Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2006, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 11.01.2006, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 20066 Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Eiríkur Örn Norð- dahl, símar 456 4694 og 845 2685 eirikur@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4680 og 849 8699, thelma@bb.is – Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, símar 456 4693 og 692 8555, keg@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X RITSTJÓRNARGREIN Vestfirðingur ársins 2005 ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Guðmundur Einarsson ÍS Aflahæsti smá- báturinn 2005 Krókaflamarksbáturinn Guðmundur Einarsson ÍS í Bolungarvík aflaði mest allra smábáta á landinu á síðasta ári. Guðmundur var með tæp 1.370 tonn. Bræðrabáturinn Hrólfur Einarsson var með 1.360 tonn í öðru sæti. Skipstjóri á Guðmundi Einarssyni er Egill Jónsson en skipstjóri á Hrólfi er Ólafur Jens Daðason. Út- gerðarfélagið Ós gerir Guð- mund út en Rekavík gerir Hrólf út. Sex bátar öfluðu yfir 1.000 tonnum á árinu og næstir bræðrabátunum í Bolungarvík voru Narfi SU, Hópsnes GK, Daðey GK og Kristinn SH. – thelma@bb.is Héraðsdómur Vestfjarða Fækkun mála frá fyrri árum Alls voru 574 mál tekin fyrir í Héraðsdómi Vest- fjarða á nýliðnu ári og er það fækkun frá fyrri árum. Árið 2004 voru tekin fyrir 636 mál og 833 árið 2003. Af þeim 574 málum sem tekin voru fyrir voru 185 sakamál og 291 einkamál. Gjaldþrotabeiðnum og – úrskurðum fjölgaði frá fyrra ári. Árið 2005 var tekin fyrir 61 beiðni, en 47 árið 2004. Árin 2002 og 2003 voru beiðnirnar á sjöunda tug. Tólf fyrirtæki og 15 einstakl- ingar voru úrskurðaðir gjald- þrota á liðnu ári. Í síðustu viku tóku tveir nýir starfsmenn til starfa við Háskólasetur Vestfjarða og á sama tíma tók Fræðslu- miðstöð Vestfjarða til starfa í nýju húsnæði sínu í Vestra- húsinu, Suðurgötu 12. Þetta þóttu tvær góðar ástæður til að skála og fagna um leið nýja árinu. Starfsmenn Þróunarset- ursins, Háskólasetursins og Fræðslumiðstöðvarinnar komu saman í nýrri móttöku, sem verður sameiginleg fyrir allar stofnanirnar. Öll kenn- sla kemur til með að fara fram í hinu nýja húsnæði frá og með þessari viku. Hús- næðið er þó ekki alveg frá- gengið og er ýmsum smá- verkum enn ólokið. Opinber opnun húsnæðisins verður síðan í byrjun febrúar. Kennsla hafin í Háskólasetrinu Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti ákvörðun sína varðandi ný- skipan lögreglumála á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Leggur hann til að lög- regluumdæmi í landinu verði 15 talsins. Vestfirðir verða þá eitt lögregluumdæmi og fara umdæmi Patreksfjarðar, Bol- ungarvíkur og Hólmavíkur undir lögregluembættið á Ísa- firði sem skilgreinist sem lyk- ilembætti. Þá segir í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu að lög- reglustöðvum verði ekki lokað vegna breytinga á lögreglu- umdæmum og sérstaklega verði ákveðið í reglugerð að lögregluvarðstofur á Vest- fjörðum, utan aðalstöðvar lög- reglu á Ísafirði, skuli vera á Patreksfirði, Hólmavík, og í Bolungarvík. Sams konar ákvæði verða í reglugerð um fleiri embætti á landinu. Þá verður skipulagi ákæru- valds breytt þannig að lög- reglustjórar verði aðeins með ákæruvald í venjulegum lög- reglumálum, á milli lögreglu- stjóra og ríkissaksóknara starfi saksóknarar, sem beri ábyrgð á meðferð ákæruvalds með vísan til ákveðinna embætta, landshluta eða málaflokka og lúti eftirliti ríkissaksóknara en fái lögreglumenn til samstarfs við rannsókn mála, svo sem efnahagsbrota. Efla á minni sýslumanns- embættin með flutningi verk- efna og starfa frá ráðuneytum og stofnunum til embættanna. