Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 46

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 46
ÞAU STANDA AÐ HINSEGIN DÖGUM 2002 Samtökin '78 félag lesbía og homma á Islandi www.samtokin78.is - www.gayiceland.com - office@samtokin78,is Samtökin 78 eru elstu og stærstu samtök samkynhneigðra hér á landi og voru stofnuð í maí 1978. Markmið félagsins eru tvíþætt: Að vinna að baráttu- og hagsmunamálum lesbía og homma í því skyni að vinna þeim jafnrétti á við aðra á öllum sviðum þjóðlífsins, og að skapa félagslegan og menníngarlegan vettvang til þess að styrkja sjálfsvitund þeirra, samkennd og samstöðu um sérkenni sín. Starf félagsins byggist að verulegu leyti á sjálfstæðum starfshópum. Mikill hluti af starfi félagsins snýst um réttindabaráttu á opinberum vettvangi. Það var að undirlagi Samtakanna 78 að forsætisráðherra skipaði nefnd til að kanna stöðu samkynhneigðra á Islandi og leggja fram tillögur til úrbóta snemma á tíunda áratug 20. aldar Sú vinna bar þann árangur að lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni voru samþykkt árið 1996 og verndarákvæði í íslensk hegningarlög síðar sama ár Þá er skemmst að minnast nýfeng- ins réttar samkynhneigðra í staðfestri samvist til stjúp- ættleiðingar árið 2000. A vettvangi félagsins starfa fræðslufull- trúi og félagsráðgjafi. KMK - Konur með konum www.geocities.com/konurmedkonum - konurmedkonum@hotmail.com Konur með konum, KMK, varð til sem grasrótarhreyfing lesb- ía fýrir rúmum áratug og hefur starfað síðan með nokkrum hléum.Vorið 2000 var starfið endurvakið og hefur það aldrei verið blómlegra en síðustu misseri.Tilgangur hreyfingarinnar er ekki síst að efla sýnileika lesbía, styrkja samstöðu þeirra, gefa þeim tækifæri til að skemmta sér á eigin forsendum og kynnast öðrum í hópnum. A vettvangi KMK starfar róðrar- liðið Gazellurnar sem oft hefur orðið sigursælt á Sjómanna- daginn. Þá stunda stúlkurnar í KMK blak af kappi og efna til góugleði hvern vetur; þær mála landsbyggðina í regnbogalit- unum á sumarhátíðum sínum og bregða sér í útilegur og veiðiferðir þegar vel viðrar A hinni vinsælu vefsíðu KMK er að finna líflega umræðu sem átt hefur drjúgan þátt í að efla styrk hreyfingarinnar Ungliðahreyfingin Revolta www.revolta.run.to - revoltaOO@hotmail.com Revolta er félagshreyfing ungs samkynhneigðs, tvikynhneigðs og gagnkynhneigðs fólks. Markmið hreyfingarinnar er að auka samkennd og sjálfsvirðingu meðal ungra lesbía og homma, og að leitast við að efla virðingu samfélagsins fyrir ólíkum blæbrigðum mannlegrar kynhneigðar og löngun til ásta. Unga fólkið í Revolta stendur fyrir opnu húsi á föstudagskvöldum frá kl. 21 í húsnæði Samtakanna 78. Oft eru ýmsar uppákom- ur í gangi en dagskrána má lesa á vefsíðu hreyfingarinnar eða á vefsíðu Samtakanna 78. Revolta starfar á frjálslegum nótum og leitast við að skapa ungu fólki vettvang til að kynnast jafnöldrum sínum við notalegar aðstæðun en viðfangsefnín ráðast af áhuga þeirra sem starfa þar hverju sinní. Þar má nefna ferðalög, skemmtikvöld, fræðslufundi og útilegur MSC ísland www.this.is/msc - msc@this.is MSC Island var stofnað árið 1985 og sniðið eftir gay vélhjóla- klúbbum þótt reyndarfari meira fyrir tilheyrandi klæðnaði og félagsskap en þeysingi á