Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Page 31
Heimsmolar
MáiePni alþjóðlega
alnœmisdagsins Prá upphaPi
1988 Veröldin sameinuð gegn alnæmi
1989 Okkar líf og okkar neimur -
látum okkur annt hverju um annað
1990 Konur og alnæmi
1991 Deilum abyrgðinni
1992 Alnæmi — ábyrgð samfélagsins
1993 Kominn tími til athafna
1994 Alnæmi og íjölskyldan
1995 Sameiginleg réttindi - sameiginleg ábyrgð
1996 Einn heimur - ein von
1997 Börn í heimi alnæmis
1998 Afl til breytinga -
heimsátak meðal ungmenna gegn alnæmi
1999 Hlustum, lærum, lifum - ungt fólk og alnæmi
2000 Alnæmi - afstaða karla skiptir máli
2001 Snertir mig - en þig?
2002 Fordómar og útskúrun
2003 Fordómar og útskúfun
2004 Konur, stúlkur, hiv og alnæmi - hlustið á rödd okkar
2005 Stöðvum alnæmi -
efnum loforðin: hreinskilni og víðsýni
2006 Stöðvum alnæmi -
efnum loforðin: almenna ábyrgð
2007 Stöðvum alnæmi -
efnum loforðin: tökum forystu í eigin hendur
Niður með virðisaukaskattinn á
smokkum
Hvergi í Evrópusambandinu er virðisaukaskattur hærri en
í Danmörku og Svíþjóð, almenni skatturinn er 25%. Vinstri
flokkarnir á Evrópuþinginu standa nú fyrir undirskriftasöfnun
á netinu til stuðnings þess að í öllum aðildarlöndunum verði
skatturinn á smokkum 5%. Undirskriftirnar á að afhenda
stuttu fyrir alnæmisdaginn 1. desember.
Samkvæmt reglum sambandsins ráða löndin því sjálf hve hár
skatturinn er en hann má hvergi vera lægri en 5%.
Mannréttindabrot í Póllandi
Mannréttindasamtökin Human Right Watch hafa ritað
pólsku ríkisstjórninni - sem er nú nýfarin frá - opið bréf og
mótmælt lagafrumvarpi sem er ætlað að banna alla fræðslu um
samkynhneigð í skólum og öðrum menntastofnunum. Það
brjóti gegn málfrelsi og réttinum á aðgengi að upplýsingum.
I frumvarpinu er þeim sem brýtur lögin gert að sæta brottreksti
úr starfi og sektum eða fangelsi. Þetta á við alla sem starfa að
forvörnum gegn hiv og alnæmi.
Eþíópíumenn verjast alnæmi með
smokkum með kaffibragði
Læknar hafa lengi deilt um áhrif kaffis á heilsuna en það er
líklegt að hróður þess aukist, þökk sé smokki með kaffibragði
sem á að hvetja til öruggs kynlífs í Eþíópíu.
300.000 stykki seldust á einni viku eftir að sala hófst en
bandarískt góðgerðafélag dreifir þeim.
Félagið segir að 2,1% Eþíópumanna séu hiv-smitaðir og 7%
í Addis Ababa, höfuðborginni. Kaffismokkarnir eru talsvert
ódýrari en aðrir og kosta helmingi minna en kaffibolli á
kaffihúsi. Þeir eru dökkbrúnir á lit og bragðið er eins og
af uppáhaldskaffi flestra, eins konar expresso með miklum
sykri og rjóma.
Smokkurinn var þróaðir vegna þess að svo margir kvörtuðu
yfir latexlyktinni af óbreyttum smokkum. Félagið hefur
dreift smokkum í Indónesíu með bragði af durian-ávexti
sem er alræmdur fyrir fýlu og í Kína með bragði af sætum
maís.
Ekki eru allir ánægðir með nýjungina. Talsmaður koptísku
kirkjunnar er það ekki enda boðar hún kynlífsbindindi utan
hjónabands.„Við erum stolt af kaffinu okkar," segir hann.
Maður nokkur, 37 ára, sagðist ekki hrifinn af kaffi-
smokkunum. „En ég nota alltaf venjulegan smokk þegar ég
á mök við aðrar en konuna."