Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 20

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 20
HELGA MOLLER FYRSTA ÍSLENSKA JjóóííJzóAi cjan Við bjóðum Helgu Möller velkomna á hátíðina á Ingólfstorgi 10. ágúst. The lcelandic disco-diva Helga Möller performs at the open air concert on Ingólfstorg Square, Saturday 10 August. Hvar væri samstaða og sjálfsvitund samkynhneigðra stödd ef við hefðum aldrei hist á diskótekinu? Þar skynjuðum við fyrst samtakamáttinn og upp- götvuðum þá staðreynd að við erum fjölskylda - svo sundurleit sem við annars erum. Og hvar væri íslenskt diskó statt ef Helgu Möller hefði ekki notið við - hún sem varð fyrst íslenskra kvenna til þess að syngja diskó. Því miður er ekki mikið til af íslenskum diskóperlum en Helga syngur meirihlut- ann af þeim. Með þessa fágætu diskótíðni í rödd- inni sem alltaf nær í gegn, sama á hverju gengur. Það er kostur sem prýða verður allar sannar diskódívur. Þótt Helga hafi komið víða við á ferlinum - sungið í söngleikjum, með Snör- unum, með Geirmundi Valtýs, og inn á óteljandi barnaplötur- þá mun íslenska undirvitundin alltaf minnast hennar sem fyrstu íslensku diskódívunn- ar. „f Reykjavíkurborg", „Þú og ég", „Villi og Lúlla", „Dans Dans Dans", „í útilegu" og Gleðibankinn" - þessi lög munu lifa svo lengi sem plötusnúðarnir spinna.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.