hjólum. Klúbburinn hefur sínar klæðareglur leðun gúmmí- einkennis- og gallaföt, og ástæðan er einfaldlega sú að félagarnir vilja hafa karlmenn karlmann- lega klædda og þá heldur ýkt í þá áttina en hina. MSC Island 46 hefur ferðamennsku og fyrirgreiðslu við erlenda ferðamenn beinlínis á stefnuskrá sinni og félagið var ekki síst stofnað til þess að Islendingar gætu orðið formlegur aðili að Evrópusamtökum slíkra klúbba, ECMC. Bein pólitísk afskipti eru ekki á dagskrá en í reynd hafa ECMC-samtökin veríð ein virkustu alþjóðasamtök samkynhneigðra í heilan aldarfjórð- ung og lagt mikið af mörkum til baráttunnar fýrir stolti, sýnileika og samábyrgð. FSS - Félag samkynhneigðra og tvikynhneigðra stúdenta www.gay.hi.is - gay@hi.is Félag samkynhneigðra og tvikynhneigðra stúdenta, FSS, var stofnað í janúar 1999 og hefur haldið uppi blómlegu félagsstarfi síðan. Það telur nú hátt á annað hundrað félaga. Víðast hvar við erlenda háskóla eru félög samkynhneigðra starfrækt og þykja sjálfsagður hluti af háskólamenningunni. Markmið félagsins er að vera sýnilegt afl innan háskólasam- félagsins á Islandi og í forsvari þar þegar málefni samkyn- hneigðra ber á góma, að auka fræðslu og umræðu á þeim vettvangi, t.d. gagnvart námsráðgjöf, að styðja þá stúdenta sem kunna að eiga í vandamálum vegna kynhneigðar sinnar og að gefa samkynhneigðum stúdentum tækifærí til að hitt- ast utan skemmtistaða. Einnig tekur félagið höndum saman við önnur félög, bæði innan og utan háskólasamfélagsins, í baráttu fyrir almennum mannréttindum. Jákvæður hópur homma www.aids.is - aids@aids.is Fyrir fimmtán árum stofnuðu nokkrir hommar; sem höfðu smitast af FW-veirunni, hóp til að styðja hver við annan í lífs- baráttunni á tímum þegar aðkast í garð EW-jákvæðra var daglegt brauð í fjölmiðlum og lífsvonir Irtlar fyrir þá sem smit- ast höfðu. Eftir að Alnæmissamtökin á Islandi voru stofnuð hefur hópurínn starfað á vettvangi þeirra samtaka og lagt mannréttindabaráttunni lið með því að upplýsa um HIV og samkynhneigð. The forces behind Gay Pride 2002 in Reykjavík The gay comunlty in lceland has joined forces to celebrate Gay Pride 2002 with festivities in Reykjavík on the second weekend of August. Gay Pride 2002 is organised by the lcelandic Organisation of Lesbians and Gay Men Samtökin '78; the Gay and Lesbian University Student Union FSS; the women 's group Women with Women KMK; the leather club MSC lceland; the youth group Revolta, and the HlV-Positive Group of Gay Men. Útgefandi: Samstarfsnefnd um Hinsegin daga í Reykjavík 2002 - Samtökin 78, félag lesbía og homma á íslandi MSC Island - KMK Konur með konum - Ungliðahreyfingin Revolta - FSS, Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta - Jákvæður hópur homma Ábyrgðarmaður: Ragnar Ragnarsson Hönnun:Tómas Hjálmarsson Merki Hinsegin daga: Kristinn Gunnarsson Ljósmyndir frá Hinsegin dögum: Bára og Sóla. Ljósmynd af Ungfrú Oskjuhlið: Bonni Textar: Asgeir Ingvarsson, Heiðar Reyr Ágústsson, Heimir Már Pétursson, Himintunglið, Kolbrún Ósk Skaftadóttir; Páll Óskar Hjálmtýsson.Veturliði Guðnason, Þorvaldur Kristinsson. Auglýsingar: Guðjón Jónasson, Heimir Már Pétursson, Ragnar Ragnarsson. Prentun: Prentmet hf. www.samtokin78.is

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.