Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 30
Reykjavíkurborg og Hinsegin dagar í
Reykjavík hafa gert með sér samstarfs-
samning til þriggja ára. Um er að ræða
mjög merkan áfanga í sögu Hinsegin
daga og mun samningurinn létta mjög
allt undirbúnings- og kynningarstarf
hátíðarinnar.
Þegar Hinsegin dagar sóttu um styrk til
Reykjavíkurborgar vegna ársins í ár, buðu
þeir borginni að gera samstarfssamning
til lengri tíma. Borgarráð samþykkti síðan
í mars að styrkja hátíðina um 1,6 milljónir
króna árin 2005, 2006 og 2007, en það
er sama upphæð og styrkur borgarinnar
til Hinsegin daga er í ár.
Þórólfur Árnason borgarstjóri og Heimir
Már Pétursson framkvæmdastjóri Hinseg-
in daga undirrituðu samstarfssamninginn
í ráðhúsinu í júnímánuði.
Reykjavíkurborg semur við Hinsegin daga
The City of Reykjavík Makes a Long Term Agreement with Pride
the city council of reykjavík accepted
earlier this year reykjavík pride’s offer to
make a three years agreement with the
pride. the agreement secures the pride
with 1,6 million isk each year through
the year of 2007. this will make it easier
for the pride organization to publish its
information material.
thorolfur arnason, mayor of reykjavík,
and heimir Már pétursson the executive
director of reykjavík gay pride, signed
the agreement in City hall last june.
Photo: Sverrir Vilhelmsson
30