Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Page 37

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Page 37
Mbeki forseti Suðurafríku er enn „alnæmisandófsmaður“ Ævisaga Thabo Mbekis forseta Suðurafríku er væntanleg bráðlega. Höfundurinn segir að forsetinn sé enn við sama heygarðshornið í alnæmismálum þó að hann hafi ekki rætt þau opinberlega í fimm ár. Hann hætti að tala um alnæmi vegna óánægju ráðherra í ríkisstjórninni sem sögðu að hann gerði að engu virðingu þá sem landið hefði áunnið sér erlendis þegar Nelson Mandela var forseti. Reyndar hefur heilbrigðisráðherrann, Manto Tshabalala-Msimang, haldið haldið að tala áfram á sömu nótum og Mbeki. Mbeki samdi 100 blaðsíðna rit fyrir nokkrum árum sem var ekki gefið út opinberlega en dreift leynilega. Þar segir hann að alnæmissérfræðingar séu nútíma útrýmingarbúðastjórar nasista og svartir menn sem fallist á skoðanir þeirra séu sjálfsþjökuð fórnarlömb þrælshugans. A það er bent í bókinni að skýrslur ríkisstjórnarinnar sjálfrar sýna að yfir tvær milljónir manna eru dánar í landinu af völdum alnæmis og áttundi hver maður á vinnualdri er hiv- smitaður. Mbeki kom í veg fyrir að lyf gegn retró-veirum væru notuð í almenningssjúkrahúsum því að lyfjafyrirtækin ýktu tengslin milli hiv-veirunnar og alnæmis til þess að auka söluna og að þau drægju úr því að lyfin hefðu eituráhrif sem andófsmennirnir segja að bani fleirum en sjúkdómurinn. Alnæmi barst með einum manni til Bandaríkjanna Að mati bandarískra vísindamanna er afar sennilegt að veiran sem veldur alnæmi hafi borist til Bandaríkjanna frá Haítí um 1969 með smituðum innflytjanda. Þróunarlíffræðingurinn Michael Worobey við háskólann í Arizona sagði í október 2007 að þetta hafi verið talsvert fyrr en áður var ætlað. Eftir þetta hafi veikin kraumað í tólf ár áður en vísindamenn áttuðu sig á því að upp væri kominn nýr sjúkdómur, Á þessum árum hafa margir dáið úr honum án þess að það væri vitað. Vísindamennirnir uppgötvuðu að veiran hefði borist til Haítí frá Mið-Afríku um 1966. Okunnur maður, laus og liðugur, hefur líklega farið frá Haítí til Miami eða New York og þar hefur ferð veirunnar hafist um Bandaríkin og síðan um allan heim. Vísindamennirnir eru nokkuð vissir um þessi kenning sé rétt. Þeir líta svo á að útilokað sé að veiran hafi borist rakleiðis frá Afríku til Bandaríkjanna. Samkvæmt rannsóknum munu menn fyrst hafa smitast af verunni um árið 1930 við það að borða kjöt af sýktum apa.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.