Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 46

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 46
fi A U S T A N D A A ‹ H I N S E G I N D Ö G U M 2 0 0 4 Samtökin ´78 – félag lesbía og homma á Íslandi www.samtokin78.is - www.gayiceland.com - office@samtokin78.is Samtökin ´78 eru elstu og stærstu samtök samkynhneigðra hér á landi og voru stofnuð í maí 1978. Markmið félagsins eru tvíþætt: Að vinna að baráttu- og hagsmunamálum lesbía og homma í því skyni að vinna þeim jafnrétti á við aðra á öllum sviðum þjóðlífsins, og að skapa félagslegan og menningarlegan vettvang til þess að styrkja sjálfsvitund þeirra, samkennd og samstöðu um sérkenni sín. Starf félagsins byggist að verulegu leyti á sjálfstæðum starfshópum. Mikill hluti af starfi félagsins snýst um réttindabaráttu á opinberum vettvangi. fiað var að undirlagi Samtakanna ´78 að forsætisráðherra skipaði nefnd til að kanna stöðu samkynhneigðra á Íslandi og leggja fram tillögur til úrbóta snemma á tíunda áratug 20. aldar. Sú vinna bar þann árangur að lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni voru samþykkt árið 1996 og verndarákvæði í íslensk hegn- ingarlög síðar sama ár. fiá er skemmst að minnast nýfengins réttar samkynhneigðra í staðfestri samvist til stjúpættleiðingar árið 2000. Á vettvangi félagsins starfa framkvæmdastjóri, fræðslufulltrúi og félagsráðgjafar sem veita aðstoð og ráðgjöf um samkynhneigð málefni. KMK – Konur með konum www.geocities.com/konurmedkonum - konurmedkonum@hotmail.com Konur með konum, KMK, varð til sem grasrótarhreyfing lesbía fyrir rúmum áratug og hefur starfað síðan með nokkrum hléum. Vorið 2000 var starfið endurvakið og hefur það aldrei verið blómlegra en síðustu misseri. Tilgangur hreyfingarinnar er ekki síst að efla sýnileika lesbía, styrkja samstöðu þeirra, gefaþeim tækifæri til að skemmta sér á eigin forsendum og kynn-ast öðrum í hópnum. Á vettvangi KMK starfar róðrar- liðið Gazellurnar sem oft hefur orðið sigursælt á Sjómanna- daginn. fiá stunda stúlkurnar í KMK blak af kappi og kepptu á Alþjóða-leikum samkynhneigðra – Gay Games – á síðasta ári. fiá mála þær landsbyggðina í regnbogalitunum á sumarhátíðum sínum og bregða sér í útilegur og veiðiferðir þegar vel viðrar. Á hinni vinsælu vefsíðu KMK er að finna líflega umræðu sem átt hefur drjúgan þátt í að efla styrk hreyfingarinnar. MSC Ísland www.this.is/msc - msc@this.is MSC Ísland var stofnað árið 1985 og sniðið eftir gay vélhjóla- klúbbum þótt reyndar fari meira fyrir tilheyrandi klæðnaði og félagsskap en þeysingi á hjólum. Klúbburinn hefur sínar klæða- reglur, leður, gúmmí-, einkennis- og gallaföt, og ástæðan er einfaldlega sú að félagarnir vilja hafa karlmenn karlmannlega klædda og þá heldur ýkt í þá áttina en hina. MSC Ísland hefur ferðamennsku og fyrirgreiðslu við erlenda ferðamenn beinlín- is á stefnuskrá sinni og félagið var ekki síst stofnað til þess að Íslendingar gætu orðið formlegur aðili að Evrópusamtökum slíkra klúbba, ECMC. Bein pólitísk afskipti eru ekki á dagskrá en í reynd hafa ECMC-samtökin verið ein virkustu alþjóða- samtök samkynhneigðra í heilan aldarfjórðung og lagt mikið af mörk-um til baráttunnar fyrir stolti, sýnileika og samábyrgð. FSS – Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta www.gay.hi.is - gay@hi.is Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta, FSS, var stofnað í janúar 1999 af einum 20 stúdentum við Háskóla Íslands. Brátt var hópurinn orðinn um 150 manns og hefur félagið haldið uppi blómlegu félagsstarfi síðan. Markmið félagsins er að vera sýnilegt afl innan háskólasamfélagsins á Íslandi og í forsvari þar þegar málefni samkynhneigðra ber á góma. Allir nýnemar við Háskóla Íslands fá sendan kynningar- bækling á hausti um félagið og starf þess og þeim boðið til hátíðar á vegum félagsins. Félagið tekur virkan þátt í samtök- um ungs samkynhneigðs og tvíkynhneigðs fólks í Evrópu, AFFS, en FSS heldur næsta fund samtakanna nú í byrjun ágúst. Reglubundin félagsstarfsemi fer einkum fram á svokölluðum GayDay kvöldum, en þau eru haldin hálfsmánaðarlega. Á þeim vettvangi skapast þægilegt og gott andrúmsloft þar sem auðvelt er fyrir nýtt fólk að slást í hópinn. Jákvæður hópur homma www.aids.is - aids@aids.is Fyrir sextán árum stofnuðu nokkrir hommar, sem höfðu smit- ast af HIV-veirunni, hóp til að styðja hver við annan í lífsbarátt- unni á tímum þegar aðkast í garð HIV-jákvæðra var daglegt brauð í fjölmiðlum og lífsvonir litlar fyrir þá sem smitast höfðu. Eftir að Alnæmissamtökin á Íslandi voru stofnuð hefur hópurinn starfað á vettvangi þeirra samtaka og lagt mannréttindabarátt- unni lið með því að upplýsa um HIV og samkynhneigð. The Forces behind Reykjavík Gay Pride 2004 The gay comunity in Iceland has joined forces to celebrate Gay Pride 2004 with festivities in Reykjavík on the second weekend of August. The Reykjavík Gay Pride 2004 is organized by the Icelandic Organization of Lesbians and Gay Men Samtökin ´78, the Gay and Lesbian University Student Union FSS, the women´s group Women with Women KMK, the leather club MSC Iceland, and the HIV-Positive Group of Gay Men. Útgefandi: Gay Pride – Hinsegin dagar í Reykjavík Laugavegi 3 – 101 Reykjavík Ábyrgðarmaður: Heimir Már Pétursson Hönnun: Tómas Hjálmarsson Merki Hinsegin daga: Kristinn Gunnarsson Ljósmyndir: Árni Torfason, Bára, Helgi Jóhann Hauksson, Páll Stefánsson, Sóla, Sverrir Vilhelmsson og fleiri. Textar: Anna Sif Gunnarsdóttir, Ásta Hlöðversdóttir, Birna Hrönn Björnsdóttir, Heimir Már Pétursson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragnhildur Sverrisdóttir, Veturliði Guðnason, fiorvaldur Kristinsson, fiórhallur Vilhjálmsson. Auglýsingar: Birna fiórðardóttir, Guðjón R. Jónasson, Heimir Már Pétursson. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. w w w . s a m t o k i n 7 8 . i s 46

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.