Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2004, Side 21

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2004, Side 21
A P A S P I L Mér er í fersku minni að egar gervasoni- málið stóð sem hæst og ég var í mennta- skóla að ég og vinur minn sem nú er virðu- legur prófessor skrifuðum fjölda lesenda- bréfa undir aðskiljanlegum nöfnum sem við fengum lánuð í því skyni að búa til almenn- ingsálit. Það voru skemmtileg og skapandi skrif. kann að hugsast að nú sé eitthvað svipað í gangi í Morgunblaðinu? að minni- hlutahópur í skoðunum sé að reyna að láta líta svo út sem hann sé sjálfur almenningur að láta í ljós sitt álit? eða getur það verið einleikið hversu margt gagnkynhneigt fólk að eigin mati virðist finna sig knúið einmitt um þessar mundir til að amast við samkyn- hneigð annarra. ef marka má umræðuna í Morgunblaðinu um þessar mundir brennur það heitast á íslenskri þjóð þetta ár hvort samkynhneigð sé sjúkdómur sem megi lækna, hvort hún sé guði þóknanleg, andstæð kristinni trú, viður- styggð. Ýmislegt bendir reyndar til að trúfífl séu að færast í aukana nú í aldarlok. í barnatíma á sunnudagsmorgni í ríkissjónvarpinu um daginn velti stúlka fyrir sér upphafi mannsins og sagði að „ýmsir teldu“ að maðurinn „væri kominn af öpum“ og klykkti út með því að það væri „nokkuð athyglisverð hugmynd“. svo fór hún að segja frá adam og evu. en ætli við verðum ekki samt að ætla að flestir landsmenn séu svo upplýstir að vita að óyggjandi gögn hafa fundist sem sýna að menn og apar eiga sér sameiginlegan uppruna. og ætli við verðum ekki líka að ætla að flestir íslendingar noti aðrar aðferðir við að gera upp hug sinn um kynhneigðir náungans en að fletta upp í spámönnum Biblíunnar. umræðan um samkynhneigð í Morgunblaðinu hefur sem sé verið alltof trúarleg til þessa, bæði hjá þeim sem ráðist hafa á samkynhneigða og líka hjá hinum sem gripið hafa til varna; það er ekki vanda- mál samkynhneigðra ef kirkjan á ekki annað erindi við þá en að segja þeim að leita sér lækninga við þeim kvilla að vera þeir sjálfir. Guðmundur Andri Thorsson í DV 1999 Hommaleikhúsið Hégómi Hommaleikhúsið hégómi – og eftirsókn eftir vindi í seglin hefur verið á allra vörum undanfarna mánuði. Frá því leikhópurinn tók til starfa hafa ellefu hommar leikið í sýningum hans og þrjár lesbíur ásamt öðru fólki unnið baki brotnu baksviðs til að gera sýningarnar mögulegar. Frumsýnt var á Jóni forseta laugardaginn 22. maí og síðan hefur leikhópurinn sýnt þar á hverju laugar- dagskvöldi. Leikhópurinn starfar eftir grasrótarfyrir- komulagi og því er engin stjórn í félaginu, held- ur tekur hann allar ákvarðanir á vikulegum fundum. Fyrir- myndirnar eru sóttar til hommaleikhúss- ins í Kristjaníu í Kaupmannahöfn og til Hjallastefnunnar, þar sem kynin eru aðskilin en leika sér öðru hvoru saman. Uppi eru áform um leikferð um landið til að skemmta öllum Íslendingum og met- naðarfull verk á leikskránni næsta vetur – kirsjuberjagarðurinn eftir Tsjekov, píkusögur og jóla- og áramótaskaup. þá má ekki gleyma „fitubrennslunámskeiði sem virkar“ og gefið verður út á mynd- bandi. Einnig er stefnt að útgáfu á geisladiski með tónlist úr leiksýningum hópsins sem mun setja svip sinn á gleðigönguna niður Laugaveg. Leiðarljós Hégóma eru húmor, áróður, ádeila og glamúr fáranleikans. Leikhópn- um er ekkert heilagt og hann tekur sjálf- an sig hæfilega hátíðlega. því að engin sýning er annarri lík og í raun og veru vita leikararnir aldrei fylli- lega hvert einstök sýn- ing þróast hverju sinni. Heimasíðan er: www.folk.is/hegomi Við bjóðum Hégóma velkominn á svið Hin- segin daga laugardag- inn 7. ágúst. the icelandic Queer theater vanity is a group of gay men in reykjavík who per- form at Club jón forseti every saturday night at 11 p.m. the vanity queens will have their float in the gay parade and vanity singers and dancers are among entertainers at the gay pride open air concert, saturday 7 august, with a classi- cal number from Mel Brook´s film The Producers. to learn more about the vanity theater go to: www.folk.is/hegomi

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.