Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 17

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 17
Pað besta frá Benlín Á sviði Hinsegin daga er „fjölbreytt dagskrá" og það eru ekki innantóm orð heldur beinlínis markmið. Það á líka við um Stereo Total því að þau Frangoise Cactus og Brezel Göring flytja svo fjölbreytta tónlist að gagnrýnend- ur hafa löngu gefist upp á að draga þau í dilk. Sjálf leysa þau þann vanda með því að lýsa einfaldlega yfir því, alveg purkunarlaust, að Stereo Total sé besta poppsveit heims. Víst er að The Best fnom Benlin The Berlin based Stereo Total (Frangoise Cactus singer/songwriter/ drummer and Brezel Göring guit- arist/organist) claims to be the best pop group in the world. Critics say they are impossible to pigeonhole but attempts at definitions include that they fuse the dumb energy ofpop cul- ture with the elite salon fizz of high culture; a bottomless goldmine of clever ideas, populist yet unpreten- Stereo Total minnsta kosti að þau hafa alltaf farið sínar eigin leiðir. Frangoise Cactus er upprunnin í Frakklandi og hóf þar rithöfundarferil á unga aldri en fluttist til Berlínar snemma á níunda áratugn- um og tók þar virkan þátt í skapandi menningaróreiðu sem kennd er við afburðasnjalla viðvaninga. Meðal ann- arra sem þar komu við sögu má nefna Wolfgang Muller, sem er mörgum íslendingum að góðu kunnur, og hljómsveit hans, Die Tödliche Doris, sem hámenntaðir poppfræðingar hafa nú hafið upp á stall sem gagnmerkan frumherja í tónlistarsögunni. Hvað um það, yfir káli og pylsum í kjörbúð einni fór Frangoise að daðra við pilt sem reyndist vera Austur-Þjóðverji að nafni Brezel Göring, tónlistarmaður sem smíðaði sín eigin hljóðfæri og hélt úti bandbrjálaðri tilraunahljóm- sveit undir því táknræna nafni Sigmund Freud Experience. Þau Frangoise og Brezel rugluðu saman reyt- um sínum, stofnuðu Stereo Total og hafa síðan gefið út fjölmargar plötur ( Evrópu, Japan og Bandaríkjunum og eru nýkomin úr tveggja ára tónleikaferð í nítján lönd- um. Þau syngja aðallega á móðurmál- um sínum frönsku og þýsku og einnig á ensku, en þó heldur minna „því að allar þýskar hljómsveitir syngja á ensku". Fyrir tónleikaferðina til Japan lærðu þau nóg í japönsku til að geta sungið á máli heimamanna og á nýj- ustu plötu þeirra, Musique Auto- matique, er líka lag á tyrknesku, „því við búum í Berlín, fjölmennustu borg Tyrkja næst Istanbúl." Þeim er sem sagt vel trúandi til að taka eitt lag á ís- lensku á Ingólfstorgi en einníg koma þau fram á Berlínarkabarett á Spotlight, föstudags- kvöldið 9. ágúst kl. 21. tious; scuzzy, mischievous, exhilarat- ing avante-garde pop, spliced with punk and garage; a thrash aestete's idea of heaven; a tri-lingual, multi-dis- ciplined, electronic, shambolic rock'n roll echo from the future. The bottom line: Nobody sounds like Stereo Total. Emerging from the Berlin scene of "genius dilettantes" the clever and funny dual combination has made a long list of records in Europe, Japan and USA, and has just returned from a two years tour through 19 countries Selective discography: EUROPE: Oh Ah (Peace 95 1996), Monokini (Bungalow/EFA 1997), Juke- Box-Alarm (same 1998), My Melody (same 1999), Total Pop (Cherry Red UK 2000), Musique Automat- ique (Bungalow/Labels/Virgin; UK: Cherry Red 2001). JAPAN: Oh Ah, Monokini (L'appareil photo/Denon Nipp- on Columbia 1997), Juke- Box-Alarm (same 1998), My Melody (Bungalow/Popbiz 1999), Musique Automatique (Avex 2001). USA: Stereo Total (Bobsled Re- cords 1998), Juke-Box-Alarm, My Melody (same 1999), Musique Automatique (same 2001).

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.