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið hefur lagt drög að því að meðal annarra verði eftir- farandi verkefni flutt til lítilla sýslumannsembætta: Miðstöð ættleiðinga, sjóðir- og skipu- lagsskrár, miðstöð fasteigna- sölueftirlits, útgáfa Lögbirt- ingablaðsins, málefni bóta- nefndar, málefni skjalaþýð- enda, miðstöð eftirlits með út- fararþjónustu, miðstöð happ- drættiseftirlits, innheimtumið- stöð sekta og sakarkostnaðar. Telur ráðuneytið að heildar- kostnaður við fjölgun starfa og flutning ofannefndra verk- efna, að undanskildum flutn- ingi á innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar nemi um 50 milljónum króna. Þá segir í tilkynningunni: „Endurskipulagning löggæslu skapar tækifæri til betri nýting- ar á fjármunum á mörgum sviðum, einkum hjá fjölmenn- ustu einingunum á höfuðborg- arsvæðinu og Suðurnesjum. Svigrúm til hagræðingar er ekki eins mikið hjá fámennum lögregluliðum. Hugað verður að því að styrkja starfsemi rannsóknadeilda hjá lykilem- bættum, m.a. í tengslum við fjárlagagerð fyrir árið 2007. Starfsaðstaða lögreglu er al- mennt góð um land allt. Stöð- ugt er unnið að endurnýjun fjarskiptakerfa hennar, bíla- flota og annars tækjabúnaðar. Áætlun um eflingu sérsveitar verður að fullu komin til fram- kvæmda á þessu ári. Tryggja þarf lögreglu góða aðstöðu til æfinga og þjálfunar.“ Frumvarp til breytinga á lögreglulögum verður lagt fram á vorþingi auk frumvarps til laga um ákæruvaldið sam- hliða því sem unnið er að loka- gerð nýs frumvarps til laga um meðferð opinberra mála. Leggur til að Vestfirðir verði eitt lögregluumdæmi Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra Lögreglustöðin á Ísafirði. Sigríður Guðjónsdóttir, sundkennari í Bolungarvík, var af lesendum bb.is valin til að bera sæmdarheitið Vestfirðingur ársins 2005. Þetta er í fimmta sinn sem bb.is stendur fyrir vali á Vestfirðingi ársins og sem áður í samvinnu við fyrirtækin Gullauga á Ísafirði og tölvufyrirtækið INNN hf í Reykjavík. Næst á eftir Sigríði kom Vilborg Arnarsdóttir í Súðavík, sem eins og kunnugt er á heiðurinn af svonefndum Raggagarði í Súðavík. Þriðji í röðinni varð Sólberg Jónsson, fyrrum sparisjóðsstjóri í Bolungarvík. Svo sem fram kemur í blaðinu í dag var Sigríður fyrir valinu vegna afreks hennar þegar hún bjargaði ellefu ára dreng frá drukknun í sundlauginni í Bolungarvík í byrjun desember. Dreng- urinn hafði ásamt félaga sínum verið að leik í lauginni þegar félagi hans sá að ekki var allt með felldu. Með snarræði náði Sigríður drengnum upp úr lauginni; hóf hún þegar lífgunartilraunir með blástursaðferðinni og tókst á þann hátt að bjarga lífi hans. BB óskar Sigríði Guðjónsdóttur til hamingju með titilinn Vestfirðingur ársins 2005. Hún er svo sannarlega vel að honum komin. Fátt hlýtur að vekja meiri gleði og vera eftirsóknarverðara í lífinu en að hafa bjargað mannslífi. Uppskeruhátíð Í mörg ár hefur tíðkast að velja ,,mann ársins“ af hinu og þessu tilefni. Þetta viðgengst í flestum bæjarfélögum á landinu sem og í fjölmiðlum. Vestfirðingar eru þar engin undan- tekning. Nýverið á var vegum Ísafjarðarbæjar valinn íþróttamaður ársins 2005. Féll sá heiður í skaut Jakobs Einars Jakobssonar, skíðagöngugarps. Ekki er langt síðan bærinn útnefndi Elfar Loga Hannesson sem bæjarlistamann. Þá skal ekki gleymt vali ísfirskrar alþýðu á sín- um manni, ef svo má orða. BB óskar hinum útvöldu til hamingju. Bæjarins besta hefur leitt hugann að því hvort ekki sé tímabært að kunngera þessar út- nefningar á einum og sama degi; gera daginn að hátíðar- og viðurkenningardegi til ein- staklinga, félaga og fyrirtækja, sem með einum eða öðrum hætti hafa skarað fram úr eða vakið athygli á bæjarfélaginu og eflt hag þess. Þessum viðurkenningum mætti hugsanlega fjölga; líta til fleiri átta. Örlítið klapp á bakið þarf ekki að kosta mikið. Það kann hins vegar að skila miklu. Er það ekki þess virði að leiða hugann að því að sameinast um slíkan árlegan uppskeru- og hátíðisdag, sem aukið gæti hróður bæjarfélagsins og íbúa þess? Slík uppskeruhátíð myndi skerpa vitund okkar um sameiginlega hagsmuni. s.h. 02.PM5 5.4.2017, 10:076

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.