Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 16

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 16
Leikhúsiö 1940 Samkynhneigð og löggjöf Alþingi samþykkir ný hegningarlög (nr. 19/1940) þar sem kveðið er á um sam- ræðisaldur í kaflanum Skírlífisbrot. Kyn- mök karls og konu utan hjónabands voru nú refsilaus ef bæði voru orðin 16 ára. Væri karlinn eldri en konan yngri var það sakarefni fyrir karlinn. Þessi aldursmörk voru með sömu lögum ékveðin 18 ár fyrir einstaklinga af sama kyni og varðaði allt að þriggja ára fangelsi fyrir þann aðila sem eldri var. Sannaðist að hann hefði beitt „yfirburðum aldurs og reynslu" til að koma öðrum af sama kyni til að taka þátt í mökun-um og væri sá á aldrinum 18-21 árs, varðaði það allt að tveggja ára fangelsi. Nokkrum sinnum var þessum lögum beitt gegn hommum og munu þau hafa hrætt menn frá að stofna til náinna kynna við aðra samkynhneigða. Homosexuality and the Law The Althing passed a new law (no. 19/1940) which specified age of consent in the section on Public Decency. Extra- marital sexual intercourse between a man and a woman was now legal if both parties were aged 16 or above. If the man was older and the woman younger, it was judged a criminal act on the man's part. The same law stipulated a legal age of 18 for same-sex individuals, recom- mending up to three years imprisonment for whichever individual was older. If it could be proved that the individual had used the advantage of age and experi- ence to persuade a member of the same sex to participate in sexual intercourse, and if the younger party was aged between 18 and 21, the act was punish- able by up to two years imprisonment. This law was used on several occasions against homosexuals and probably dis- couraged them from forming closer rela- tionships with each other. á Laugavegi ZZ Síðasta áratug aldarinnar sem leið var „22" óumdeilanlega gay barinn í Reykjavík. Aðalstaðurinn og sá eini. Þar þróaðist það séríslenska fyrirbrigði að blanda gay og streit saman í einn ólýsanlegan graut og gera þannig drauminn um fullkomið jafnræði kynhneigðanna að veruleika. Amer- ískur blaðamaður, vanur háþróuðum hommabörum heima fyrir, orðaði það reyndar svo að þegar draumurinn rætt- kom svo þriðji þátturinn, sá sér- stæðasti og eftir á að hyggja kannski sá merkilegasti: Fyrir utan „22". í þá daga lokuðu allir skemmtistaðir klukkan þrjú og þá breyttust gatna- mótin fyrir utan í torg; fólk kom gagn- gert af öðrum stöðum eða bara heiman frá sér til að vera á þessum undarlega mannfagnaði, slangraði um, settist á tröppur og í nálæg skot og á góðviðriskvöldum var mergðin slík að bílar urðu að þrengja sér gegnum mannfjöldann. Frægur leikari, fransk- ur, varð reyndar fyrir einum og fót- brotnaði því hann áttaði sig ekki á því ist gæti hann líka orðið að martröð. Mörgum þótti það líka skrýtin skemmt- un fyrir fullorðið fólk að troða sér inn í yfirfulla kompu, gamla íbúð sem skil- veggir höfðu verið rifnir úr, dansa þar á gamla borðstofugólfinu eða hfma upp við bar eða súlu í reykjarsvælu og ærandi hávaða. Menningin verður ekki tekin út með sældinni. En á „22" var ekki allt sem sýndist því áralöng hefð var fyrir því að kvöldin væru í fimm þáttum: Fyrsti þátturinn, uppi á diskóinu, var sá sami og alls staðar og alltaf; að sýna sig og sjá aðra, rifja upp gömul kynni og stofna til nýrra. Því næst kom annar þáttur, á barnum niðri, meðan verið var að koma gestunum út. Það tók sinn tíma og gaf glöggum gestum gott tækifær' til nánari rannsókna og samanburðar á niðurstöðum. Síðan að bílarnir ættu réttinn. Flann var að horfa á ungan pilt sem hafði klifrað upp á umferðarmerki og var að syngja fyrir fólkið. Efni þessa þriðja þáttar var að sjálfsögðu að undirbúa fjórða þátt kvöldsins: partí í heimahúsum. Auðvitað er það ósiður að bjóða fullu fólki heim um hánótt en þetta sérstæða samkvæmislíf krafðist þess því þar, í partíi eftir ball, var loksins komið að risi leikritsins, ef svo má segja, hinum hádramatíska punkti, og þar með að fimmta og síðasta þætti: I bólinu. Eftir allt saman var „22" þó gay staður og hommar virðast allavega eiga eitt sameiginlegt: Þeir vilja hafa voðalega mikið fyrir þessu. Veturliði Guðnason

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.