Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Blaðsíða 39
Heimsmolan
„Mér finnst ég vera eitraður"
Andrew March var 13 ára þegar honum var sagt að hann væri
hiv-smitaður. Hann hafði verið beðinn íjórum árum áður að
koma í alnæmispróf á sjúkrahúsinu þar sem hann átti heima í
Warwickshire á Bretlandi. Skömmin kringum alnæmi var slík
að foreldrunum voru aldrei gefin einhlít svör.
„Okkur var aldrei sagt frá niðurstöðunum og urðum að giska.
Eg var orðinn 13 ára þegar ég fékk fulla vitneskju um að ég
væri smitaður. Það kom bréf frá skólastjóranum sem sagðist
hafa fengið bréf um alnæmi og vildi fá að vita hvort hann
þyrfti að láta sótthreinsa skólann. Þá fóru foreldrar mínir til
heimilislæknisins.“
Þá var Andrew sagt frá því að hann hefði smitast við blóðgjöf
þear hann var níu ára. „Viðbrögð mín voru þau að gleypa 50
asperíntöflur. Þegar maður er blæðari má maður ekki taka
asperín og ég fékk lífshættulega magablæðingu."
Nú er Andrew 33 ára tónskáld og býr í London.„Ég fell í flokk
þeirra þar sem ekkert virðist vera að gerast og hef ekki fengið
nein alnæmislyf. Ég hef brugðist vel við lyfjum gegn lifrarbólgu
C svo að það tókst vel. Ég er meðal afar fárra samkynhneigðra
blæðara og smitaðist augljóslega áður en ég vissi nokkuð um
kynhneigðina. En ég er einhleypur."
„Ég hef verið í sambandi tvisvar en sálfræðilega hliðin er hrein
martröð þegar kemur að því hefja kynni. Ég hef kynnst fólki sem
er dásamlegt og gæti orðið dásamlegir félagar en það gengur ekki
lengur en viku. Þetta er mjög erfitt. Mér finnst ég vera eitraður."
W
Vændi í Burma
Þó að vændi sé alvarlegur glæpur samkvæmt lögum
herforingjannaíBurmaþrífstþaðvekeinkumíhöfuðborginni
Rangoon og í landamærabæjunum við Taíland. Kaupendur
eru útlendingar á ferð og vændiskonurnar sækja einkum
hótel og bari.
Ungar stúlkur geta fengið greidda 100 Bandaríkjadali fyrir
nóttina (6.000 krónur) en þær eldri þurfa að sætta sig við
minna.
Hiv-faraldurinn er óvíða í Asíu alvarlegri en í Burma.
Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að 360.000 manns væru
smitaðir í árslok 2005 og um þriðjungur þeirra sem
stunda kynlífssölu. Utgjöld heilbrigðisráðuneytisins til
alnæmismála það árið voru 137 þúsund dalir (8,2 milljónir
króna). Ibúar landsins eru 47 milljónir svo að útgjöldin eru
17 aurar á hvern íbúa.
Vegna stefnu herforingjastjórnarinnar fær landið miklu
minni þróunaraðstoð en nágrannalöndin. Árið 2004 fékk
Burma 144 krónur í aðstoð á hvern íbúa, Víetnam 1.320,
Kambódía 2.100 og Laos 2.820 krónur.
Eftir nýjustu atburði í Burma hafa Bandaríkin og
Evrópusambandið ákveðið hertar refsiaðgerðir og Japan
hættir að veita mannúðaraðstoð.