Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 30

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 30
Umræðan um ofbeldiö Sagan um hrottana sem fara gagngert í bæinn til að lemja homma á sér áreiðanlega stoð í veru- leikanum en óttinn við þá nærist ekki á raun- verulegum atburðum; slíkt er sem betur fer sára- sjaldgæft. Hitt mun þó vera nokkuð algengt að rekja megi pústra og kjaftshögg til leyndra og bældra hvata til eigin kyns og hættumarkið er þá yfirleitt þegar maðurinn er búinn að koma sér I þá aðstöðu að hann er alveg við það að fá tækifæri til að losna úr sjálfheldunni. Þegar fólk fer að berja náungann er eitthvað að en hvað það er hlýtur að vera jafn- misjafnt og fólkið er margt. Flókin fyrirbrigði fara hins vegar ekki vel í sögum og þá er gripið til alhæfinga sem hver étur eftir öðrum þangað til þær virðast vera sannleikurinn, með ákveðnum greini. Einkenni þess er að ekki er talað um hnefa- högg, löðrunga, spörk og þess háttar aðgerðir held- ur „ofbeldi", eins og það sé eitthvað óhlutlægt, eitthvað illt sem andskotinn hafi sent í heiminn. Fyrr en varir eru menn búnir að koma sér upp „öxli hins illa" eins og Bush Bandaríkjaforseti; í þessu til- felli eru það hommahatur og eiturlyf. Og rétt eins og ofstækismaðurinn vestra hefði lagt til sjá menn helst það ráð að hreinsa burt hommahatarana og dópistana og þá renni ósjálfrátt upp friðaröld fyrir samkynhneigða. Það merkilega við þessa rök- semdafærslu eru að því er virðist samantekin ráð um að minnast ekki á áfengi sem deyfir þó sann- anlega hömlur á árásarhneigð manna. Úr þessu verður svo merkingarlaust blaður, svokölluð „umræða", sem nærist á ótta og elur á ótta við eitthvað óþekkt, óviðráðanlegt „ofbeldi" og alltaf eru það einhverjir aðrir sem eiga að vernda mann fyrir því. Tilgangurinn með þessu bulli virðist helst vera sá að gefa mönnum enn eina átylluna til að húka beiskir inni i skápnum og hræða þá frá því að fara út að skemmta sér. Eins og biskupinn sagði i páskaræðu sinni um næturlífið í miðbænum: „Þar er myrkrið, þar er nóttin." Fyrir utan fordómana, frekjuna og dónaskapinn sem felst i þessari alhæf- andi myndlíkingu er hún líka alröng. Það sér það hver maður sem fer um borgina að næturlagi að kirkjugarðsfriðurinn, myrkrið og nóttin, er alls staðar allsráðandi nema einmitt í miðbænum. „Þar er Ijósið, þar er lífið" væri mun réttara - og lífið er nú einu sinni ekki hættulaust. Veturliði Guðnason Samstarfsnefnd um Hinsegin daga í Reykjavík Á hverju hausti skipa félögin og hóparnir sem koma að Hinsegin dögum nýja samstarfsnefnd til þess að undirbúa hátíð næsta sumars. Hvert félag eða hópur skipar að minnsta kosti tvo aðalfulltrúa og síðan aukafulltrúa þeirra eftir þörfum. í þetta sinn eru það Samtökin 78, FSS, MSC Island, HlV-Jákvæður hópur homma, Ungliðahreyfingin Revolta og KMK sem eiga fulltrúa í samstarfsnefndinni. Þeir skipta síðan með sér verkum eftir tilnefningu í nefnd- ina. Eftirfarandi einstaklingar skipuðu samstarfsnefnd um Hinsegin daga 2002, en að auki sóttu fjölmargir aðrir fundi nefndarinnar, sem eru öllum opnir, og lögðu þar ómælt lið. Forseti samstarfsnefndar Þorvaldur Kristinsson Framkvæmdastjóri Heimir Már Pétursson Fjármálastjóri Ragnar Ragnarsson Ritstjóri og ráðgjafi Veturliði Guðnason Lögreglustjóri Dagný Steinunn Hjörvarsdóttir Fjáröflunarstjóri Guðjón Jónasson Göngustjóri Þórarinn Þór Verkstæðisformaður Sigþór Sigþórsson Umþoðsmaður stúlkna Kolbrún Ósk Skaftadóttir Hönnuður Kristinn Gunnarsson Dagskrárstjóri Ingólfstorgs Páll Óskar Hjálmtýsson Hreyfilistastjóri Sara Dögg Jónsdóttir Dragglegur ráðgjafi Ársæll Hjálmarsson Tengiliður Ingi Rafn Hauksson Gleðipenni Ásgeir Ingvarsson Ritstjóri vefsfðu Heiðar Reyr Ágústsson Umboðsmaður pilta Davíð Terrazas Bongo Kristín Jóna Þorsteinsdóttir 30 Sviðsstjóri Ingólfstorgs Unnar Geir Unnarsson

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.