Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2009, Page 12

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2009, Page 12
Páll Óskar sló eftirminnilega í gegn árið 2007 með sólóplötu sinni Allt fyrir ástina sem færði honum Íslensku tónlistarverðlaunin þreföld. Enda er Páll Óskar einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður og skemmtikraftur Íslendinga auk þess að vera einn af dýmætum bakhjörlum Hinsegin daga og ómiss- andi liðsmaður hátíðarinnar. Eftir Pál Óskar liggja fjölmargar upptökur á hljómplötum, sólóplötur og samstarfsverkefni með öðrum tónlistarmönnum. Síðustu misseri hefur hann verið einn eftirsóttasti plötusnúður Íslands og mun sjá um að trylla gesti Hinsegin daga á dansleiknum á NASA að kvöldi 8. ágúst. Hann hefur unnið með hljómsveitinni Milljónamæringunum, keppt í Eurovision, vakið athygli fyrir dómgæslu sína í Idol og X-Factor og farið á kostum sem stjórnandi þáttarins „Alla leið“ á RÚV fyrir Eurovision-keppnina. Árið 2008 gaf Páll Óskar út Silfursafnið, yfirgrips- mikið ferðalag um tónlistarferil sinn frá 1991 til okkar daga. Páll Óskar kemur fram á opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói 6. ágúst og flytur þar lög frá ýmsum tímum á ferli sínu við undirleik hljóðfæraleikara undir stjórn Samúels Jóns Samúelssonar. Einnig tekur Monika Abendroth hörpuleikari þátt í gleðinni. Hér gefst stórkostlegt tækifæri til að sjá og heyra Pál Óskar flytja margar af sínum vinsælustu tónlistarperlum á liðnum árum. p o p i c o n a genuine pop icon in iceland, paul oscar has frequently been voted the nation’s best singer and performing artist, he has released hit single after hit single, and has a devoted fol- lowing of adoring fans. He is also one of Reykjavík gay pride’s most valuable benefactor and an integral part of the festivities. as well as being a popular solo artist with five albums under his belt, paul oscar also collaborates with various groups. He has performed in the Eurovision song contest, has been a judge in both the icelandic idol and X-factor tV series and is iceland’s most sought-after dJ. His legendary gay pride dance will wrap up the celebration on saturday 8 august, when he dJ´s until the early dawn of light. paul oscar will also perform at the opening ceremony in Háskólabíó Movie theater, thursday, 6 august, singing a choice collection of his hits throughout the years, accompanied by several outstanding musi- cians. this is a great opportunity to see paul oscar perform some of his most celebrated classics from the beginning of his career. 12 OskarPáll

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.