Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2009, Síða 20
20
Í samvinnu við listahátíðina artFart efnir
listahópurinn Maddý til sýningar á hátíð
Hinsegin daga þar sem þau varpa sínu
sérstaka ljósi á hinsegin veruleika líðandi
stundar og spyrja ótal spurninga um eitt og
annað sem leynist bak við glimmer og gleði.
Hvernig trega lesbíur og hvernig gráta
hommar? Hvað er að gerast í okkar geng-
isfellda veruleika og hvernig dafna ávaxta-
reikningarnir? Hefur þjóðin boðið samkyn-
hneigða velkomna til þátttöku í samfélagið
eða eru hommar og lesbíur ennþá freðin
staðalímynd á jaðrinum sem engum ógnar
með tilveru sinni, til þess eins að treysta hið
gagnkynhneigða regluveldi í sessi?
Hér er á ferð litrík fjöllistasýning í
stóru rými þar sem innsetningu og
gjörningum, myndlist og leiklist
er splæst saman í bragð-
mikinn graut.
Hér er margt að ugga ...öfug ...ugga
Sýningarrýminu er skipt í margar vistarverur
þar sem hver og ein stendur fyrir ákveðinn
heim, hugsun eða fyrirbæri og margt er til
umræðu – ást, ólifnaður, stolt, fegurð og
trú, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er sýning
áhorfandans, því sjálfur ræður hann hvernig
hann rambar milli ólíkra heima. Það er hans
að búa til sögurnar og sannleikann um heim
hinsegin fólks á Íslandi árið 2009.
Listahópurinn Maddý er hópur ungs fólks
á aldrinum 18–23 ára sem vakið hefur mikla
athygli. Skemmst er að minnast sýningarinn-
ar Er’ ekki allir í sundi? í Sundhöll Reykja-
víkur og eftirminnilegra innsetninga þeirra á
Þvottalaugadeginum í vor. Stjórnandi hóps-
ins er Tyrfingur Tyrfingsson. Sýningin fer
fram föstudaginn 7. ágúst í Austurbæ við
Snorrabraut, og hefst kl. 18, en
áhorfendum er í sjálfsvald
sett hve lengi þeir leita
sannleikans með
Maddý.
it ’s all VERy QuEER, dEaR
in collaboration with artfart, the performance
art group Maddý invites you to a special exhi-
bition in which modern day queer reality is
addressed, and questions regarding what lies
beneath the glitter and glamour are raised. How
do lesbians mourn and how do gays cry? Have
homosexuals really been accepted as a part of
the norm, or are gays and lesbians still a harm-
less, frozen stereotype, no more than an affir-
mation of the reign of heterosexual patriarchy?
the show makes use of a large space
where performance art, visual art and theatrics
are all spliced together into a tasty concoc-
tion. this is truly an audience-centered event,
as each participant controls his or her journey
through the different areas of the exhibition,
extracting the fact and the fiction of queer
iceland 2009. the show will take place on
friday, 7 august, in austurbær Movie theater,
snorrabraut 37, and starts at 6 p.m.