Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 29

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 29
spurt var „hvort ert þú karlinn eða konan í sambandinu?“ sem var algeng spurning á þessum árum þegar sumum virtist óskiljanlegt að tveir einstaklingar gætu verið saman á jafnréttisgrundvelli, en ég man að ég bölvaði því í huganum að vera í hvítri skyrtu og svörtu vesti. Eins og karl. Og ýtti þar ábyggilega undir margvíslega fordóma. Auðvitað var ég sjálf uppfull af for- dómum, enda hafði ég enga jákvæða fyrirmynd. Mér fannst meira að segja um tíma að það væri allt í lagi að vera í skápn- um, svona að mestu leyti. Algjör óþarfi að segja vinnufélögum eða nágrönnum hið sanna. Það gæti bara kallað á einhver óþægindi. Og þegar fólk velti fyrir sér hvor væri konan og hvor karlinn, þá var ég meira að segja óörugg, enda hafði ég rekist á bók þar sem lesbíum var lýst á þennan hátt og taldi mig svo sem ekkert endilega vita betur. Sá grunur læddist meira að segja að mér að ég væri kannski misheppnuð lesbía eftir allt saman, fyrst þessi mælistika hentaði mér svona illa. Svo opnaðist skápurinn auðvitað upp á gátt með tímanum því hyggjuvitið hafði yfirhöndina, eða bara hrein og klár nauð- syn. Það er svo óskaplega takmarkandi að búa í skáp til lengdar. Á þessum árum var raunar hinn hálf- opni skápur dálítið einkennandi fyrir hópinn. Þar voru vissulega einstaklingar, sem skrifuðu greinar og komu fram opin- berlega, en svo voru það við hin, sem lögðum ýmislegt af mörkum innan Samtakanna en vildum svona síður gera það á mjög áberandi hátt. Afsakanirnar voru óteljandi. Ef það var ekki upplogin tillitssemi við ömmu var það feimni við frægð eða einhver álíka fyrirsláttur. Sem dæmi um þetta má nefna böll, sem Samtökin ´78 héldu stundum. Þau voru vissulega kærkomin, því þarna gátu hommar og lesbíur loksins skemmt sér á eigin forsendum. Og mætingin var undan- tekningarlaust frábær. En þegar ljós- myndir frá ballinu birtust í tímariti greip víða um sig skelfing og rætt var fram og til baka hvort vinir og ættingjar myndu þekkja andlitið sem birtist í hafsjó hun- drað annarra. Og hvort hægt væri að tryggja að ekki yrðu teknar myndir á næsta balli. Salan á blaðinu úr felum og mennta- skólafundirnir voru fyrirboði þess sem síðar varð. Opin umræða og sterkar fyrirmyndir í hópi samkynhneigðra slógu vopnin úr höndum þeirra sem hugsanlega hefðu beitt fordómum sínum til ills. Og þegar réttindabaráttan var komin á svo mikinn skrið að málin voru rædd í fúlustu alvöru á Alþingi Íslendinga urðu fáir til að mæla gegn sjálfsögðum mannréttindum samkynhneigðum til handa, enda aug- ljóst að almenningur var á okkar bandi. Að vísu heyktist þingið á að heimila samkynhneigðum að ættleiða börn og lesbískir skattgreiðendur mega ekki nýta sér þjónustu tæknifrjóvgunardeildarinnar. þetta mun breytast og það fyrr en síðar. því það eru ekki lengur bara tveir hommar og tvær lesbíur á Íslandi. ragnhildur sverrisdóttir is a journalist at Morgunbladid, iceland's biggest newspa- per, married to hanna katrín and mother of twin girls, aged 3. in this article ragnhildur reminisces about her years of coming out in reykjavík around 1980 in an ignorant and homophobic atmos- phere. the title of her humoristic memoir tells everything: “those were the times when there were only two lesbians in iceland.“ M Ö R G E R V I S K A N Leiðindaframkoma flestir kynvillingar eru alltaf að flýta sér og vilja ljúka sér af sem allra fyrst ... lesbíur svíkja og pretta hver aðra á fjarskalega reglu- bundinn og leiðinlegan hátt ... svo er að sjá að matur og allt matarkyns orki örvandi á flesta kynvillinga ... Matur kemur mjög við sögu í kynlífi þeirra ... í endaþörmum kynvillinga finnast alls konar hlutir, eins og t.d. pennar, blýantar, varalitir, greiður, smá- flöskur, rafmagnsrakvélar. væri þessu öllu safnað saman mundi það nægja til þess að opna búð með ýmiss konar smávarningi. David Reuben: Allt sem þú hefur viljað vita um kynlífið, 1969 Sálfræðilegar ályktanir Þá er ekki síður sorglegt, þegar ólánsamir piltar sjá ekki annan kost betri í sambúð með móðurinni, en að afneita kyni sínu til að hlífa sjálfum sér við karl- eða föðurhatri hennar. kynsamsemdin, þ.e. vissan um eigið kyn- ferði, ruglast, og kynímyndin verður óskýr eða brengluð. hætt er við, að slíkir drengir verði samkynhneigðir. Arnar Sverrisson sálfræðingur í Degi, 1998 Inn á þjóðveg 1 Þeirri skoðun vex meira og meira fylgi að kynvilla sé veigamikið einkenni um alvarlega sálræna truflun ... hér koma fáeinar sjúkra- sögur kynvillinga – dæmi sem styðja þá kenningu að kynvilla stafi af geðrænum vandamálum í fyrstu bernsku ... og hvað er svo hægt að gera til að koma kynvillingunum á eðlilegar brautir? Ann Landers: Táningabókin, 1969 Með kynlífskeim Margir fremstu matreiðslumenn heimsins hafa verið og eru kynvilltir. Þeir eru einnig í hópi sumra fremstu veitingamanna. Þá eru mjög feitir menn oft kynvilltir ... þegar tveir menn ganga í sams konar skyrtum er munur- inn sá, að skyrta kynvillingsins er nærskornari og litirnir skærari ... aðalástæðan fyrir þeirri áherslu, sem kynvillingar leggja á nærfötin, er sú ástríða þeirra að sýna kynfærin ... kynvillingar nota yfirleitt ekki sín réttu nöfn. þeir kjósa dulnefni, sem mörg hafa einhvers konar kynlífskeim. nöfn eins og harry, dick, peter og þar fram eftir götunum. David Reuben: Allt sem þú hefur viljað vita um kynlífið, 1969

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.