hendur, hvert og eitt á sínu sviði, í vinnu, á heimili, í vinahópi, hvar sem er.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.