Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 39
Ég man ekki hvernig veðrið var þegar ég vaknaði
fyrir allar aldir með spennuhnút í maganum af
æsingi, kæti, tilhlökkun og öllum góðum tilfinnin-
gum í bókinni. Nú var komið að gleðigöngu
Hinsegin daga 2003 og ég ætlaði að taka þátt. Mér fannst það
svo ótrúlegt og ævintýralegt, því síðastliðin tvö ár hafði ég fylgst
með af hliðarlínunni og dáðst að hinum. Gleðin hafði hitt mig
beint í hjartastað, þetta frjálslega fas, þau voru þarna bara eins
og þau voru, ófeimin og óhrædd. Sú var nefnilega tíðin að ég
hélt að ég ætti aldrei eftir
að standa í þeirra sporum
og hélt mig eins langt inni
í skápnum og ég gat. En
nú var ég komin út fyrir
öllu mínu fólki, búin að
eignast kærustur og hafði
kynnst fullt af skemmti-
legu og góðu fólki,
samkynhneigðu og tvíkyn-
hneigðu – komin á senuna.
Ég tók þátt í fjölmennu
lesbíuatriði og minn hópur
var útfærsla á „lipstick“
lesbíunni, skvísutýpunni.
Æðislegur búningahönn-
uður var okkur innan
handar og hafði útfært
með okkur regnbogalitina
á svört föt. Við hittumst allar upptjúnaðar á búningaverkstæðinu
okkar en náðum að slaka nógu vel á til að klæða okkur og dást
að því hvað við vorum miklar skvísur. Við vorum líka með
frábæra sminku sem málaði okkur og allt tók þetta sinn tíma.
Svo kysstum við „fyrirpartýið“ bless og keyrðum með búninga-
hönnuðinum og sminkunni beint á gönguverkstæðið, alveg
þvílíkar dívur. Þar var mikill æsingur, allir að fínpússa sig og sína
og sjá um að allt væri á réttum stað, en einhvern veginn var ég
bara róleg miðað við spennuna sem hafði heltekið mig fyrr um
morguninn. Gat bara ekki beðið eftir því að leggja af stað.
Flest atriðin voru komin í startholur göngunnar hjá Hlemmi,
en nokkrar okkar urðu eftir á verkstæðinu, því nú rigndi eins og
hellt væri úr fötu og okkur vantaði regnhlífar. Þá
var brunað í Tiger til að kaupa regnbogaregnhlíf-
ar sem höfðu verið uppseldar en von var á nýrri
sendingu. Hún kom í tæka tíð og stelpurnar sem
fóru til að sækja regnhlífarnar tókst að koma þeim til okkar í
tæka tíð. Svo hlupum við niður á Hlemm. Við þetta skapaðist
skemmtilega stressaður æsingur. Einhver seinkun var á Hlemmi,
en það var bara gaman, fínt tækifæri til að segja hæ við vini og
kunningja, skoða hin atriðin og virða fyrir sér hátíðina sem ég var
orðin hluti af.
Svo lögðum við af stað
við dúndrandi músík og
þrátt fyrir rigninguna var
ekki til það andlit í
kringum mig sem ekki
lumaði á brosi. Allir döns-
uðu í takt við tónlistina,
brosandi og veifandi fán-
um og regnhlífum, og sjálf
var ég engin undantekn-
ing. Við lögðum af stað og
adrenalínið byrjaði að
flæða, þúsund brosandi
andlit hvert sem litið var,
og þessa stund beindust
augu allra að okkur. Ég
fann sterkt fyrir samstöðu
minnar litlu þjóðar, fyrir
viðurkenningu og stuðningi allra sem komu, brostu og keyptu
fána handa sér og börnum sínum. Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið tækifæri á að taka þátt í göngunni, þetta var frábær lífs-
reynsla, eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina. Ég
hvet sem flesta til að koma og taka þátt í næstu göngu, því þessi
hátíðisdagur er kominn til að vera.
Takk fyrir mig.
Birna hrönn Björnsdóttir, a senior high school student in reykjavík, remi-
nisces about her first participation in the pride parade, when she joined
the performing group, lipstick lesbians, on 9 august 2003.
B I R N A H R Ö N N B J Ö R N S D Ó T T I R
2003
Lipstick-lesbía
39