Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2006, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 11.01.2006, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 3 Útsala! Tilboðsdagar á Húsgagnaloftinu. Komið og gerið góð kaup! Ánægja með ákvörðun um að Vest- firðir verði eitt lögregluumdæmi Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur lýst yfir ánægju sinni með þá ákvörðun dómsmála- ráðherra að Vestfirðir verði eitt lögregluumdæmi, en eins og kunnugt er mun lögreglu- málum Vestfjarða verða stjór- nað frá Ísafirði verði frumvarp dómsmálaráðherra að lögum. Þá fagnar bæjarstjórnin því einnig að verkefnum verði fjölgað hjá sýslumannsem- bættum í tengslum við breyt- inguna. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti ákvörðun sína á fundi ríkisstjórnar í síðustu viku. Samkvæmt frumvarpinu verða lögregluumdæmi í landinu fimmtán talsins. Vestfirðir verða þá eitt lögregluumdæmi og fara umdæmi Patreksfjarð- ar, Bolungarvíkur og Hólma- víkur undir lögregluembættið á Ísafirði sem skilgreinist sem lykilembætti. Efla á minni sýslumannsembættin með flutningi verkefna og starfa frá ráðuneytum og stofnunum til embættanna. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið hefur lagt drög að því að meðal annarra verði eftir- farandi verkefni flutt til lítilla sýslumannsembætta: Miðstöð ættleiðinga, sjóðir- og skipu- lagsskrár, miðstöð fasteigna- sölueftirlits, útgáfa Lögbirt- ingablaðsins, málefni bóta- nefndar, málefni skjalaþýð- enda, miðstöð eftirlits með út- fararþjónustu, miðstöð happ- drættiseftirlits og innheimtu- miðstöð sekta og sakarkostn- aðar. Telur ráðuneytið að heildar- kostnaður við fjölgun starfa og ofannefndra verkefna, að undanskildum flutningi á inn- heimtumiðstöð sekta og sakar- kostnaðar nemi um 50 milljón- um króna á ársgrundvelli. Frumvarp til breytinga á lög- reglulögum verður lagt fram á vorþingi auk frumvarps til laga um ákæruvaldið samhliða því sem unnið er að lokagerð nýs frumvarps til laga um meðferð opinberra mála. – eirikur@bb.is LIÐVEISLA Skóla- og fjölskylduskrifstofa leitar að áhugasömu og drífandi fólki til að sinna fjölbreyttu starfi í liðveislu við fólk með fötlun og stuðning við börn og ungmenni. Um er að ræða 10-20 klukkustundir á mánuði og einnig eitt 50% starf fyrir hádegi. Um laun fer samkv. samningi Launanefndar og FOS-Vest. Umsókn- arfrestur er til 25. janúar 2006. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Kjartansdóttir á Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu Ísafjarðarbæjar, sími 450 8000 eða lidveisla@isafjordur.is DAGFORELDRAR ÓSKAST Ísafjarðarbær óskar eftir dagforeldrum á skrá. Áhugasamir sæki um á Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Um leyfisveiting- arnar fer samkvæmt reglugerð um dag- gæslu barna í heimahúsum. Umsóknir skulu berast til Sigurlínar Jón- asdóttur, leikskólafulltrúa, Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Leikskólafull- trúi veitir nánari upplýsingar í síma 450 8000, netfang: leikskolafulltrui@isafjordur.is SÍMA- OG ÞJÓNUSTUBORÐ Fimmtudaginn 12. janúar nk. verður opn- að nýtt síma- og þjónustuborð fyrir Ísa- fjarðarbæ. Þjónustuborðið er staðsett á skrifstofu sveitarfélagsins á 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er opið alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:10. Al- mennur opnunartími skrifstofu er sem áður frá kl. 10:00 - 15:00. Þessu nýja þjónustuborði er fyrst um sinn ætlað að þjóna öllum skrifstofum Ísafjarðarbæjar, sem staðsettar eru í Stjórnsýsluhúsinu, þ.e. almennri skrif- stofu og skrifstofu tæknideildar á 2. hæð, skrifstofu Fasteigna Ísafjarðar- bæjar ehf., á 3. hæð og Skóla- og fjöl- skylduskrifstofu á 4. hæð. Á þjónustuborði starfa tveir starfsmenn að jafnaði, er annast alla símsvörun, sem og að veita alla almenna upplýsinga- gjöf. Stefnt er að því að innan tíðar muni þjónustuborðið annast nær alla símsvör- un stofnana Ísafjarðarbæjar með það að markmiði að bæta þjónustu og gera að- gengi að stofnunun bæjarfélagsins betra. Símanúmer síma- og þjónustuborðs er 450 8000 og bréfasími 450 8008. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Afli sem var landað í höfn- um Ísafjarðarbæjar árið 2005 var rúmlega 27.258 tonn. Þar af var rúmum 13.810 tonnum landað á Ísafirði, 4.279 á Suð- ureyri, 7.596 á Flateyri og 1.573 tonnum á Þingeyri. Er það heldur minna en í fyrra. Munar þar um 1.000 tonnum en heildaraflinn árið 2004 var 28.504 tonn. Hafnir á Suður- eyri og Flateyri hafa bætt við sig í afla en á Ísafirði og Þing- eyri hefur hann dregist saman. Afli eykst á Suðureyri Gæsahópur sást á Ísafirði á mánudag sem er nokkuð óven- julegt miðað við árstíma, en þessir gestir koma vanalega með vorinu. Um er að ræða grágæsir sem er íslenskur varpstofn sem hefur vetur- stöðvar í Bretlandseyjum. Gæsir hafa mikið verið í umræðunni undanfarið vegna fuglaflensunnar sem vekur mikinn ugg hjá mönnum. Þó er talið mjög ólíklegt að ís- lenskir gæsastofnar beri flens- una með sér til landsins. Hóp- urinn var við Holtahverfið í Skutulsfirði og lét sér fátt um finnast þótt ljósmyndari blaðs- ins næði þeim á mynd. – thelma@bb.is Vorgestir snemma á ferð 02.PM5 5.4.2017, 10:073

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.