Bæjarins besta - 11.01.2006, Síða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
Miðvikudagur 11. janúar 2006 · 2. tbl. · 23. árg.
Sigríður Guðjónsdóttir tekur við viðurkenningu og farandgrip í tilefni útnefningarinnar. Sitt hvoru megin við Sig-
ríði eru Thelma Hjaltadóttir, blaðamaður á Bæjarins besta og bb.is og Örn Torfason eigandi Gullauga á Ísafirði.
Vestfirðingur ársins 2005 valinn á bb.is
Vestfirðingur ársins 2005
samkvæmt vali lesenda frétta-
vefjarins bb.is er Sigríður
Guðjónsdóttir, íþróttakennari
á Ísafirði, sem átti því láni að
fagna að bjarga ungum dreng
frá drukknum í sundlaug Bol-
ungarvíkur 1. desember sl.
Sigríður fékk rúmlega 22%
greiddra atkvæða en á fjórða
hundrað manns tóku þátt í
kjörinu. Sigríður er fyrsta
konan sem kjörinn er Vestfirð-
ingur ársins af lesendum bb.is.
Sigríður hlaut flest atkvæði
Alls fengu 42 einstaklingar
atkvæði í kosningunni og
fengu þeir sem voru í 1.-5.
sæti yfir 53% greiddra at-
kvæða. Sigríður tók við viður-
kenningu í tilefni útnefning-
arinnar undir lok síðustu viku
sem og eignar- og farandgrip
sem smíðaður er af Ísfirðingn-
um Dýrfinnu Torfadóttur gull-
smið.
Í öðru sæti að mati lesenda
bb.is var Vilborg Arnarsdóttir
í Súðavík sem m.a. setti á stofn
fjölskyldugarðinn Raggagarð
í Súðavík um minningar um
son sinn sem lést í bílslysi. Í
þriðja sæti varð Sólberg Jóns-
son, fyrrverandi sparisjóðs-
stjóri í Bolungarvík og land-
eigandi í Leirufirði í Jökul-
fjörðum og fékk hann atkvæði
sín fyrir lagningu vegar í fjörð-
inn sem mikið var rætt um í
fjölmiðlum síðastliðið sumar.
Í fjórða sæti varð Elvar Logi
Hannesson, leikari og nýkjör-
inn bæjarlistamaður Ísafjarð-
arbæjar, í fimmta sæti varð
síðan Jón Fanndal Þórðarson,
verslunarmaður og formaður
Félags eldri borgara á Ísafirði.
Frá því val á Vestfirðingi árs-
ins hófst á vegum bb.is hefur
Jón Fanndal ávallt verið á
meðal fimm efstu í kjörinu.
Hann var í öðru sæti á síðasta
ári.
Sjá nánar um valið á Vest-
firðingi ársins 2005 á bls. 4 og
viðtal við Sigríði á bls. 9.
– bb@bb.is
Framlegð frá rekstri Ísa-
fjarðarbæjar fyrir fjárfestingar
og afborganir langra lána fyrir
fyrstu ellefu mánuði ársins
2005 var jákvæð um 90 millj-
ónir kr. en neikvæð um 261
milljón kr. eftir fjárfestingar.
Þetta kemur fram í mánað-
arskýrslu fjármálastjóra um
rekstur og fjárfestingar á árinu
2005. Tekjur bæjarins voru
1.951 milljón kr. og gjöld án
reiknaðra liða voru 1.861
milljón kr., og fjárfestingar
voru -351 milljón króna.
Jákvæð
framlegð
Sáttasemj-
ari ráðinn
Einar Gylfi Jónsson sál-
fræðingur hefur verið ráðinn
af menntamálaráðuneytinu
sem sáttasemjari í meintri
deilu starfsmanna Mennta-
skólans á Ísafirði.
Starfshópur ráðuneytisins
sem kannaði starfsumhverfi í
skólanum komst greindi frá
því í skýrslu sinni í fyrra að
það væri raunhæfasta leiðin
til þess að leysa úr þeim
ágreiningi sem verið hefur um
allnokkurt skeið innan veggja
skólans.
Fyrsta barn ársins á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Ísafirði
kom í heiminn 4. janúar sl. Er
það stúlka sem fæddist þeim
Sóleyju Sveinsdóttur og Guð-
bjarti Ólafssyni.
53 börn fæddust á Ísafirði
árið 2005 sem er heldur færra
en árið þar á undan þegar 61
barn fæddist. „Árið lítur ágæt-
lega út og dreifast fæðingar
misjafnlega yfir árið“, segir
Margrét Bjarnadóttir ljósmóð-
ir.
Fyrsta barn
ársins fætt
02.PM5 5.4.2017, 10:071