Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2004, Qupperneq 17
Það er opinbert leyndarmál, að hin fimmtíu ára gamla
Eurovision-keppni hefur alla tíð verið í miklu uppáhaldi
hjá hommum. Þeir hafa elt keppnina á röndum
heimshornanna á milli, verið tíðir gestir í áhorfendasaln-
um, og aðdáendaklúbbar keppninnar eru oftast nær
starfræktir af hommum. En yfirlýstir hommar hafa sjald-
an verið staddir á sjálfu svið-
inu, fyrir framan myndavél-
arnar, til að taka þátt í
Eurovision sem fulltrúar þjóðar
sinnar – nema kannski sem
bakraddir. Auðvitað hefur
fjöldinn allur af fólkinu í skápn-
um tekið þátt í keppninni.
†msar getgátur hafa til dæmis
verið uppi um kynhneigð
Cliffs Richard frá Bretlandi,
Jans Verner frá Noregi, Birthe
Kjær frá Danmörku og
Christers Björklund frá Svíþjóð
og svo má áfram telja.
Páll Óskar var fyrsti yfirlýsti
homminn sem tók þátt í
Eurovision árið 1997. Þar með
var brotið í blað í sögu keppn-
innar, og í kjölfarið kom Dana
International frá Ísrael og
sigraði. Nú eru yfirlýstir homm-
ar og opinberar lesbíur mun óragari að taka þátt í
Eurovision, því það hefur löngu sannast að kynhneigð
viðkomandi þarf ekki að koma í veg fyrir gott gengi í
keppninni. Skemmst er að minnast Deen frá Bosníu sem
söng lagið „In the Disco“ og lenti í 9. sæti.
Tómas Þórðarson, sem keppti í Eurovision í ár fyrir
hönd Dana, heiðrar nú Hinsegin daga með nærveru
sinni. Kannski líka sumpart til að þakka fyrir það að
Íslendingar gáfu honum 12 stig í Eurovision-forkeppninni
– eina þóðin sem færði honum 12 stig. Hann er 29 ára
atvinnumaður í tónlist, hann syngur með latínó-bandi
sem svipar til Milljónamæringanna og söngurinn er hans
lifibrauð. Hann hefur tekið þátt í mörgum söngvakeppn-
um í heimalandinu og náð ágætum árangri. „En þetta er
toppurinn, að fá að syngja fyrir hönd dönsku þjóðarinnar
í Eurovision. Algjört æði,“ sagði Tómas þegar hann hafði
unnið sér réttinn til að taka þátt í Eurovison-keppninni
fyrir hönd Danmerkur í Istanbul sl. vor.
Tómas á íslenskan föður og danska móður og býr á
Nørrebro í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum,
Kenneth og fósturbarni þeirra. Kenneth var einmitt í
bakraddakórnum sem studdi við bakið á Tómasi þegar
hann söng til sigurs í undankeppni Eurovision í Árósum
í febrúar sl. „Ég söng lagið fyrir Kenneth,“ sagði Tómas í
samtali við Ekstrabladet eftir
að sigurinn var í höfn. Tómas
elskar mann sinn heitt „og það
skilar sér alltaf í söngnum,“
segir hann.
29-year-old tomas thordarson
represented denmark in this
year’s eurovision song
Contest. he performed splen-
didly when he gained an
unequalled victory at the
danish national song Contest
with the catching latin song
“shame on You“.
this victory is in fact tomas´
second on national television.
two years ago the danes
enjoyed his brilliant vocal,
when he won the opening
round in the premiere edition
of the large tv talent show “star for a night“. this
brought him to the finals where he ended in third place.
shortly after his performance in “star for a night“, tomas
took the consequences of his love for music. he felt that
the most important thing for him was to be able to earn
his living from what made him happy. thus he decided
to give up a secure job and started to concentrate
entirely on music.
now tomas writes his own songs, and spends lots of
hours composing music on his beloved computer. this
has resulted in a debut album, which is a hot topic right
now. tomas himself describes it as a pop album with a
touch of latin. his new hit-single “hvis du vil ha´ mig“ is
now available in the shops.
tomas thordarson is performing at the gay pride open
air concert in reykjavík saturday 7 august. Welcome to
iceland, tomas!
17
TOMAS
Þ O R Ð A R S O N
•