Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2009, Page 42
H i n s e g i n d a g a r
Þjónustumiðstöð
Laugavegi 28
Opin alla virka daga
frá 19. júlí til 8. ágúst kl. 12–18
viP-kort og aLLur nauðsynLegur
hátíðarvarningur í boði
The Pride CenTer
Laugavegur 28
Open at business hOurs frOm 19 July
Offers everything yOu need fOr pride
Án uppreisnarinnar á Stonewall-kránni í New York föstudagskvöldið 27. júní 1969 væri
sennilega talsvert öðruvísi um að litast í heimi homma og lesbía. Þetta var útfarardagur
Judy Garland sem slegið hafði strengi í hjörtum margra þegar hún í Galdrakarlinum í Oz
söng um landið handan regnbogans, land vonarinnar þar sem draumarnir rætast.
Á Stonewall Inn, vinsælum bar í Greenwich Village, minntust gestirnir Judy þetta kvöld
með því að spila söngvana hennar. Skyndilega birtist lögreglan á svæðinu eins og svo oft
áður, komin til að fremja reglubundna rassíu, og átök brutust út sem stóðu alla þá helgi,
Mannkynssagan tók nýja stefnu, og nú runnu upp tímar snarprar baráttu, stolts og sýni-
leika, ekki aðeins í New York, heldur um allan hinn vestræna heim.
Fjörutíu ára afmælis þessara sögulegu átaka var minnst með glæsilegri göngu í New York sunnudaginn 28. júní sl., og hefur hún sennilega
aldrei verið fjölmennari en nú. Gangan hófst í Greenwich Village og hélt síðan upp alla 5. breiðgötu. Meðal foringja í göngunni í þetta sinn
voru þau Cleve Jones og Anne Kronenberg sem komu á eftirminnilegan hátt við sögu Harveys Milk, en sú saga hefur verið mjög í sviðs-
ljósinu eftir að kvikmyndin Milk sló í gegn fyrr á þessu ári. Við hlið þeirra gekk líka Dustin Lance Black sem samdi meistaralegt handrit
kvikmyndarinnar. Sá fjórði í framvarðarsveitinni í ár var ríkisstjóri New York-fylkis, David Paterson, og hefur þessari elstu göngu hinsegin
fólks í heiminum sjaldan verið sýndur annar eins sómi.
Stonewall
40 ára
Við Stonewall-krána 1969.
42